Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Sigurður Orri Kristjánsson og Árni Sæberg skrifa 6. febrúar 2023 23:43 Sólveig Anna, Aðalsteinn og Halldór Benjamín voru í brennideplinum í dag. Vísir Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. Vendingar dagsins gerðu kjaradeiluna síst einfaldari en fljótlega eftir hádegi úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að Eflingu bæri skylda til þess að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt svo atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna sem ríkissáttaasemjari lagði fram geti farið fram sem fyrst. Formaður Eflingar sagði úrskurðinn ósanngjarnan „Þetta er auðvitað rangur og ósanngjarn úrskurður, það eru fyrstu mín viðbrögð, Það er búið að kveða upp dóm um að við eigum afhenda kjörskrána.“ Rétt rúmlega klukkutíma síðar úrskurðaði félagsdómur að verkfall Eflingar sem á að byrja í hádeginu á morgun hafi verið boðað með löglegum hætti. Sólveig Anna sagði verkfallsaðgerðir fara fram samkvæmt plani. „Þetta verkfall er löglegt, aðgerðir hefjast á morgun á hádegi.“ Sólveig Anna var í skýjunum með niðurstöðuna í Félagsdómi. Hún ætlar ekki að afhenda félagatal Eflingar að svo stöddu þrátt fyrir dóm þess efnis í héraði í morgun.Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðslan muni fara fram Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði fyrri úrskurð dagsins stærra mál og vill að Efling endurskoði verkfallsboðunina. „Aðalatriðið er að það féll dómur í morgun þar sem Eflingu er gert að afhenda félagatal sitt sem þýðir að það sem forysta Eflingar óttast mest er að fram fari kosning á meðal félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sú atkvæðagreiðsla mun fara fram. Ég fagna því og við hljótum að velta því fyrir okkur í beinu framhaldi hvort að ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Eflingu að þau fresti boðuðu verkfalli í ljósi þess að ekki er lengur ágreiningur um það hvort þeim beri að afhenda atkvæðaskrá til ríkissáttasemjara.“ Boltinn hjá embættismönnum ríkisins. „Það hlýtur að vera þannig að dómur hefur úrskurðað um innsetningarbeiðni. Þá hljóta þar til bærir embættismenn að einhenda sér í það verkefni að ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/Egill Formaður Eflingar er hins vegar ekki á þeim buxunum. „Eins og ég segi, ég reikna ekki með öðru en að það hljóti að fara svo að við fáum flýtimeðferð og á meðan við bíðum niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána,“ segir Sólveig Anna. Úrskurðurinn tali sínu máli Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir úrskurð héraðsdóms skýran. „Dómur héraðsdóms er ákaflega skýr. Í fyrsta lagi þá tekur héraðsdómur allan vafa um það að þessi miðlunartillaga er sett fram lögum samkvæmt þannig að miðlunartillagan er fullkomlega löglega fram sett. Í annan stað segir héraðsdómur hátt og skýrt að Eflingu ber að veita félagsmönnum tækifæri til þess að greiða atkvæði um miðlunartillöguna sem er það sem málið snýst um.“ Formaður Eflingar sagði félagið ekki ætla að afhenda félagatalið fyrr en æðra dómstig hefur úrskurðað. Aðalsteinn hefur trú á því að félagið fylgi úrskurðinum þrátt fyrir það. „Ég neita að trúa því að Efling fylgi ekki lögum eða að forysta félagsins fylgi ekki dómi héraðsdóms.“ Kemst ekki snemma á fund vegna anna Aðalsteinn hefur boðað deilandi fylkingar á sinn fund á morgun en Sólveig Anna segist ekki komast á fundinn jafnsnemma og hann hefði viljað. Hún svaraði fundarboði hans opinberlega í kvöld. Þá sagðist hún ekki hafa trú á því að ríkissáttasemjari muni knýja fram aðför til þess að fjá umdeilda félagaskrá Eflingar afhenta. Með því væri hann að grafa undan rétti verkalýðsfélags til réttlátrar málsmeðferðar. Kjaraviðræður 2022-23 Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Héraðsdómur segir Eflingu að afhenda sáttasemjara félagatalið Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu á öðrum tímanum. 6. febrúar 2023 13:17 Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Fleiri fréttir Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Sjá meira
