Sérfræðingar með sautján tillögur að úrbótum hjá Seðlabankanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2023 14:29 Patrick Honohan, fyrrverandi seðlabankastjóri Seðlabanka Írlands, Joanne Kellermann, sem var um skeið stjórnarmaður í hollenska seðlabankanum, og Pentti Hakkarainen sem var um um árabil varaseðlabankastjóri Finnlandsbanka og formaður stjórnar finnska fjármálaeftirlitsins Þrír erlendir sérfræðingar sem skipuðu úttektarnefnd að beiðni forsætisráðherra hafa skilað sautján tillögum að úrbótum hjá Seðlabanka Íslands er varða peningastefnu, fjármálastöðugleika, fjármálaeftirlit og stjórnarhætti. Nefndin telur ástæðu til að endurskoða umboð fjármálaeftirlitsnefndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem fékk þrjá óháða sérfræðinga til að gera úttekt á því hvernig Seðlabankanum hefði tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Á vef ráðuneytisins segir að í hnotskurn sé það niðurstaða úttektarnefndarinnar að sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins hafi verið hrundið í framkvæmd hratt og af skilvirkni. „Samruni stofnana sé þó langtímaverkefni. Seðlabankinn hafi brugðist við vaxandi verðbólgu með hætti sem er ekki síðri en viðbrögð seðlabanka í Evrópu og N-Ameríku. Þjóðhagsvarúðartækjum hafi verið beitt til þess að varðveita fjármálastöðugleika og eftirlit hafi verið framkvæmt eftir reyndum ferlum.“ Hins vegar bendi nefndin á að nýja nefndaskipan þurfi að meta í ljósi reynslunnar og ástæða sé til að endurskoða umboð fjármálaeftirlitsnefndar. „Þá er bent á að hin miðstýrða stjórnskipan bankans sem hafi orðið fyrir valinu hafi stuðlað að skilvirkri framkvæmd sameiningarinnar en álitamál sé hvernig hún reynist til lengdar.“ Í skýrslunni er að finna 17 tillögur nefndarinnar er varða peningastefnu, fjármálastöðugleika, fjármálaeftirlit og stjórnarhætti. Flestar tillagnanna eru til úrvinnslu fyrir Seðlabankann en nokkrar þeirra snúa að mögulegum lagabreytingum. Úttektarnefndin var skipuð í maí í fyrra á grundvelli 36. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Auk fyrrnefndra verkefna var nefndinni ætlað að líta til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Í nefndina voru valin Patrick Honohan, Joanne Kellermann og Pentti Hakkarainen. Patrick Honohan er fyrrverandi seðlabankastjóri Seðlabanka Írlands, Joanne Kellermann var um skeið stjórnarmaður í hollenska seðlabankanum og Pentti Hakkarainen var um um árabil varaseðlabankastjóri Finnlandsbanka og formaður stjórnar finnska fjármálaeftirlitsins. Skýrsluna á ensku og íslenskan úrdrátt má sjá að neðan. Tengd skjöl Skýrslan_á_enskuPDF413KBSækja skjal Skýrsla_um_Seðlabanka_-_formáli_og_samantektPDF33KBSækja skjal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem fékk þrjá óháða sérfræðinga til að gera úttekt á því hvernig Seðlabankanum hefði tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Á vef ráðuneytisins segir að í hnotskurn sé það niðurstaða úttektarnefndarinnar að sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins hafi verið hrundið í framkvæmd hratt og af skilvirkni. „Samruni stofnana sé þó langtímaverkefni. Seðlabankinn hafi brugðist við vaxandi verðbólgu með hætti sem er ekki síðri en viðbrögð seðlabanka í Evrópu og N-Ameríku. Þjóðhagsvarúðartækjum hafi verið beitt til þess að varðveita fjármálastöðugleika og eftirlit hafi verið framkvæmt eftir reyndum ferlum.“ Hins vegar bendi nefndin á að nýja nefndaskipan þurfi að meta í ljósi reynslunnar og ástæða sé til að endurskoða umboð fjármálaeftirlitsnefndar. „Þá er bent á að hin miðstýrða stjórnskipan bankans sem hafi orðið fyrir valinu hafi stuðlað að skilvirkri framkvæmd sameiningarinnar en álitamál sé hvernig hún reynist til lengdar.“ Í skýrslunni er að finna 17 tillögur nefndarinnar er varða peningastefnu, fjármálastöðugleika, fjármálaeftirlit og stjórnarhætti. Flestar tillagnanna eru til úrvinnslu fyrir Seðlabankann en nokkrar þeirra snúa að mögulegum lagabreytingum. Úttektarnefndin var skipuð í maí í fyrra á grundvelli 36. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Auk fyrrnefndra verkefna var nefndinni ætlað að líta til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Í nefndina voru valin Patrick Honohan, Joanne Kellermann og Pentti Hakkarainen. Patrick Honohan er fyrrverandi seðlabankastjóri Seðlabanka Írlands, Joanne Kellermann var um skeið stjórnarmaður í hollenska seðlabankanum og Pentti Hakkarainen var um um árabil varaseðlabankastjóri Finnlandsbanka og formaður stjórnar finnska fjármálaeftirlitsins. Skýrsluna á ensku og íslenskan úrdrátt má sjá að neðan. Tengd skjöl Skýrslan_á_enskuPDF413KBSækja skjal Skýrsla_um_Seðlabanka_-_formáli_og_samantektPDF33KBSækja skjal
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira