Heimgreiðslur, mannekla í leikskólum og viðbrögð skólayfirvalda vegna skólaforðunar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 3. febrúar 2023 12:30 Næstu mál okkar Flokks fólksins í borgarstjórn 7. febrúar snúa annars vegar að tillögu um heimgreiðslu vegna alvarlegra manneklu í leikskólum og langs biðlista og hins vegar að umræðu um orsakir skólaforðunar og viðbrögð skólayfirvalda og fagfólks skóla þegar barn glímir við skólaforðun. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt til í borgarstjórn að foreldrar yngstu barnanna hafi val um að þiggja heimgreiðslur meðan beðið er eftir leikskólaplássi. Þetta úrræði væri val fyrir foreldra fyrstu tvö ár barnsins. Einhverjir foreldrar hafa tækifæri til að vera heima hjá barni sínu fyrstu misserin. Heimgreiðsluúrræðið myndi því mögulega stytta biðlista leikskólanna sem eru í sögulegu hámarki vegna manneklu, myglu í leikskólahúsnæði og seinkun á verkefninu Brúum bilið. Skólaforðun, orsakir og úrræði Hitt mál Flokks fólksins fyrir borgarstjórn er umræða um orsakir skólaforðunar og viðbrögð skólayfirvalda og fagfólks skóla þegar barn glímir við skólaforðun. Umræða um skólaforðun hefur aukist nokkuð síðan Velferðarvaktin fór að kanna umfang hennar. Nýlega var haldið málþing um skólaforðun. Skólaforðun felst í því að börn og ungmenni forðast að fara í skólann af einhverri ástæðu/ástæðum. Um þúsund íslensk börn eru talin glíma við skólaforðun og treysta sér ekki til að mæta í skólann. Skólaforðun er ekki nýtt vandamál. Þær ástæður eða orsakir sem helst eru nefndar eru mest raktar til andlegrar vanlíðunar og kvíða. Ástæður og orsakir kvíða geta verið margvíslegar og margslungnar. Borgarfulltrúi Flokks fólksins kallar eftir umræðu um helstu orsakir og það faglega umhverfi, ferli sem mál af þessu tagi fara í reykvískum grunnskólum. Kallað er eftir umræðu um samræmd viðmið við að greina skólaforðun og hvernig þau viðmið geta nýst. Einnig er óskað eftir viðbrögðum meirihlutans við þeirri staðreynd að fagfólki skólans hefur ekki fjölgað síðustu ár samhliða fjölgun nemenda. Öll þekkjum við biðlistann hjá Skólaþjónustunni í Reykjavík. Með hverri viku lengist listinn. Gera má því skóna að ákveðinn fjöldi barna á biðlistanum glími við skólaforðun. Allir helstu lykilaðilar hafa rætt um biðlista barna til sálfræðinga og öðru fagfólki jafnt í ræðu, riti og á málþingum. Margir foreldrar í angist sinni upplifa sem kerfið hafi gefist upp á barni sínu og fjölskyldunni. Barnasáttmálinn sem lögleiddur er á Íslandi hefur ekki verið innleiddur í Reykjavík. Ef horft er til innihalds Barnasáttmálans má segja að brotið sé daglega á börnum í Reykvísku skólakerfi. Í þessum málum sem öðrum tengdum börnum er ekki í boði að gera ekki neitt, eða gera lítið sem ekkert. Áhrif og afleiðingar langvinnrar skólaforðunar getur leitt til félagslegrar fötlunar einstaklingsins sem kemur niður á möguleikum hans að fara í frekara nám eða að stunda vinnu. Ef ekki næst að finna viðunandi lausn getur það litað allt líf þessara einstaklinga sem er ekki aðeins skaði þeirra heldur samfélagsins alls. Það er von okkar í Flokki fólksins að um þessi mál verði gagnleg umræða á þriðjudaginn næstkomandi og að tillögunni um heimgreiðslur verði vísað til frekari skoðunar en ekki vísað frá eða felld. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Borgarstjórn Reykjavík Börn og uppeldi Leikskólar Fjölskyldumál Grunnskólar Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Næstu mál okkar Flokks fólksins í borgarstjórn 7. febrúar snúa annars vegar að tillögu um heimgreiðslu vegna alvarlegra manneklu í leikskólum og langs biðlista og hins vegar að umræðu um orsakir skólaforðunar og viðbrögð skólayfirvalda og fagfólks skóla þegar barn glímir við skólaforðun. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt til í borgarstjórn að foreldrar yngstu barnanna hafi val um að þiggja heimgreiðslur meðan beðið er eftir leikskólaplássi. Þetta úrræði væri val fyrir foreldra fyrstu tvö ár barnsins. Einhverjir foreldrar hafa tækifæri til að vera heima hjá barni sínu fyrstu misserin. Heimgreiðsluúrræðið myndi því mögulega stytta biðlista leikskólanna sem eru í sögulegu hámarki vegna manneklu, myglu í leikskólahúsnæði og seinkun á verkefninu Brúum bilið. Skólaforðun, orsakir og úrræði Hitt mál Flokks fólksins fyrir borgarstjórn er umræða um orsakir skólaforðunar og viðbrögð skólayfirvalda og fagfólks skóla þegar barn glímir við skólaforðun. Umræða um skólaforðun hefur aukist nokkuð síðan Velferðarvaktin fór að kanna umfang hennar. Nýlega var haldið málþing um skólaforðun. Skólaforðun felst í því að börn og ungmenni forðast að fara í skólann af einhverri ástæðu/ástæðum. Um þúsund íslensk börn eru talin glíma við skólaforðun og treysta sér ekki til að mæta í skólann. Skólaforðun er ekki nýtt vandamál. Þær ástæður eða orsakir sem helst eru nefndar eru mest raktar til andlegrar vanlíðunar og kvíða. Ástæður og orsakir kvíða geta verið margvíslegar og margslungnar. Borgarfulltrúi Flokks fólksins kallar eftir umræðu um helstu orsakir og það faglega umhverfi, ferli sem mál af þessu tagi fara í reykvískum grunnskólum. Kallað er eftir umræðu um samræmd viðmið við að greina skólaforðun og hvernig þau viðmið geta nýst. Einnig er óskað eftir viðbrögðum meirihlutans við þeirri staðreynd að fagfólki skólans hefur ekki fjölgað síðustu ár samhliða fjölgun nemenda. Öll þekkjum við biðlistann hjá Skólaþjónustunni í Reykjavík. Með hverri viku lengist listinn. Gera má því skóna að ákveðinn fjöldi barna á biðlistanum glími við skólaforðun. Allir helstu lykilaðilar hafa rætt um biðlista barna til sálfræðinga og öðru fagfólki jafnt í ræðu, riti og á málþingum. Margir foreldrar í angist sinni upplifa sem kerfið hafi gefist upp á barni sínu og fjölskyldunni. Barnasáttmálinn sem lögleiddur er á Íslandi hefur ekki verið innleiddur í Reykjavík. Ef horft er til innihalds Barnasáttmálans má segja að brotið sé daglega á börnum í Reykvísku skólakerfi. Í þessum málum sem öðrum tengdum börnum er ekki í boði að gera ekki neitt, eða gera lítið sem ekkert. Áhrif og afleiðingar langvinnrar skólaforðunar getur leitt til félagslegrar fötlunar einstaklingsins sem kemur niður á möguleikum hans að fara í frekara nám eða að stunda vinnu. Ef ekki næst að finna viðunandi lausn getur það litað allt líf þessara einstaklinga sem er ekki aðeins skaði þeirra heldur samfélagsins alls. Það er von okkar í Flokki fólksins að um þessi mál verði gagnleg umræða á þriðjudaginn næstkomandi og að tillögunni um heimgreiðslur verði vísað til frekari skoðunar en ekki vísað frá eða felld. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun