„Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2023 20:15 Jóhann Már Helgason, sérfræðingur í fjármálum knattspyrnufélaga. Vísir/Sigurjón Enska úrvalsdeildin ákvað í dag að kæra Manchester City fyrir yfir eitt hundrað brot á fjárhagsreglum deildarinnar. Sú ákvörðun gæti haft alvarlega afleiðingar. „Það má segja að þetta sé framhald af málinu sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, höfðaði gegn Manchester City á sínum tíma. Það sneri að gagnaleka sem átti sér stað árið 2017 eftir að þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti ítarlega grein. Hún fjallaði um það að Man City er búið að oftelja tekjur frá styrktaraðilum, þá aðallega samninginn við Etihad þar sem þeir eru að þiggja greiðslur frá þriðja aðila og Etihad er að borga þeim töluvert lægri fjárhæðir fyrir vikið,“ segir Jóhann Már. „Þetta er ólöglegt og nú er enska úrvalsdeildin búin að höfða mál gegn Man City og ef illa fer gæti félagið verið í slæmum málum.“ „Einnig er vert að taka fram að þjálfarinn Roberto Mancini, fyrrverandi þjálfari liðsins, var talinn hafa þegið greiðslur frá þriðja aðila líka. Aðeins hluti af greiðslunum kom frá Man City, þá ertu farinn að vantelja gjöld og þá er þetta allt hálfgert bókhalds-fiff.“ Hversu langan tíma gæti tekið að fá niðurstöðu í málið? „Erfitt að segja til um það því ég held að þessi niðurstaða frá þessum félagsdómi sem nú tekur til starfa þarf ekki að vera of löng en Man City mun væntanlega áfrýja ef þeir tapa og þá mun það mál vera rekið fyrir breskum dómstólum. Það gæti tekið býsna langan tíma.“ Hverjar gætu orðið afleiðingarnar? „Gætu verið sviptir titlunum sem þeir unnu frá frá 2009 til 2018. Það eru þrír úrvalsdeildartitlar ásamt einum bikartitli og þremur deildarbikartitlum. Einnig gætu þeir verið felldir niður um deild, fengið stórar fjársektir, æðstu stjórnendur dæmdir í löng bönn eða þá misst stig á yfirstandandi tímabili.“ „Það er í raun allt upp á borðinu þar sem það eru engin fordæmi fyrir þessu. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi á þessu stigi,“ sagði Jóhann Már að lokum. Fótbolti Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
„Það má segja að þetta sé framhald af málinu sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, höfðaði gegn Manchester City á sínum tíma. Það sneri að gagnaleka sem átti sér stað árið 2017 eftir að þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti ítarlega grein. Hún fjallaði um það að Man City er búið að oftelja tekjur frá styrktaraðilum, þá aðallega samninginn við Etihad þar sem þeir eru að þiggja greiðslur frá þriðja aðila og Etihad er að borga þeim töluvert lægri fjárhæðir fyrir vikið,“ segir Jóhann Már. „Þetta er ólöglegt og nú er enska úrvalsdeildin búin að höfða mál gegn Man City og ef illa fer gæti félagið verið í slæmum málum.“ „Einnig er vert að taka fram að þjálfarinn Roberto Mancini, fyrrverandi þjálfari liðsins, var talinn hafa þegið greiðslur frá þriðja aðila líka. Aðeins hluti af greiðslunum kom frá Man City, þá ertu farinn að vantelja gjöld og þá er þetta allt hálfgert bókhalds-fiff.“ Hversu langan tíma gæti tekið að fá niðurstöðu í málið? „Erfitt að segja til um það því ég held að þessi niðurstaða frá þessum félagsdómi sem nú tekur til starfa þarf ekki að vera of löng en Man City mun væntanlega áfrýja ef þeir tapa og þá mun það mál vera rekið fyrir breskum dómstólum. Það gæti tekið býsna langan tíma.“ Hverjar gætu orðið afleiðingarnar? „Gætu verið sviptir titlunum sem þeir unnu frá frá 2009 til 2018. Það eru þrír úrvalsdeildartitlar ásamt einum bikartitli og þremur deildarbikartitlum. Einnig gætu þeir verið felldir niður um deild, fengið stórar fjársektir, æðstu stjórnendur dæmdir í löng bönn eða þá misst stig á yfirstandandi tímabili.“ „Það er í raun allt upp á borðinu þar sem það eru engin fordæmi fyrir þessu. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi á þessu stigi,“ sagði Jóhann Már að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira