Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Bjarki Sigurðsson skrifar 31. janúar 2023 20:09 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur yfirvofandi verkfall á þriðjudag ólöglegt. Stöð 2/Vísir Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. Stefna SA á hendur Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) vegna Eflingar var birt á vef samtakanna í dag en málið var þingfest hjá Félagsdómi fyrr í dag. Samkvæmt stefnunni vilja samtökin fá úr því skorið hvort verkfallsboðun Eflingar, sem samþykkt var í gærkvöldi, sé lögmæt eða ekki. Í stefnunni kemur fram að SA telji Eflingu ekki mega boða til vinnustöðvunar eða láta vinnustöðvun koma til framkvæmda áður en miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé felld af öðrum hvorum aðila deilunnar. Vitnað er í lög sem segja að stéttarfélög megi einungis boða til lögmæts verkfalls sé yfirstandandi vinnudeila. Að mati samtakanna er vinnudeilunni lokið, að minnsta kosti um stundar sakir, vegna miðlunartillögunnar. „Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er ígildi kjarasamnings og hefur sömu réttaráhrif og kjarasamningur sem undirritaður hefur verið af samninganefndum aðila. Tillagan er lögð fram af ríkissáttasemjara sem hefur það lögbundna hlutverk að setja niður kjaradeilur og skapa frið á vinnumarkaði. Ótvírætt er að óheimilt er að boða vinnustöðvun eftir undirritun kjarasamnings og gildir einu þótt samningurinn verði síðar felldur í atkvæðagreiðslu,“ segir í stefnunni. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Efling í leit að ófriði þegar friður er í boði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir allar aðgerðir Eflingar vera líkt og forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Þá sé stéttarfélagið einungis að leita að ófriði þegar friður er í boði. Hann á von á því að félagsdómur dæmi SA í vil í máli samtakanna gegn Eflingu. 31. janúar 2023 18:23 Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Stefna SA á hendur Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) vegna Eflingar var birt á vef samtakanna í dag en málið var þingfest hjá Félagsdómi fyrr í dag. Samkvæmt stefnunni vilja samtökin fá úr því skorið hvort verkfallsboðun Eflingar, sem samþykkt var í gærkvöldi, sé lögmæt eða ekki. Í stefnunni kemur fram að SA telji Eflingu ekki mega boða til vinnustöðvunar eða láta vinnustöðvun koma til framkvæmda áður en miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé felld af öðrum hvorum aðila deilunnar. Vitnað er í lög sem segja að stéttarfélög megi einungis boða til lögmæts verkfalls sé yfirstandandi vinnudeila. Að mati samtakanna er vinnudeilunni lokið, að minnsta kosti um stundar sakir, vegna miðlunartillögunnar. „Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er ígildi kjarasamnings og hefur sömu réttaráhrif og kjarasamningur sem undirritaður hefur verið af samninganefndum aðila. Tillagan er lögð fram af ríkissáttasemjara sem hefur það lögbundna hlutverk að setja niður kjaradeilur og skapa frið á vinnumarkaði. Ótvírætt er að óheimilt er að boða vinnustöðvun eftir undirritun kjarasamnings og gildir einu þótt samningurinn verði síðar felldur í atkvæðagreiðslu,“ segir í stefnunni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Efling í leit að ófriði þegar friður er í boði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir allar aðgerðir Eflingar vera líkt og forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Þá sé stéttarfélagið einungis að leita að ófriði þegar friður er í boði. Hann á von á því að félagsdómur dæmi SA í vil í máli samtakanna gegn Eflingu. 31. janúar 2023 18:23 Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Efling í leit að ófriði þegar friður er í boði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir allar aðgerðir Eflingar vera líkt og forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Þá sé stéttarfélagið einungis að leita að ófriði þegar friður er í boði. Hann á von á því að félagsdómur dæmi SA í vil í máli samtakanna gegn Eflingu. 31. janúar 2023 18:23
Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10