Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2023 22:59 Norska frystiskipið Silver Copenhagen við komuna til Japans í gær. Skipið lagðist að bryggju í Shimonoseki, útborg Kokura. Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá því þegar norska frystiskipið Silver Copenhagen kom til Kokura í Japan í gær eftir sjö vikna siglingu frá Íslandi. Hvalkjötinu skipað í land.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Fulltrúar hvalverndarsamtakanna Whale and Dolphin Conservation og systursamtaka þeirra í Japan, Life Investigation Agency, fylgdust með skipinu leggjast að bryggju og tóku myndir af því þegar farminum var skipað í land. Samkvæmt útflutningstölum Hagstofu Íslands voru þetta tæp 2.600 tonn að verðmæti um 2,8 milljarðar króna. Þetta er fyrsta hvalkjötið sem flutt er frá Íslandi í fjögur ár og jafnframt mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út í 35 ár. „Product of Iceland“ stendur á umbúðunum.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Hvalverndarsamtökin sendu jafnframt frá sér yfirlýsingu þar sem þau fullyrða að nánast engin eftirspurn sé eftir hvalkjöti í Japan og óseldar birgðir hafi farið í hundamat. Segja þau japanska hvalveiðiiðnaðinn reyna að auka eftirspurnina með því að þrýsta kjötinu í skólamötuneyti og selja það ódýrt í matarsjálfsölum. Af heimasíðu samtakanna Whale and Dolphin Conservation. Þau segja að núna sé hægt að kaupa hvalkjöt í matarsjálfsölum í JapanWhale and Dolphin Conservation Þess má geta að borgin Kokura, á milli Nagasaki og Hiroshima, tengdist einnig kjarnorkuárásum Bandaríkjahers í lok síðari heimsstyrjaldar. Kokura var nefnilega aðalskotmarkið í seinni árásinni en slæmt skyggni varð til þess að áhöfn B-29 sprengjuflugvélarinnar valdi varaskotmarkið Nagasaki á síðustu stundu. Siglingaferill flutningaskipsins með hvalkjötið. Borgirnar þrjár komu allar við sögu í kjarnorkuárásunum á Japan þann 6. og 9. ágúst 1945.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Áður hafði áhöfn könnunarflugvélar sem fór á undan sagt skyggnið nægilega gott yfir Kokura. Starfsmenn stáliðjuvers í borginni, sem óttuðust að hún yrði næst í röðinni á eftir Hiroshima, brenndu hins vegar kolatjöru til að hylja borgina með svörtum reyk. Fyrir vikið sá áhöfn sprengjuflugvélarinnar ekki skotmarkið, sneri frá og sleppti sprengjunni í staðinn yfir Nagasaki. Kokura, sem núna heitir raunar Kitakyushu eftir sameiningu sveitarfélaga, var jafnframt varaskotmark fyrir Hiroshima. Í Japan tala menn því um lán Kokura, að hafa tvívegis sloppið undan kjarnorkuárás. Frá afmælisveislu Egils Ólafssonar í Hiroshima í dag.BALTASAR BREKI Svo vill til að íslenskt kvikmyndatökulið með leikstjórann Baltasar Kormák í fararbroddi er einnig statt á sömu slóðum við tökur á myndinni Snertingu, með Egil Ólafsson í aðalhlutverki, og var sjötugum Agli fagnað með óvæntri afmælisveislu í Hiroshima í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má nánar fræðast um flutning hvalkjötsins frá Íslandi til Japans: Hvalveiðar Japan Seinni heimsstyrjöldin Kjarnorka Kvikmyndagerð á Íslandi Sjávarútvegur Skipaflutningar Tengdar fréttir Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Sjötugur Egill klökknaði í óvæntri afmælisveislu í Japan: „Lífið hefur verið mér gjöfult!“ „Afmælisdaginn bar upp á frídegi og ég ætlaði bara að hafa það náðugt,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og listamaðurinn Egill Ólafsson sem fyllir sjö tugi í dag þ. 9. febrúar. Þessum merku tímamótum fagnar hann í Japan þar sem hann er nú staddur í tökum fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Egill fer þar með aðalhlutverkið. 9. febrúar 2023 15:18 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir 140 listamenn vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá því þegar norska frystiskipið Silver Copenhagen kom til Kokura í Japan í gær eftir sjö vikna siglingu frá Íslandi. Hvalkjötinu skipað í land.