Vendingar dagsins gerðu kjaradeiluna síst einfaldari en fljótlega eftir hádegi úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að Eflingu bæri skylda til þess að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt svo atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna sem ríkissáttaasemjari lagði fram geti farið fram sem fyrst. Formaður Eflingar sagði úrskurðinn ósanngjarnan „Þetta er auðvitað rangur og ósanngjarn úrskurður, það eru fyrstu mín viðbrögð, Það er búið að kveða upp dóm um að við eigum afhenda kjörskrána.“ Rétt rúmlega klukkutíma síðar úrskurðaði félagsdómur að verkfall Eflingar sem á að byrja í hádeginu á morgun hafi verið boðað með löglegum hætti. Sólveig Anna sagði verkfallsaðgerðir fara fram samkvæmt plani. „Þetta verkfall er löglegt, aðgerðir hefjast á morgun á hádegi.“ Sólveig Anna var í skýjunum með niðurstöðuna í Félagsdómi. Hún ætlar ekki að afhenda félagatal Eflingar að svo stöddu þrátt fyrir dóm þess efnis í héraði í morgun.Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðslan muni fara fram Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði fyrri úrskurð dagsins stærra mál og vill að Efling endurskoði verkfallsboðunina. „Aðalatriðið er að það féll dómur í morgun þar sem Eflingu er gert að afhenda félagatal sitt sem þýðir að það sem forysta Eflingar óttast mest er að fram fari kosning á meðal félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sú atkvæðagreiðsla mun fara fram. Ég fagna því og við hljótum að velta því fyrir okkur í beinu framhaldi hvort að ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Eflingu að þau fresti boðuðu verkfalli í ljósi þess að ekki er lengur ágreiningur um það hvort þeim beri að afhenda atkvæðaskrá til ríkissáttasemjara.“ Boltinn hjá embættismönnum ríkisins. „Það hlýtur að vera þannig að dómur hefur úrskurðað um innsetningarbeiðni. Þá hljóta þar til bærir embættismenn að einhenda sér í það verkefni að ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/Egill Formaður Eflingar er hins vegar ekki á þeim buxunum. „Eins og ég segi, ég reikna ekki með öðru en að það hljóti að fara svo að við fáum flýtimeðferð og á meðan við bíðum niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána,“ segir Sólveig Anna. Úrskurðurinn tali sínu máli Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir úrskurð héraðsdóms skýran. „Dómur héraðsdóms er ákaflega skýr. Í fyrsta lagi þá tekur héraðsdómur allan vafa um það að þessi miðlunartillaga er sett fram lögum samkvæmt þannig að miðlunartillagan er fullkomlega löglega fram sett. Í annan stað segir héraðsdómur hátt og skýrt að Eflingu ber að veita félagsmönnum tækifæri til þess að greiða atkvæði um miðlunartillöguna sem er það sem málið snýst um.“ Formaður Eflingar sagði félagið ekki ætla að afhenda félagatalið fyrr en æðra dómstig hefur úrskurðað. Aðalsteinn hefur trú á því að félagið fylgi úrskurðinum þrátt fyrir það. „Ég neita að trúa því að Efling fylgi ekki lögum eða að forysta félagsins fylgi ekki dómi héraðsdóms.“ Kemst ekki snemma á fund vegna anna Aðalsteinn hefur boðað deilandi fylkingar á sinn fund á morgun en Sólveig Anna segist ekki komast á fundinn jafnsnemma og hann hefði viljað. Hún svaraði fundarboði hans opinberlega í kvöld. Þá sagðist hún ekki hafa trú á því að ríkissáttasemjari muni knýja fram aðför til þess að fjá umdeilda félagaskrá Eflingar afhenta. Með því væri hann að grafa undan rétti verkalýðsfélags til réttlátrar málsmeðferðar.
Kjaraviðræður 2022-23 Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Héraðsdómur segir Eflingu að afhenda sáttasemjara félagatalið Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu á öðrum tímanum. 6. febrúar 2023 13:17 Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Fleiri fréttir Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Sjá meira
Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34
Héraðsdómur segir Eflingu að afhenda sáttasemjara félagatalið Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu á öðrum tímanum. 6. febrúar 2023 13:17
Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37