Tvíhöfði snýr aftur í hlaðvarpi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2023 13:01 Jón og Sigurjón með Auðun hjá Tal á milli sín. Á myndinni eru einnig Mariam Laperashvili, markaðsstjóri fjölmiðla Sýnar, Ómar Úlfur Eyþórsson, dagskrárstjóri X-977, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar. Grínistarnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr ætlar aftur að blaðra frá sér allt vit í þætti sínum Tvíhöfða. Tilkynnt var í sumar að Tvíhöfði yrði ekki á dagskrá Rásar 2 eftir fimm ára endurkomu þáttanna vinsælu. Líklega þarf ekki að kynna tvíeykið sérstaklega fyrir þjóðinni nema þá kannski yngstu kynslóðinni. Jón og Sigurjón slógu í gegn á X-inu 977 árið 1994 og líklega voru fáir sem kepptu við þá félaga í vinsældum í útvarpi á þeim tíma. Félagarnir gáfu út geisladiska með grínsketsum þar sem goðsagnir á borð við Adrian Nigelsson og Suðu-Sigfús komu við sögu. Þá er mörgum í fersku minni útvarpslýsing þeirra á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Frakklandi 1998 en þeir félagar hafa lítinn áhuga á íþróttum. Spjallað var við þá Jón og Sigurjón í Íslandi í dag árið 2011. Þar ræddu þeir Tvíhöfða, Fóstbræður og margt fleira. Fram kemur í tilkynningu frá Tal að nýjustu tveir þættirnir séu væntanlegir 15. febrúar og aðgengilegir á vefsíðu Tals. Von er á nýjum þætti í hverri viku auk eldra efnis úr smiðju þeirra félaga. Þar má nú þegar finna þætti frá 1997 og 1999 ásamt upptöku frá Húrrakvöldi Tvíhöfða þann 22. október í fyrra. Sigurjón og Jón snúa aftur í Tvíhöfða. „Það var okkur mikið gleðiefni að kynnast TAL og vera boðið að vera hluti af því mengi öllu og geta þar byggt upp okkar eigin Tvíhöfðaheim. Við sáum okkur ekki fært að halda Tvíhöfða úti með þeim hætti sem verið hefur og ekki heldur fært að sjá um tæknilegar útfærslur á eigin þáttagerð. Okkur finnst þetta mjög spennandi tímar og hlökkum til samstarfsins. Við erum báðir orðnir frekar eirðarlausir að komast í það að blaðra frá okkur allt vit. Við hlökkum auðvitað báðir mikið til að fá að dvelja í því nærandi hugarástandi sem Tvíhöfði er fyrir okkur. Við erum ákaflega stoltir að geta fært hlustendum okkar spriklandi nýjan og ferskan Tvíhöfða,“ segja þeir félagar Jón og Sigurjón í tilkynningu. Tal.is er hluti af fjölmiðlum Sýnar og stefnir á að verða heimili íslenskra hlaðvarpa. Hlaðvarpsheimur Tals var settur af stað fyrir tveimur árum og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Tal vill styðja við íslenska framleiðslu á hlaðvarpi og leggja til þekkingu og tæknilega aðstoð við stjórnendur hlaðvarpa. Fjölmörg hlaðvörp eru í boði á Tal.is og meðal þeirra eru Blökastið, Eftirmál og Þungavigtin. „Þetta eru frábærar fréttir! Tal er í miklum vexti og við ætlum að kynna mörg ný verkefni á næstu misserum. Það er svo gaman þegar skapandi einstaklingar sjá hvað við erum að gera og langar að vinna með okkur. Ég hef lengi verið aðdáandi strákanna og hélt að Tvíhöfði heyrði sögunni til þegar þeir tilkynntu í apríl að þeir væru hættir, sem gerir þetta ennþá skemmtilegra. Það er margt spennandi í kortunum hjá Tvíhöfða, nýtt og gamalt efni auk skemmtilegra viðburða og uppákoma. Þetta er algjör draumur fyrir alvöru aðdáendur Tvíhöfða. Eins og einhverjir myndu segja, Tvíhöfði er sómi Íslands, sverð þess og skjöldur,“ segir Auðun Bragi Kjartansson, forstöðumaður Tals, í tilkynningu. Hann bætir við að allir sem gerist áskrifendur að Tvíhöfða fyrir 15. febrúar fái þrjátíu daga áskrift að streymisveitunni Stöð 2+. Vistaskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Enginn Tvíhöfði í haust Það verða engir Tvíhöfða-þættir í haust en þættirnir hafa verið á dagskrá á Rás 2 síðan árið 2017. Þættirnir hófu göngu sína árið 1994 en ekki er útilokað að Tvíhöfði snúi aftur seinna. 9. ágúst 2022 20:17 Jón Gnarr rifjaði upp gamla takta í símaati í FM95BLÖ Leikarinn og grínistinn Jón Gnarr var gestur hjá þeim FM95BLÖ bræðrum á FM957 á föstudaginn og hringdi hann í þrígang út og gerði símaat. 7. janúar 2019 14:30 Tvíhöfði snýr aftur: Brot af því besta Lífið á Vísi rifjar upp nokkur góð atriði úr smiðju Tvíhöfða. 