Íslenska hvalkjötið komið í höfn í Japan Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2023 09:49 Skipið Silver Copenhagen kom til hafnar norðaustan við borgina Fukuoka, milli Nagasaki og Hiroshima, samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic. Marine Traffic Norska flutningaskipið Silver Copenhagen kom til hafnar í Japan í morgun eftir sjö vikna siglingu frá Íslandi. Farmurinn var 2.576 tonn af frystum hvalaafurðum. Þetta er fyrsta hvalkjötið sem flutt er út frá Íslandi í fjögur ár. Þetta er jafnframt mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út í 35 ár. Á siglingasíðunni Marine Traffic má sjá að skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki undir hádegi á japönskum tíma. Þá var nótt að íslenskum tíma, en tímamismunur milli landanna er níu klukkustundir. Sjá má hvar skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki.Marine Traffic Þessi 49 daga sigling með kjötið hófst í Hafnarfirði þann 21. desember. Siglingaleiðin lá suður Atlantshaf, suður fyrir syðsta odda Afríku og þvert yfir Indlandshaf. Áð var í Singapore í hálfan sólarhring fyrir lokaáfangann til Japans. Skipið virðist þó ekki hafa lagst að bryggju í Singapore heldur lá þar á ytri höfninni, miðað við siglingaferil þess. Ætla má að tækifærið hafi verið nýtt til áhafnaskipta og töku vista. Frystiskipið Silver Copenhagen. Sigling þess frá Íslandi til Japans tók 49 sólarhringa.Fjord Shipping Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur ekkert tjáð sig opinberlega um útflutninginn núna og ekki svarað óskum fréttastofu um viðtal. Af ferli skipsins að dæma virðist útflutningurinn hafa gengið áfallalaust og engar fregnir hafa borist af því að reynt hafi verið að hindra för skipsins. Útflutningsverðmæti hvalkjötsins, fob-verð, nemur 2.771 milljón króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2 í fyrradag: Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjávarréttir Matur Hvalfjarðarsveit Hafnarfjörður Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 6. febrúar 2023 21:50 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þetta er fyrsta hvalkjötið sem flutt er út frá Íslandi í fjögur ár. Þetta er jafnframt mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út í 35 ár. Á siglingasíðunni Marine Traffic má sjá að skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki undir hádegi á japönskum tíma. Þá var nótt að íslenskum tíma, en tímamismunur milli landanna er níu klukkustundir. Sjá má hvar skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki.Marine Traffic Þessi 49 daga sigling með kjötið hófst í Hafnarfirði þann 21. desember. Siglingaleiðin lá suður Atlantshaf, suður fyrir syðsta odda Afríku og þvert yfir Indlandshaf. Áð var í Singapore í hálfan sólarhring fyrir lokaáfangann til Japans. Skipið virðist þó ekki hafa lagst að bryggju í Singapore heldur lá þar á ytri höfninni, miðað við siglingaferil þess. Ætla má að tækifærið hafi verið nýtt til áhafnaskipta og töku vista. Frystiskipið Silver Copenhagen. Sigling þess frá Íslandi til Japans tók 49 sólarhringa.Fjord Shipping Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur ekkert tjáð sig opinberlega um útflutninginn núna og ekki svarað óskum fréttastofu um viðtal. Af ferli skipsins að dæma virðist útflutningurinn hafa gengið áfallalaust og engar fregnir hafa borist af því að reynt hafi verið að hindra för skipsins. Útflutningsverðmæti hvalkjötsins, fob-verð, nemur 2.771 milljón króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2 í fyrradag:
Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjávarréttir Matur Hvalfjarðarsveit Hafnarfjörður Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 6. febrúar 2023 21:50 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 6. febrúar 2023 21:50
Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42