Halldór með silfur á X-Games þrettán árum eftir gullið Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2023 10:31 Halldór Helgason sýndi frábær tilþrif í Aspen um helgina. Skjáskot/Youtube Þrettán árum eftir að hann vann gullverðlaun á X-Games í Aspen náði snjóbrettakappinn Halldór Helgason að tryggja sér önnur verðlaun á leikunum í gær. Halldór vann á sínum tíma sigur í risastökki, Big Air, en í gær keppti hann í Knuckle Huck og vann til silfurverðlauna. Hér að neðan má sjá eitt af stökkum Halldórs og helstu tilþrif verðlaunahafanna en neðst í greininni er keppnin í heild. View this post on Instagram A post shared by X Games (@xgames) Lýsendur keppninnar lofuðu tilþrif Halldórs og grínuðust með það að líklega væri þetta allt að þakka þykku og glæsilegu yfirvaraskeggi Eyfirðingsins, og því að hann væri pabbi. Halldór tjáði sig stuttlega á Instagram eftir keppnina og sagði hana hafa farið betur en hann hefði búist við. Norðmaðurinn Marcus Kleveland vann sigur í Knuckle Huck keppninni og kórónaði þar með frábæra helgi hjá sér en hann vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Bandaríkjamaðurinn Dusty Henricksen, sem vann Knuckle Huck árið 2020, kom svo næstur á eftir Halldóri í keppninni í gær og hlaut bronsverðlaun. „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ sagði Eiríkur Helgason snjóbrettakappi og bróðir Halldórs í Íslandi í dag á dögunum. Þeir reka í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Bræðurnir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Umfjöllun Ísland í dag má sjá að neðan eftir rúmar tólf mínútur. Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Halldór vann á sínum tíma sigur í risastökki, Big Air, en í gær keppti hann í Knuckle Huck og vann til silfurverðlauna. Hér að neðan má sjá eitt af stökkum Halldórs og helstu tilþrif verðlaunahafanna en neðst í greininni er keppnin í heild. View this post on Instagram A post shared by X Games (@xgames) Lýsendur keppninnar lofuðu tilþrif Halldórs og grínuðust með það að líklega væri þetta allt að þakka þykku og glæsilegu yfirvaraskeggi Eyfirðingsins, og því að hann væri pabbi. Halldór tjáði sig stuttlega á Instagram eftir keppnina og sagði hana hafa farið betur en hann hefði búist við. Norðmaðurinn Marcus Kleveland vann sigur í Knuckle Huck keppninni og kórónaði þar með frábæra helgi hjá sér en hann vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Bandaríkjamaðurinn Dusty Henricksen, sem vann Knuckle Huck árið 2020, kom svo næstur á eftir Halldóri í keppninni í gær og hlaut bronsverðlaun. „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ sagði Eiríkur Helgason snjóbrettakappi og bróðir Halldórs í Íslandi í dag á dögunum. Þeir reka í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Bræðurnir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Umfjöllun Ísland í dag má sjá að neðan eftir rúmar tólf mínútur.
Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57