Segir landsmenn eyða of miklu Atli Ísleifsson skrifar 1. febrúar 2023 08:59 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á síðustu árum miðað við verðlag. Á sama tíma sé farið fram á aukið fé úr sjóðum ríkisins. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. Þetta sagði Guðrún í samtali við fréttamann í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi, en verðbólgan var til umræðu á á þingi í gær. Hinn forni fjandi þjóðarinnar Guðrún sagði verðbólguna vera okkar forni fjandi. Öllum finnist mjög slæmt þegar hún fari af stað og það hafi allir áhyggjur af stöðunni. Það sé alveg ljóst. „Hins vegar skulum við líka hafa það í huga að tekjustofnar ríkisins, þeir hafa rýrnað miðað við verðlag þannig að þeir hafa setið eftir. Þetta eru tekjustofnar sem standa undir rekstri ríkisins, útgjöldum ríkisins, sem að líka er kallað eftir auknu fé í, eins og í heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngukerfið og svo framvegis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðrúnu og Þorgerði Katrínu í spilaranum að neðan. Fólk að eyða of miklu Guðrún segir að heldur sé ekki hægt að líta framhjá því að við erum að koma út úr Covid-kreppu. Þar hafi Ísland, líklega eitt ríkja í heiminum, verið að hækka laun verulega á tímabilinu. „Við erum sömuleiðis – eins sárt og það er að segja það – þá er fólk sömuleiðis að eyða of miklu. Það sjáum við á því að viðskiptajöfnuður okkar er neikvæður. Þannig að við erum að flytja meira inn heldur en út og þegar svoleiðis er þá tappast það af í gengi krónunnar eða í verðbólgu. Þannig að þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra.“ Hún bendir einnig á að þegar efnahags- og viðskiptanefnd tók hækkanir á opinberum gjöldum fyrir á haustþinginu, þá hafi það verið metið sem svo í fjármálaráðuneytinu að hinar fyrirhuguðu hækkanir hefðu 0,2 prósent áhrif á verðbólguna.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnarinnar, segir verðbólguna nú vera í boði ríkisstjórnarinnar.Vísir/Vilhelm Verðbólga í boði ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að allir helstu umsagnaraðilar – hvort sem það séu launþegahreyfingarnar, neytendasamtökin og Samtök atvinnulífsins – hafi varað eindregið við því að verðbólga myndi hækka vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. „Þessi hækkun á verðbólgu er fyrst og síðast að ríkisstjórnin ákvað að láta heimilin bera hitann og þungann af þessu. Við erum að sjá núna verðbólgu hækka í fyrsta sinn í þrettán, fjórtán ár í janúar. Hvað er hægt að gera? Við bentum meðal annars á að hækkanir á gjöldum – hvort sem það er á bensín, bíla, búsið blessaða, eða ekki síst matvöruna – að þeim yrði haldið í skefjum. Það gerði ríkisstjórnin ekki. Hún hlustaði ekki á það. Það er líka hægt að lækka eða afnema tolla. Hætta með þessa verðlagsnefnd búvera. Treysta svolítið á samkeppni, treysta á frelsið. Og um leið veita beingreiðslur til bænda. Það er margt hægt að gera til að lækka þetta gríðarlega háa verðlag á matarkörfunni. Matarkarfan er einn helsti útgjaldaliður íslenskra heimila.“ Við þurfum víst bara að eyða minna og þannig sigra verðbólgudrauginn sem er augljóslega almenningi að kenna. Hver er með í edrúar? pic.twitter.com/UkVdsaEVhG— þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 31, 2023 Blanda sem sést ekki í samanburðarlöndunum Þorgerður segir að ríkisstjórnin hafi einfaldlega ákveðið það að láta íslensk heimili bera hitann og þungan af þessu. „Þessi mikla hækkun á verðbólgu er í boði ríkisstjórnarinnar, hennar er ábyrgðin. Við erum að sjá svolítið að einhverju leyti gamla Ísland birtast okkur að nýju með miklum vöxtum og mikilli verðbólgu. Blanda sem sést hvergi í okkar samanburðarlöndum en hér er þessi blanda ekki síst í boði ríkisstjórnarinnar. Hún verður einfaldlega að axla ábyrgð og taka skref. Ég varð undrandi að heyra það að forsætisráðherra var einfaldlega að segja hvað væri búið að gera og það sem hún ákvað var beinlínis til tjóns fyrir heimilin í landinu. Hún gat ekkert sagt okkur hvað þau ætluðu að gera til að lina þessar byrðar á heimilin í landinu og ég varð fyrir miklum vonbrigðum hvað það varðar,“ sagði Þorgerður Katrín. Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólga og vísitala: „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt“ Verðbólgan jókst í janúar og vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka. Sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar segir fólk stundum skorta dýpri skilning á hvað vísitalan felur í sér og hvaða áhrif hún hefur á verðbólguna. Hægt sé að taka dæmi um matarkörfu til að útskýra muninn. 31. janúar 2023 17:19 Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Þetta sagði Guðrún í samtali við fréttamann í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi, en verðbólgan var til umræðu á á þingi í gær. Hinn forni fjandi þjóðarinnar Guðrún sagði verðbólguna vera okkar forni fjandi. Öllum finnist mjög slæmt þegar hún fari af stað og það hafi allir áhyggjur af stöðunni. Það sé alveg ljóst. „Hins vegar skulum við líka hafa það í huga að tekjustofnar ríkisins, þeir hafa rýrnað miðað við verðlag þannig að þeir hafa setið eftir. Þetta eru tekjustofnar sem standa undir rekstri ríkisins, útgjöldum ríkisins, sem að líka er kallað eftir auknu fé í, eins og í heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngukerfið og svo framvegis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðrúnu og Þorgerði Katrínu í spilaranum að neðan. Fólk að eyða of miklu Guðrún segir að heldur sé ekki hægt að líta framhjá því að við erum að koma út úr Covid-kreppu. Þar hafi Ísland, líklega eitt ríkja í heiminum, verið að hækka laun verulega á tímabilinu. „Við erum sömuleiðis – eins sárt og það er að segja það – þá er fólk sömuleiðis að eyða of miklu. Það sjáum við á því að viðskiptajöfnuður okkar er neikvæður. Þannig að við erum að flytja meira inn heldur en út og þegar svoleiðis er þá tappast það af í gengi krónunnar eða í verðbólgu. Þannig að þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra.“ Hún bendir einnig á að þegar efnahags- og viðskiptanefnd tók hækkanir á opinberum gjöldum fyrir á haustþinginu, þá hafi það verið metið sem svo í fjármálaráðuneytinu að hinar fyrirhuguðu hækkanir hefðu 0,2 prósent áhrif á verðbólguna.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnarinnar, segir verðbólguna nú vera í boði ríkisstjórnarinnar.Vísir/Vilhelm Verðbólga í boði ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að allir helstu umsagnaraðilar – hvort sem það séu launþegahreyfingarnar, neytendasamtökin og Samtök atvinnulífsins – hafi varað eindregið við því að verðbólga myndi hækka vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. „Þessi hækkun á verðbólgu er fyrst og síðast að ríkisstjórnin ákvað að láta heimilin bera hitann og þungann af þessu. Við erum að sjá núna verðbólgu hækka í fyrsta sinn í þrettán, fjórtán ár í janúar. Hvað er hægt að gera? Við bentum meðal annars á að hækkanir á gjöldum – hvort sem það er á bensín, bíla, búsið blessaða, eða ekki síst matvöruna – að þeim yrði haldið í skefjum. Það gerði ríkisstjórnin ekki. Hún hlustaði ekki á það. Það er líka hægt að lækka eða afnema tolla. Hætta með þessa verðlagsnefnd búvera. Treysta svolítið á samkeppni, treysta á frelsið. Og um leið veita beingreiðslur til bænda. Það er margt hægt að gera til að lækka þetta gríðarlega háa verðlag á matarkörfunni. Matarkarfan er einn helsti útgjaldaliður íslenskra heimila.“ Við þurfum víst bara að eyða minna og þannig sigra verðbólgudrauginn sem er augljóslega almenningi að kenna. Hver er með í edrúar? pic.twitter.com/UkVdsaEVhG— þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 31, 2023 Blanda sem sést ekki í samanburðarlöndunum Þorgerður segir að ríkisstjórnin hafi einfaldlega ákveðið það að láta íslensk heimili bera hitann og þungan af þessu. „Þessi mikla hækkun á verðbólgu er í boði ríkisstjórnarinnar, hennar er ábyrgðin. Við erum að sjá svolítið að einhverju leyti gamla Ísland birtast okkur að nýju með miklum vöxtum og mikilli verðbólgu. Blanda sem sést hvergi í okkar samanburðarlöndum en hér er þessi blanda ekki síst í boði ríkisstjórnarinnar. Hún verður einfaldlega að axla ábyrgð og taka skref. Ég varð undrandi að heyra það að forsætisráðherra var einfaldlega að segja hvað væri búið að gera og það sem hún ákvað var beinlínis til tjóns fyrir heimilin í landinu. Hún gat ekkert sagt okkur hvað þau ætluðu að gera til að lina þessar byrðar á heimilin í landinu og ég varð fyrir miklum vonbrigðum hvað það varðar,“ sagði Þorgerður Katrín.
Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólga og vísitala: „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt“ Verðbólgan jókst í janúar og vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka. Sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar segir fólk stundum skorta dýpri skilning á hvað vísitalan felur í sér og hvaða áhrif hún hefur á verðbólguna. Hægt sé að taka dæmi um matarkörfu til að útskýra muninn. 31. janúar 2023 17:19 Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Verðbólga og vísitala: „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt“ Verðbólgan jókst í janúar og vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka. Sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar segir fólk stundum skorta dýpri skilning á hvað vísitalan felur í sér og hvaða áhrif hún hefur á verðbólguna. Hægt sé að taka dæmi um matarkörfu til að útskýra muninn. 31. janúar 2023 17:19
Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37