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Fulltrúar hvalverndarsamtakanna Whale and Dolphin Conservation og systursamtaka þeirra í Japan, Life Investigation Agency, fylgdust með skipinu leggjast að bryggju og tóku myndir af því þegar farminum var skipað í land. Samkvæmt útflutningstölum Hagstofu Íslands voru þetta tæp 2.600 tonn að verðmæti um 2,8 milljarðar króna. Þetta er fyrsta hvalkjötið sem flutt er frá Íslandi í fjögur ár og jafnframt mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út í 35 ár. „Product of Iceland“ stendur á umbúðunum.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Hvalverndarsamtökin sendu jafnframt frá sér yfirlýsingu þar sem þau fullyrða að nánast engin eftirspurn sé eftir hvalkjöti í Japan og óseldar birgðir hafi farið í hundamat. Segja þau japanska hvalveiðiiðnaðinn reyna að auka eftirspurnina með því að þrýsta kjötinu í skólamötuneyti og selja það ódýrt í matarsjálfsölum. Af heimasíðu samtakanna Whale and Dolphin Conservation. Þau segja að núna sé hægt að kaupa hvalkjöt í matarsjálfsölum í JapanWhale and Dolphin Conservation Þess má geta að borgin Kokura, á milli Nagasaki og Hiroshima, tengdist einnig kjarnorkuárásum Bandaríkjahers í lok síðari heimsstyrjaldar. Kokura var nefnilega aðalskotmarkið í seinni árásinni en slæmt skyggni varð til þess að áhöfn B-29 sprengjuflugvélarinnar valdi varaskotmarkið Nagasaki á síðustu stundu. Siglingaferill flutningaskipsins með hvalkjötið. Borgirnar þrjár komu allar við sögu í kjarnorkuárásunum á Japan þann 6. og 9. ágúst 1945.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Áður hafði áhöfn könnunarflugvélar sem fór á undan sagt skyggnið nægilega gott yfir Kokura. Starfsmenn stáliðjuvers í borginni, sem óttuðust að hún yrði næst í röðinni á eftir Hiroshima, brenndu hins vegar kolatjöru til að hylja borgina með svörtum reyk. Fyrir vikið sá áhöfn sprengjuflugvélarinnar ekki skotmarkið, sneri frá og sleppti sprengjunni í staðinn yfir Nagasaki. Kokura, sem núna heitir raunar Kitakyushu eftir sameiningu sveitarfélaga, var jafnframt varaskotmark fyrir Hiroshima. Í Japan tala menn því um lán Kokura, að hafa tvívegis sloppið undan kjarnorkuárás. Frá afmælisveislu Egils Ólafssonar í Hiroshima í dag.BALTASAR BREKI Svo vill til að íslenskt kvikmyndatökulið með leikstjórann Baltasar Kormák í fararbroddi er einnig statt á sömu slóðum við tökur á myndinni Snertingu, með Egil Ólafsson í aðalhlutverki, og var sjötugum Agli fagnað með óvæntri afmælisveislu í Hiroshima í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má nánar fræðast um flutning hvalkjötsins frá Íslandi til Japans:
Hvalveiðar Japan Seinni heimsstyrjöldin Kjarnorka Kvikmyndagerð á Íslandi Sjávarútvegur Skipaflutningar Tengdar fréttir Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Sjötugur Egill klökknaði í óvæntri afmælisveislu í Japan: „Lífið hefur verið mér gjöfult!“ „Afmælisdaginn bar upp á frídegi og ég ætlaði bara að hafa það náðugt,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og listamaðurinn Egill Ólafsson sem fyllir sjö tugi í dag þ. 9. febrúar. Þessum merku tímamótum fagnar hann í Japan þar sem hann er nú staddur í tökum fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Egill fer þar með aðalhlutverkið. 9. febrúar 2023 15:18 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir 140 listamenn vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira
Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42
Sjötugur Egill klökknaði í óvæntri afmælisveislu í Japan: „Lífið hefur verið mér gjöfult!“ „Afmælisdaginn bar upp á frídegi og ég ætlaði bara að hafa það náðugt,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og listamaðurinn Egill Ólafsson sem fyllir sjö tugi í dag þ. 9. febrúar. Þessum merku tímamótum fagnar hann í Japan þar sem hann er nú staddur í tökum fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Egill fer þar með aðalhlutverkið. 9. febrúar 2023 15:18