Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. febrúar 2023 12:46 Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir hópinn sem heldur til Tyrklands í dag. Landsbjörg Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. Níu manna sérfræðingahópur á vegum Landsbjargar heldur til Tyrklands með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, eftir hádegi í dag. Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir hópinn, sem mun sinna aðgerðastjórnun. „Við fljúgum inn til Adana. En hvað nákvæmlega tekur við síðan veit ég ekki. Það fer eftir því hvernig aðgerðirnar þróast og hvar þörfin er mest.“ Sólveig stýrði æfingu fyrir svipaðar hamfarir í Tyrklandi á síðasta ári. „Og það munar mjög miklu, bæði fyrir okkur sem eru að fara í útkallið, að hafa tekið þátt í æfingu, og fyrir Tyrkina. Það munar öllu að æfa, og æfa á svona stöðum þar sem geta orðið svona stórir atburðir geta orðið. Já, það skiptir verulegu máli,“ segir Sólveig. Uppfært klukkan 14:54 Flugi TF-SIF hefur verið frestað vegna veðurs á flugleiðinni. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að staðan verði endurmetin í fyrramálið. Björgunarstarf virðist óskipulagt Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep í suðurhluta Tyrklands. Hún varði nóttinni í skóla í borginni ásamt mörgum öðrum, en hún býr á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Fréttastofa ræddi við hana í morgun. Hún segir óráðið hvenær hún snýr aftur þangað. Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep. Hún gisti í skóla í borginni í nótt.Aðsend „Ég þarf bara að ræða við þau hversu lengi ég get verið hérna. Við erum bara öll að bíða eftir frekari upplýsingum. Ég er komin með eitthvað app þar sem eiga að koma fréttir en það hefur ekki verið uppfært síðan í gær,“ segir Eygló. Víða sé enn verið að leita að fólki í húsarústum. „Ég hitti hérna konu áðan, hún er tyrknesk og maðurinn hennar er í hernum. Hún sagði mér að [björgunarstarf] hafi verið frekar óskipulagt.“ Hún hafi heyrt af því að skortur sé á tækjum til björgunarstarfs. „Bara það að hún segi mér að það sé verið að bera fólk á bakinu og ekki með börur,“ segir Eygló. Tyrkland Björgunarsveitir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Níu manna sérfræðingahópur á vegum Landsbjargar heldur til Tyrklands með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, eftir hádegi í dag. Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir hópinn, sem mun sinna aðgerðastjórnun. „Við fljúgum inn til Adana. En hvað nákvæmlega tekur við síðan veit ég ekki. Það fer eftir því hvernig aðgerðirnar þróast og hvar þörfin er mest.“ Sólveig stýrði æfingu fyrir svipaðar hamfarir í Tyrklandi á síðasta ári. „Og það munar mjög miklu, bæði fyrir okkur sem eru að fara í útkallið, að hafa tekið þátt í æfingu, og fyrir Tyrkina. Það munar öllu að æfa, og æfa á svona stöðum þar sem geta orðið svona stórir atburðir geta orðið. Já, það skiptir verulegu máli,“ segir Sólveig. Uppfært klukkan 14:54 Flugi TF-SIF hefur verið frestað vegna veðurs á flugleiðinni. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að staðan verði endurmetin í fyrramálið. Björgunarstarf virðist óskipulagt Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep í suðurhluta Tyrklands. Hún varði nóttinni í skóla í borginni ásamt mörgum öðrum, en hún býr á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Fréttastofa ræddi við hana í morgun. Hún segir óráðið hvenær hún snýr aftur þangað. Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep. Hún gisti í skóla í borginni í nótt.Aðsend „Ég þarf bara að ræða við þau hversu lengi ég get verið hérna. Við erum bara öll að bíða eftir frekari upplýsingum. Ég er komin með eitthvað app þar sem eiga að koma fréttir en það hefur ekki verið uppfært síðan í gær,“ segir Eygló. Víða sé enn verið að leita að fólki í húsarústum. „Ég hitti hérna konu áðan, hún er tyrknesk og maðurinn hennar er í hernum. Hún sagði mér að [björgunarstarf] hafi verið frekar óskipulagt.“ Hún hafi heyrt af því að skortur sé á tækjum til björgunarstarfs. „Bara það að hún segi mér að það sé verið að bera fólk á bakinu og ekki með börur,“ segir Eygló.
Tyrkland Björgunarsveitir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55
Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40