28. október 2014 13:00 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Líklega þarf ekki að kynna tvíeykið sérstaklega fyrir þjóðinni nema þá kannski yngstu kynslóðinni. Jón og Sigurjón slógu í gegn á X-inu 977 árið 1994 og líklega voru fáir sem kepptu við þá félaga í vinsældum í útvarpi á þeim tíma. Félagarnir gáfu út geisladiska með grínsketsum þar sem goðsagnir á borð við Adrian Nigelsson og Suðu-Sigfús komu við sögu. Þá er mörgum í fersku minni útvarpslýsing þeirra á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Frakklandi 1998 en þeir félagar hafa lítinn áhuga á íþróttum. Spjallað var við þá Jón og Sigurjón í Íslandi í dag árið 2011. Þar ræddu þeir Tvíhöfða, Fóstbræður og margt fleira. Fram kemur í tilkynningu frá Tal að nýjustu tveir þættirnir séu væntanlegir 15. febrúar og aðgengilegir á vefsíðu Tals. Von er á nýjum þætti í hverri viku auk eldra efnis úr smiðju þeirra félaga. Þar má nú þegar finna þætti frá 1997 og 1999 ásamt upptöku frá Húrrakvöldi Tvíhöfða þann 22. október í fyrra. Sigurjón og Jón snúa aftur í Tvíhöfða. „Það var okkur mikið gleðiefni að kynnast TAL og vera boðið að vera hluti af því mengi öllu og geta þar byggt upp okkar eigin Tvíhöfðaheim. Við sáum okkur ekki fært að halda Tvíhöfða úti með þeim hætti sem verið hefur og ekki heldur fært að sjá um tæknilegar útfærslur á eigin þáttagerð. Okkur finnst þetta mjög spennandi tímar og hlökkum til samstarfsins. Við erum báðir orðnir frekar eirðarlausir að komast í það að blaðra frá okkur allt vit. Við hlökkum auðvitað báðir mikið til að fá að dvelja í því nærandi hugarástandi sem Tvíhöfði er fyrir okkur. Við erum ákaflega stoltir að geta fært hlustendum okkar spriklandi nýjan og ferskan Tvíhöfða,“ segja þeir félagar Jón og Sigurjón í tilkynningu. Tal.is er hluti af fjölmiðlum Sýnar og stefnir á að verða heimili íslenskra hlaðvarpa. Hlaðvarpsheimur Tals var settur af stað fyrir tveimur árum og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Tal vill styðja við íslenska framleiðslu á hlaðvarpi og leggja til þekkingu og tæknilega aðstoð við stjórnendur hlaðvarpa. Fjölmörg hlaðvörp eru í boði á Tal.is og meðal þeirra eru Blökastið, Eftirmál og Þungavigtin. „Þetta eru frábærar fréttir! Tal er í miklum vexti og við ætlum að kynna mörg ný verkefni á næstu misserum. Það er svo gaman þegar skapandi einstaklingar sjá hvað við erum að gera og langar að vinna með okkur. Ég hef lengi verið aðdáandi strákanna og hélt að Tvíhöfði heyrði sögunni til þegar þeir tilkynntu í apríl að þeir væru hættir, sem gerir þetta ennþá skemmtilegra. Það er margt spennandi í kortunum hjá Tvíhöfða, nýtt og gamalt efni auk skemmtilegra viðburða og uppákoma. Þetta er algjör draumur fyrir alvöru aðdáendur Tvíhöfða. Eins og einhverjir myndu segja, Tvíhöfði er sómi Íslands, sverð þess og skjöldur,“ segir Auðun Bragi Kjartansson, forstöðumaður Tals, í tilkynningu. Hann bætir við að allir sem gerist áskrifendur að Tvíhöfða fyrir 15. febrúar fái þrjátíu daga áskrift að streymisveitunni Stöð 2+.
Vistaskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Enginn Tvíhöfði í haust Það verða engir Tvíhöfða-þættir í haust en þættirnir hafa verið á dagskrá á Rás 2 síðan árið 2017. Þættirnir hófu göngu sína árið 1994 en ekki er útilokað að Tvíhöfði snúi aftur seinna. 9. ágúst 2022 20:17 Jón Gnarr rifjaði upp gamla takta í símaati í FM95BLÖ Leikarinn og grínistinn Jón Gnarr var gestur hjá þeim FM95BLÖ bræðrum á FM957 á föstudaginn og hringdi hann í þrígang út og gerði símaat. 7. janúar 2019 14:30 Tvíhöfði snýr aftur: Brot af því besta Lífið á Vísi rifjar upp nokkur góð atriði úr smiðju Tvíhöfða. 28. október 2014 13:00 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Enginn Tvíhöfði í haust Það verða engir Tvíhöfða-þættir í haust en þættirnir hafa verið á dagskrá á Rás 2 síðan árið 2017. Þættirnir hófu göngu sína árið 1994 en ekki er útilokað að Tvíhöfði snúi aftur seinna. 9. ágúst 2022 20:17
Jón Gnarr rifjaði upp gamla takta í símaati í FM95BLÖ Leikarinn og grínistinn Jón Gnarr var gestur hjá þeim FM95BLÖ bræðrum á FM957 á föstudaginn og hringdi hann í þrígang út og gerði símaat. 7. janúar 2019 14:30
Tvíhöfði snýr aftur: Brot af því besta Lífið á Vísi rifjar upp nokkur góð atriði úr smiðju Tvíhöfða. 28. október 2014 13:00
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning