Hvar eru varðhundar markaðsfrelsis nú? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. febrúar 2023 08:30 Erjur Eflingar og SA hafa verið mikið í fjölmiðlum en ég hef ekki enn rekist á sanna hægri frelsissinna eða talsmenn hins frjálsa markaðar leggja orð í belg. Vissulega hefur SA farið mikinn í að reyna höfða til tilfinninga fólks, talandi um heildarmyndina og að það verði að gæta að höfrungahlaupi, verðbólgu og ýmsu fleiru. Allir sem trúa á og vilja frjálsan markað, allir þeir sem vilja að einstaklingurinn hafi fullt samningsfrelsi, sjá hinsvegar að þau rök eru aumt yfirklór til að réttlæta afstöðu SA og koma Eflingarmönnum ekkert við. Það leiðir einfaldlega af því að Eflingarmenn eru bara fólk að berjast fyrir bættum kjörum. Því kemur ekkert við hvað aðrir gera í framhaldinu eða hvort X, Y eða Z. Það eina sem skiptir það fólk máli í þessu samhengi er að tryggja sér betri kjör og nota til þess samningstöðu sína til fulls, ekki bara þannig að hún sé þæginleg fyrir aðra. Í kapítalísku markaðskerfi ber enginn neina ábyrgð umfram það í launaviðræðum, jafnvel þó um hóp af láglaunafólki sé að ráða. En það er nú nokkuð sem hægri menn vita og því í raun óþarfi að velta upp. En þessu til viðbótar er nokkuð auðsannað að SA menn trúa sjálfir ekki því sem þeir eru að segja eða telja það amk ekki eiga við sig. Það er auðséð á því að SA menn vinna sjálfir á mjög góðum launum og fannst því ekkert að því að nota eigin samningsstöðu til þess að tryggja sér góð laun. Það voru því engar stórfelldar áhyggjur af því að þeirra laun hefðu áhrif á verðlag eða að aðrir vildu þá líka góð laun. Nema að krónurnar sem leggjast á laun yfir t.d. meðallaunum séu einhverra hluta vegna bundnar öðrum lögmálum en krónurnar sem fara í vasa láglaunamanna? Nei, bara Jón og séra Jón. Það eru bara sumir sem þurfa að hafa áhyggjur af samfélaginu og eiga því að takmarka samningsstöðu sína. En ekki SA, ekki sérfræðingar, ekki fyrirtækjaeigendur, nei bara láglaunamenn. Ég er ekki hissa á þessum málflutningi SA, þverrt á móti, þetta tal þeirra er einfaldlega liður í að reyna vinna almenning á sitt band og vinna samningaviðræðurnar. Mér þykir þó undarlegt að sönnu hægri markaðshugsandi menn þessa lands fordæmi þó ekki þetta tal SA. Að þeir komi ekki Eflingarmönnum til varnar, að þeir verji ekki samningsfrelsi fólks þegar virkilega á reynir hjá stórum hluta samfélagsins. Að þeim finnist eðlilegt að SA fái að ætla öðrum ábyrgð sem er á skjön við hvað markaðurinn ætlar þeim, á sama tíma og SA menn gangast ekki við sömu ábyrgð sjálfir. Hvar eru fordæmingar Ungra Sjálfstæðismanna, Viðskiptaráðs og annarra slíkra samtaka? Hvar er þessi einn fjórði þjóðarinnar sem kýs flokk einstaklingsfrelsisins? Hvar er allt fólkið sem sífellt talar um mikilvægi skattalækkanna, að minnka ríkisumsvif, mikilvægi þess að við séum ekki að hefta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja? Er þeim sama um samkeppnishæfni almennings til launaviðræðna? Getur verið að allir þessir einstaklingar, öll þessi batterí, séu hreinlega pilsfaldskapítalistar? Höfundur er viðskiptafræðingur og vonast til að vera rengdur eða sjá fordæmingar frá þessum hópum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Erjur Eflingar og SA hafa verið mikið í fjölmiðlum en ég hef ekki enn rekist á sanna hægri frelsissinna eða talsmenn hins frjálsa markaðar leggja orð í belg. Vissulega hefur SA farið mikinn í að reyna höfða til tilfinninga fólks, talandi um heildarmyndina og að það verði að gæta að höfrungahlaupi, verðbólgu og ýmsu fleiru. Allir sem trúa á og vilja frjálsan markað, allir þeir sem vilja að einstaklingurinn hafi fullt samningsfrelsi, sjá hinsvegar að þau rök eru aumt yfirklór til að réttlæta afstöðu SA og koma Eflingarmönnum ekkert við. Það leiðir einfaldlega af því að Eflingarmenn eru bara fólk að berjast fyrir bættum kjörum. Því kemur ekkert við hvað aðrir gera í framhaldinu eða hvort X, Y eða Z. Það eina sem skiptir það fólk máli í þessu samhengi er að tryggja sér betri kjör og nota til þess samningstöðu sína til fulls, ekki bara þannig að hún sé þæginleg fyrir aðra. Í kapítalísku markaðskerfi ber enginn neina ábyrgð umfram það í launaviðræðum, jafnvel þó um hóp af láglaunafólki sé að ráða. En það er nú nokkuð sem hægri menn vita og því í raun óþarfi að velta upp. En þessu til viðbótar er nokkuð auðsannað að SA menn trúa sjálfir ekki því sem þeir eru að segja eða telja það amk ekki eiga við sig. Það er auðséð á því að SA menn vinna sjálfir á mjög góðum launum og fannst því ekkert að því að nota eigin samningsstöðu til þess að tryggja sér góð laun. Það voru því engar stórfelldar áhyggjur af því að þeirra laun hefðu áhrif á verðlag eða að aðrir vildu þá líka góð laun. Nema að krónurnar sem leggjast á laun yfir t.d. meðallaunum séu einhverra hluta vegna bundnar öðrum lögmálum en krónurnar sem fara í vasa láglaunamanna? Nei, bara Jón og séra Jón. Það eru bara sumir sem þurfa að hafa áhyggjur af samfélaginu og eiga því að takmarka samningsstöðu sína. En ekki SA, ekki sérfræðingar, ekki fyrirtækjaeigendur, nei bara láglaunamenn. Ég er ekki hissa á þessum málflutningi SA, þverrt á móti, þetta tal þeirra er einfaldlega liður í að reyna vinna almenning á sitt band og vinna samningaviðræðurnar. Mér þykir þó undarlegt að sönnu hægri markaðshugsandi menn þessa lands fordæmi þó ekki þetta tal SA. Að þeir komi ekki Eflingarmönnum til varnar, að þeir verji ekki samningsfrelsi fólks þegar virkilega á reynir hjá stórum hluta samfélagsins. Að þeim finnist eðlilegt að SA fái að ætla öðrum ábyrgð sem er á skjön við hvað markaðurinn ætlar þeim, á sama tíma og SA menn gangast ekki við sömu ábyrgð sjálfir. Hvar eru fordæmingar Ungra Sjálfstæðismanna, Viðskiptaráðs og annarra slíkra samtaka? Hvar er þessi einn fjórði þjóðarinnar sem kýs flokk einstaklingsfrelsisins? Hvar er allt fólkið sem sífellt talar um mikilvægi skattalækkanna, að minnka ríkisumsvif, mikilvægi þess að við séum ekki að hefta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja? Er þeim sama um samkeppnishæfni almennings til launaviðræðna? Getur verið að allir þessir einstaklingar, öll þessi batterí, séu hreinlega pilsfaldskapítalistar? Höfundur er viðskiptafræðingur og vonast til að vera rengdur eða sjá fordæmingar frá þessum hópum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun