Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að selja TF-SIF Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2023 12:25 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tilkynnti óvænt í gær að hann ætlaði að selja einu flugvél Landhelgisgæslunnar. Til þess skortir hann heimild í fjárlögum. Vísir/Sara Engin heimild er í fjárlögum þessa árs til sölu á TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar. Áform dómsmálaráðherra um sölu flugvélarinnar komu formanni fjárlaganefndar á óvart og telur hann nauðsynlegt að nefndin komi saman til að ræða þessi mál strax á morgun. Fjölmargir þingmenn lýstu hneykslan sinni á ákvörðun dómsmálaráðherra á Alþingi í morgun. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu undrun sinni og hneykslan í upphafi þingfundar yfir fréttum af því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlaði að selja TF-SIF einu flugvél Landhelgisgæslunnar. Enda hefði ekkert komið fram um þessi áform við afgreiðslu fjárlaga þessa árs fyrir aðeins sex vikum og engin heimild í fjárlögum til sölunnar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði eins og margir aðrir þingmenn að flugvélakostur Landhelgisgæslunnar væri þjóðaröryggismál.Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar reið á vaðið. „Um þetta mál hefur ekki farið nein umræða í þessum sal. Um þetta mál hefur ekki farið nein umræða í utanríkismálanefnd. Hér er um þjóðaröryggismál að að ræða á þeim sögulegu tímum sem við núna lifum,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum úr stjórnarandstöðunni steig í pontu til að tjá sig um málið. Helga Vala Helgadóttir sagði áform dómsmálaráðherra óboðleg.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók undir þessi sjónarmið. „Það er óboðlegt að ríkisfjármálastefna ríkisstjórnarinnar leiði til þess að grunninnviðir, nauðsynleg öryggistæki, eru seld til að hægt sé að halda úti öðrum rekstri,“ sagði Helga Vala. Arndís Annar Kristínar- og Gunnardóttir þingmaður Pírata sagði dómsmálaráðherra tíðrætt um að stjórnleysi ríkti í málefnum útlendinga á Íslandi. Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir sagði dómsmálaráðherra algerlega stjórnlausn.Vísir/Vilhelm „Hæstvirtur dómsmálaráðherra tekur hverja ákvörðunina á fætur annarri sem hefur afdrifarík áhrif inn í samfélagið án þess að minnast á það við nokkurn mann. Ef það er eitthvað sem er stjórnlaust í þessu samfélagi þá er það hæstvirtur dómsmálaráðherra,“ sagði Arndís Anna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sem á sæti í utanríkismálanefnd sagðist hafa óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd á næsta mánudag vegna þessa máls þar sem dómsmálaráðherra og forystumenn Landhelgisgæslunnar yrðu kallaðir fyrir. Helga Vala óskaði eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd fengi að vera með á þeim fundi eða þá að nefndin fundaði sérstaklega um málið. En fréttirnar af sölu flugvélarinnar komu ekki bara stjórnarandstöðuþingmönnum á óvart. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar kom einnig af fjöllum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar kom af fjöllum eins og aðrir þingmenn. Engin heimild væri í fjárlögum til að selja flugvél Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm „Ég tek nú undir með mörgum sem hér hafa talað. Þessi áform sem hér eru fyrirhuguð komu á óvart. Ekki síst í ljósi þess að við erum nýbúin að fjalla hér um og samþykkja fjárlög,“ sagði formaður fjárlaganefndar. Hún hefði eins og aðrir gjarnan viljað vita að þetta væri á döfinni við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Alþingi hefði þá getað tekið ákvarðanir um að bregðast við þessari stöðu. „Ég mun því boða til fundar í fjárlaganefnd á morgun og mun óska eftir viðveru dómsmálaráðherra og Landhelgisgæslunnar. Til þess að við getum farið yfir þetta mál og rætt það ofan í kjölinn. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt. Þetta er allt of stórt til þess að það fari í gegn. Og ég man svosem ekki eftir söluheimild á þessari flugvél í fjárlögunum. Þannig að ég tel að það sé mjög mikilvægt að við ræðum þetta í nefndinni og það strax á morgun,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem á sæti í þjóðaröryggisráði sagði málið heldur ekki hafa verið rætt þar. Þetta væri mál af þeirri stærðargráðu að það hlyti að verða tekið fyrir á fundi ráðsins í næstu viku. Alþingi Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Í algjöru áfalli og skilja ekkert í fyrirhugaðri sölu Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir vísindamenn og viðbragðsaðila í áfalli vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra um að selja TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. 2. febrúar 2023 11:33 Rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar hætt í hagræðingarskyni Rekstri TF-SIF, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti gæslunni þetta fyrr í vikunni og hefst söluferli á næstunni. 1. febrúar 2023 15:35 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu undrun sinni og hneykslan í upphafi þingfundar yfir fréttum af því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlaði að selja TF-SIF einu flugvél Landhelgisgæslunnar. Enda hefði ekkert komið fram um þessi áform við afgreiðslu fjárlaga þessa árs fyrir aðeins sex vikum og engin heimild í fjárlögum til sölunnar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði eins og margir aðrir þingmenn að flugvélakostur Landhelgisgæslunnar væri þjóðaröryggismál.Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar reið á vaðið. „Um þetta mál hefur ekki farið nein umræða í þessum sal. Um þetta mál hefur ekki farið nein umræða í utanríkismálanefnd. Hér er um þjóðaröryggismál að að ræða á þeim sögulegu tímum sem við núna lifum,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum úr stjórnarandstöðunni steig í pontu til að tjá sig um málið. Helga Vala Helgadóttir sagði áform dómsmálaráðherra óboðleg.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók undir þessi sjónarmið. „Það er óboðlegt að ríkisfjármálastefna ríkisstjórnarinnar leiði til þess að grunninnviðir, nauðsynleg öryggistæki, eru seld til að hægt sé að halda úti öðrum rekstri,“ sagði Helga Vala. Arndís Annar Kristínar- og Gunnardóttir þingmaður Pírata sagði dómsmálaráðherra tíðrætt um að stjórnleysi ríkti í málefnum útlendinga á Íslandi. Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir sagði dómsmálaráðherra algerlega stjórnlausn.Vísir/Vilhelm „Hæstvirtur dómsmálaráðherra tekur hverja ákvörðunina á fætur annarri sem hefur afdrifarík áhrif inn í samfélagið án þess að minnast á það við nokkurn mann. Ef það er eitthvað sem er stjórnlaust í þessu samfélagi þá er það hæstvirtur dómsmálaráðherra,“ sagði Arndís Anna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sem á sæti í utanríkismálanefnd sagðist hafa óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd á næsta mánudag vegna þessa máls þar sem dómsmálaráðherra og forystumenn Landhelgisgæslunnar yrðu kallaðir fyrir. Helga Vala óskaði eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd fengi að vera með á þeim fundi eða þá að nefndin fundaði sérstaklega um málið. En fréttirnar af sölu flugvélarinnar komu ekki bara stjórnarandstöðuþingmönnum á óvart. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar kom einnig af fjöllum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar kom af fjöllum eins og aðrir þingmenn. Engin heimild væri í fjárlögum til að selja flugvél Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm „Ég tek nú undir með mörgum sem hér hafa talað. Þessi áform sem hér eru fyrirhuguð komu á óvart. Ekki síst í ljósi þess að við erum nýbúin að fjalla hér um og samþykkja fjárlög,“ sagði formaður fjárlaganefndar. Hún hefði eins og aðrir gjarnan viljað vita að þetta væri á döfinni við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Alþingi hefði þá getað tekið ákvarðanir um að bregðast við þessari stöðu. „Ég mun því boða til fundar í fjárlaganefnd á morgun og mun óska eftir viðveru dómsmálaráðherra og Landhelgisgæslunnar. Til þess að við getum farið yfir þetta mál og rætt það ofan í kjölinn. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt. Þetta er allt of stórt til þess að það fari í gegn. Og ég man svosem ekki eftir söluheimild á þessari flugvél í fjárlögunum. Þannig að ég tel að það sé mjög mikilvægt að við ræðum þetta í nefndinni og það strax á morgun,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem á sæti í þjóðaröryggisráði sagði málið heldur ekki hafa verið rætt þar. Þetta væri mál af þeirri stærðargráðu að það hlyti að verða tekið fyrir á fundi ráðsins í næstu viku.
Alþingi Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Í algjöru áfalli og skilja ekkert í fyrirhugaðri sölu Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir vísindamenn og viðbragðsaðila í áfalli vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra um að selja TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. 2. febrúar 2023 11:33 Rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar hætt í hagræðingarskyni Rekstri TF-SIF, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti gæslunni þetta fyrr í vikunni og hefst söluferli á næstunni. 1. febrúar 2023 15:35 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Í algjöru áfalli og skilja ekkert í fyrirhugaðri sölu Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir vísindamenn og viðbragðsaðila í áfalli vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra um að selja TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. 2. febrúar 2023 11:33
Rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar hætt í hagræðingarskyni Rekstri TF-SIF, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti gæslunni þetta fyrr í vikunni og hefst söluferli á næstunni. 1. febrúar 2023 15:35