„Munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 23:15 Snorri Steinn Guðjónsson var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tap. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, gat verið stoltur af sínu liði þrátt fyrir þriggja marka tap gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Það eru bara svona blendin viðbrögð held ég. Ég er auðvitað bara stoltur af strákunum að gera þetta að alvöru leik og vera yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Hitt er bara að ég er mjög fúll að hafa ekki sett þá undir aðeins meiri pressu. Svo auðvitað gengu þeir bara á lagið og við gáfum aðeins eftir. Kannski vantaði bara kíló og munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós þegar fór að líða á leikinn.“ Snorri talaði einnig um að honum þætti liðið eiga inni, rétt eins og Alexander Örn Júlíusson, leikmaður liðsins, gerði í sínu viðtali eftir leik. „Mér fannst eins og í hálfleik sérstaklega við alveg eiga inni. Ég efast svo sem ekkert um að þjálfari Felnsburg segi það sama að þeir eigi eitthvað inni, en það eru alveg einhver smá tækifæri. Þeir eru með marga stráka sem voru á HM og fimm eða sex heimsmeistara og maður þekkir það alveg sjálfur að það er erfitt að koma sér í gang eftir svona þannig að því leytinu til voru tækifæri þarna.“ „Við hefðum alveg getað náð í betri leik. Við erum í veseni varnarlega og annað slíkt og erum ekkert að hjálpa Bjögga neitt mikið.“ Þá nýtti Snorri tækifærið til að hvetja alla Valsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina að viku liðinni þegar Valur tekur á móti Benidorm í gríðarlega mikilvægum leik í B-riðli Evrópudeildarinnar. „Bara ekki spurning. Næstu tveir leikir [eru gríðarlega mikilvægir]. Þessi riðill er bara að spilast þannig að þetta eru bara okkar úrslitaleikir. Við getum ekkert orðað það eitthvað öðruvísi. Þannig viljum við bara hafa það og við erum bara komnir í þá stöðu að spila úrslitaleiki um að komast áfram upp úr riðlinum. Það eitt og sér er bara geggjað og við eigum að vera ánægðir með það og njóta þess að vera í þannig stöðu. Svo þurfum við bara að biðla til fólks. Til Valsara og allra bara plís mæta,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið gegn Flensburg Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26 Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
„Það eru bara svona blendin viðbrögð held ég. Ég er auðvitað bara stoltur af strákunum að gera þetta að alvöru leik og vera yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Hitt er bara að ég er mjög fúll að hafa ekki sett þá undir aðeins meiri pressu. Svo auðvitað gengu þeir bara á lagið og við gáfum aðeins eftir. Kannski vantaði bara kíló og munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós þegar fór að líða á leikinn.“ Snorri talaði einnig um að honum þætti liðið eiga inni, rétt eins og Alexander Örn Júlíusson, leikmaður liðsins, gerði í sínu viðtali eftir leik. „Mér fannst eins og í hálfleik sérstaklega við alveg eiga inni. Ég efast svo sem ekkert um að þjálfari Felnsburg segi það sama að þeir eigi eitthvað inni, en það eru alveg einhver smá tækifæri. Þeir eru með marga stráka sem voru á HM og fimm eða sex heimsmeistara og maður þekkir það alveg sjálfur að það er erfitt að koma sér í gang eftir svona þannig að því leytinu til voru tækifæri þarna.“ „Við hefðum alveg getað náð í betri leik. Við erum í veseni varnarlega og annað slíkt og erum ekkert að hjálpa Bjögga neitt mikið.“ Þá nýtti Snorri tækifærið til að hvetja alla Valsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina að viku liðinni þegar Valur tekur á móti Benidorm í gríðarlega mikilvægum leik í B-riðli Evrópudeildarinnar. „Bara ekki spurning. Næstu tveir leikir [eru gríðarlega mikilvægir]. Þessi riðill er bara að spilast þannig að þetta eru bara okkar úrslitaleikir. Við getum ekkert orðað það eitthvað öðruvísi. Þannig viljum við bara hafa það og við erum bara komnir í þá stöðu að spila úrslitaleiki um að komast áfram upp úr riðlinum. Það eitt og sér er bara geggjað og við eigum að vera ánægðir með það og njóta þess að vera í þannig stöðu. Svo þurfum við bara að biðla til fólks. Til Valsara og allra bara plís mæta,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið gegn Flensburg
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26 Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
„Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26
Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30