Hvert húsið hrundi á eftir öðru Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2023 20:00 Leitað í rústum í Adana í Tyrklandi. AP/Khalil Hamra Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg í kjölfar öflugra jarðskjálfta sem orðið hafa í Tyrklandi og Sýrlandi. Fjölmargir eru dánir en þeim mun líklegast fjölga mikið á næstu dögum. Skjálftarnir ollu gífurlegum skemmdum í báðum löndum. Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt þeim stóra. Minnst 145 eftirskjálftar hafa greinst og þar af þrír stærri en sex stig. Fjölmörg hús hafa hrunið í bæði Tyrklandi og Sýrlandi og eru skemmdirnar mjög umfangsmiklar. Fyrir skjálftana hafa vetrarhörkur valdið íbúum í Suður-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi miklum ama. Milljónir manna halda til í flóttamannabúðum á svæðinu eftir langvarandi átök í Sýrlandi. „Þetta var eins og heimsendir,“ segir Abdul Salam al-Mahmoud, sem býr í Atareb í norðurhluta Sýrlands. „Það er mjög kalt og mikil rigning. Það þarf að bjarga fólki.“ Heilbrigðisráðherra Tyrklands segir minnst 1.651 hafa dáið í Tyrklandi og 11.119 séu slasaðir. Vitað er að nærri því 1.300 hafi dáið í Sýrlandi, samkvæmt yfirvöldum þar en líklegt er þessar tölur muni hækka á komandi dögum. Tyrkir hafa birt mörg myndbönd á samfélagsmiðlum í dag sem sýna heilu fjölbýlishúsin hrynja. Ljóst er að eyðileggingin er gífurlega mikil. Newly constructed building in Malatya, Turkey pic.twitter.com/WhDqW5LE2Y— Faytuks News (@Faytuks) February 6, 2023 Fjölmörg ríki heims eru að senda björgunarsveitir og annars konar aðstoð á svæðið Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi. Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Fyrrverandi leikmaður Newcastle grafinn undir rústum eftir jarðskjálftann mikla Leit stendur nú yfir að ganverska fótboltamanninum Christian Atsu. Talið er að hann hafi grafist undir rústum eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi. 6. febrúar 2023 13:03 Þrettán hundruð talin látin og óttast um mun fleiri Fjöldi látinna er kominn í að minnsta kosti 1.300 manns eftir að mikill skjálfti reið yfir í suðausturhluta Tyrklands í nótt. 6. febrúar 2023 12:10 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt þeim stóra. Minnst 145 eftirskjálftar hafa greinst og þar af þrír stærri en sex stig. Fjölmörg hús hafa hrunið í bæði Tyrklandi og Sýrlandi og eru skemmdirnar mjög umfangsmiklar. Fyrir skjálftana hafa vetrarhörkur valdið íbúum í Suður-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi miklum ama. Milljónir manna halda til í flóttamannabúðum á svæðinu eftir langvarandi átök í Sýrlandi. „Þetta var eins og heimsendir,“ segir Abdul Salam al-Mahmoud, sem býr í Atareb í norðurhluta Sýrlands. „Það er mjög kalt og mikil rigning. Það þarf að bjarga fólki.“ Heilbrigðisráðherra Tyrklands segir minnst 1.651 hafa dáið í Tyrklandi og 11.119 séu slasaðir. Vitað er að nærri því 1.300 hafi dáið í Sýrlandi, samkvæmt yfirvöldum þar en líklegt er þessar tölur muni hækka á komandi dögum. Tyrkir hafa birt mörg myndbönd á samfélagsmiðlum í dag sem sýna heilu fjölbýlishúsin hrynja. Ljóst er að eyðileggingin er gífurlega mikil. Newly constructed building in Malatya, Turkey pic.twitter.com/WhDqW5LE2Y— Faytuks News (@Faytuks) February 6, 2023 Fjölmörg ríki heims eru að senda björgunarsveitir og annars konar aðstoð á svæðið Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi.
Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Fyrrverandi leikmaður Newcastle grafinn undir rústum eftir jarðskjálftann mikla Leit stendur nú yfir að ganverska fótboltamanninum Christian Atsu. Talið er að hann hafi grafist undir rústum eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi. 6. febrúar 2023 13:03 Þrettán hundruð talin látin og óttast um mun fleiri Fjöldi látinna er kominn í að minnsta kosti 1.300 manns eftir að mikill skjálfti reið yfir í suðausturhluta Tyrklands í nótt. 6. febrúar 2023 12:10 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Fyrrverandi leikmaður Newcastle grafinn undir rústum eftir jarðskjálftann mikla Leit stendur nú yfir að ganverska fótboltamanninum Christian Atsu. Talið er að hann hafi grafist undir rústum eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi. 6. febrúar 2023 13:03
Þrettán hundruð talin látin og óttast um mun fleiri Fjöldi látinna er kominn í að minnsta kosti 1.300 manns eftir að mikill skjálfti reið yfir í suðausturhluta Tyrklands í nótt. 6. febrúar 2023 12:10