Tilraun til að leiða deilur við Eflingu í jörð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 18:22 Halldór Benjamín Þorbergsson segir blað brotið í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins með slíkum samningi ríkssáttasemjara og Eflingar. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun ríkissáttasemjara, um að falla frá aðfararbeiðni til að fá kjörskrá Eflingar afhenta, tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag féll Aðalsteinn Leifsson frá aðfararbeiðninni að loknum fundi með lögmanni Eflingar. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. „Þetta er bara enn einn tafaleikurinn af hálfu Eflingar,“ segir Halldór Benjamín inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun sáttasemjara. Í gær 7. febrúar hélt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar því fram að umrædd kjörskrá væri hreinlega ekki til. Efling hefur einnig krafist þess að Aðalsteinn ríkissáttasemjari víki sæti sökum vanhæfis og að staðgengill verði skipaður í hans stað í kjaradeilunni. „Þetta virðist vera einhver tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð,“ segir Halldór Benjamín. „Það er algjörlega ólíðandi að Efling sé ekki að fylgja úrskurði héraðsdóms. Enn á ný er brotið blað í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins sem leiðir til þessa fordæmalausa samnings.“ „Efling er bara að þráast við og neitar að verða við úrskurði héraðsdóms, sem er ótrúleg staða í mínum huga og félaginu til háborinnar skammar,“ bætir hann við. Enginn fótur fyrir verkfallsbrotum Verkföll hófust á hádegi í gær á Íslandshótelum. Verkfallsverðir Eflingar mættu fyrir utan Fosshótel í Bríetartúni dag og fullyrti Sólveig Anna þá að verið sé að fremja verkfallsbrot á hótelum Íslandshótela. Halldór Benjamín segir engan fót fyrir þeim ásökunum. „Við höfnum þeim ávirðingum að öllu leyti.“ Ekki hefur náðst í Davíð Torfa Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandshótela vegna ásakana um verkfallsbrotin. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag féll Aðalsteinn Leifsson frá aðfararbeiðninni að loknum fundi með lögmanni Eflingar. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. „Þetta er bara enn einn tafaleikurinn af hálfu Eflingar,“ segir Halldór Benjamín inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun sáttasemjara. Í gær 7. febrúar hélt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar því fram að umrædd kjörskrá væri hreinlega ekki til. Efling hefur einnig krafist þess að Aðalsteinn ríkissáttasemjari víki sæti sökum vanhæfis og að staðgengill verði skipaður í hans stað í kjaradeilunni. „Þetta virðist vera einhver tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð,“ segir Halldór Benjamín. „Það er algjörlega ólíðandi að Efling sé ekki að fylgja úrskurði héraðsdóms. Enn á ný er brotið blað í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins sem leiðir til þessa fordæmalausa samnings.“ „Efling er bara að þráast við og neitar að verða við úrskurði héraðsdóms, sem er ótrúleg staða í mínum huga og félaginu til háborinnar skammar,“ bætir hann við. Enginn fótur fyrir verkfallsbrotum Verkföll hófust á hádegi í gær á Íslandshótelum. Verkfallsverðir Eflingar mættu fyrir utan Fosshótel í Bríetartúni dag og fullyrti Sólveig Anna þá að verið sé að fremja verkfallsbrot á hótelum Íslandshótela. Halldór Benjamín segir engan fót fyrir þeim ásökunum. „Við höfnum þeim ávirðingum að öllu leyti.“ Ekki hefur náðst í Davíð Torfa Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandshótela vegna ásakana um verkfallsbrotin.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00
Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46