Í algjöru áfalli og skilja ekkert í fyrirhugaðri sölu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2023 11:33 Kristín Jónsdóttir hvetur fólk til að deila færslu sinni á Twitter. Hún er meðal vísindamanna í áfalli yfir fyrirhugaðri sölu. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir vísindamenn og viðbragðsaðila í áfalli vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra um að selja TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. Fram kom í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í gær að rekstri vélarinnar yrði hætt á árinu í hagræðingarskini. Dómsmálaráðuneytið hefði tilkynnt þetta í byrjun vikunnar og söluferli væri fram undan. Ástæðan var sögð þungur rekstur Landhelgisgæslunnar síðustu mánuði sökum gífurlegra olíuverðshækkana, meira umfangs og verri afkomu af þátttöku í Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, en vænst var. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir rekstrarhallann hafa leitt til samtals við ráðuneytið. Fjárveitingar til Gæslunnar voru auknar um sex hundruð milljónir í fjárlögum en það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhallans. „Enginn góður kostur var í stöðunni og það eru okkur sár vonbrigði að neyðast til að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar en hún er sérútbúin eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél og mikilvæg eining í almannavarnakeðju landsins,“ sagði Georg í tilkynningunni í gær. Áhöfn TF-SIFJAR á leið til Sikileyjar árið 2017 til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Frontex. Hann sagði ákvörðunina vera mikla afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar. Vélin sé ein af mikilvægustu einingum viðbragðskeðju stofnunarinnar. „Með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, brást við á Twitter í morgun og kallar eftir því að hætt verði við söluna. TF-SIF hafi skipt miklu máli í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Bárðarbungu. Vísindamenn og viðbragðsaðilar við eldgosum séu í áfalli yfir tíðindunum. Vélin hafi hjálpað til við að greina vísbendingar um möguleg flóð í vændum. Volcano responders and scientists that have experienced eruptions such as Eyjafjallajökull & Bárðarbunga are shocked over the news that @gaeslan intend to sell TF-SIF, a radar equipped airplane which has e.g. provided early outburstflood warnings. #ekkiseljatfsif #dontsellTFSIF— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) February 2, 2023 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tjáði RÚV í morgun að um stórt skref aftur á bak væri að ræða. Hann sagðist ekki skilja að þetta væri að gerast. Magnús segir þyrlur gæslunnar ekki geta sinnt sama hlutverki og flugvélin þegar kemur að viðbragði við náttúruvá eins og stóru öskugosi. „Það má eiginlega líkja þessu við það að lögreglan er í tímabundnum rekstrarerfiðleikum og selur bílana sína til þess að rétta sig af og getur þess vegna ekki farið í útköll nema fótgangandi,“ segir Magnús Tumi við RÚV. Landhelgisgæslan Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í gær að rekstri vélarinnar yrði hætt á árinu í hagræðingarskini. Dómsmálaráðuneytið hefði tilkynnt þetta í byrjun vikunnar og söluferli væri fram undan. Ástæðan var sögð þungur rekstur Landhelgisgæslunnar síðustu mánuði sökum gífurlegra olíuverðshækkana, meira umfangs og verri afkomu af þátttöku í Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, en vænst var. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir rekstrarhallann hafa leitt til samtals við ráðuneytið. Fjárveitingar til Gæslunnar voru auknar um sex hundruð milljónir í fjárlögum en það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhallans. „Enginn góður kostur var í stöðunni og það eru okkur sár vonbrigði að neyðast til að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar en hún er sérútbúin eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél og mikilvæg eining í almannavarnakeðju landsins,“ sagði Georg í tilkynningunni í gær. Áhöfn TF-SIFJAR á leið til Sikileyjar árið 2017 til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Frontex. Hann sagði ákvörðunina vera mikla afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar. Vélin sé ein af mikilvægustu einingum viðbragðskeðju stofnunarinnar. „Með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, brást við á Twitter í morgun og kallar eftir því að hætt verði við söluna. TF-SIF hafi skipt miklu máli í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Bárðarbungu. Vísindamenn og viðbragðsaðilar við eldgosum séu í áfalli yfir tíðindunum. Vélin hafi hjálpað til við að greina vísbendingar um möguleg flóð í vændum. Volcano responders and scientists that have experienced eruptions such as Eyjafjallajökull & Bárðarbunga are shocked over the news that @gaeslan intend to sell TF-SIF, a radar equipped airplane which has e.g. provided early outburstflood warnings. #ekkiseljatfsif #dontsellTFSIF— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) February 2, 2023 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tjáði RÚV í morgun að um stórt skref aftur á bak væri að ræða. Hann sagðist ekki skilja að þetta væri að gerast. Magnús segir þyrlur gæslunnar ekki geta sinnt sama hlutverki og flugvélin þegar kemur að viðbragði við náttúruvá eins og stóru öskugosi. „Það má eiginlega líkja þessu við það að lögreglan er í tímabundnum rekstrarerfiðleikum og selur bílana sína til þess að rétta sig af og getur þess vegna ekki farið í útköll nema fótgangandi,“ segir Magnús Tumi við RÚV.
Landhelgisgæslan Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira