Algjör firra að það sé lítilsvirðing að vara við hættunni af offitu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2023 06:43 Kári segir of feitan einstakling á aldrinum 35 til 40 ára í svipaðri áhættu og manneskja á hans aldri þegar kemur að ýmsum sjúkdómum á borð við hjartabilun og krabbamein. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að jafnvel þótt lyf sem notuð eru við offitu séu dýr muni þau koma til með að stuðla að sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Hann fagnar nýjum lyfjum við offitu, sem sérfræðingar séu sammála um að sé mesta heilbrigðisvandamál samtímans. Frá þessu greinir Fréttablaðið en tilefnið eru ummæli næringarfræðingsins Vilborgar Kolbrúnar Vilmundardóttir, sem jafnframt situr í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu, um að skilgreiningin á offitu sem sjúkdómi byggði ekki á vísindalegum grunni. „Offitu fylgir gífurlega aukin hætta á hjartabilun, lifrarskemmdum, sykursýki fullorðinna, kæfisvefni, slitgigt hjá ungu fólki og allskonar krabbameinum. Það sem meira er að það er bókstaflega línulegt samband milli offitunnar og þeirra mælikvarða sem eru notaðir á offitu og hættunnar af þessum sjúkdómum. Þannig það fylgir þessu gífurleg áhætta,“ segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Hann segir lyfin hjálpa fólki að léttast og með þyngdartapinu dragi úr áhættunni á fyrrnefndum sjúkdómum. Kári segir lyfin sem Vilborg sé að „henda skít í“ séu íhaldssamari leið en hjáveituaðgerðir og þá sé algjör firra að halda því fram að það sé verið að sýna fólki lítilsvirðingu með því að vara við hættum af völdum offitu. Notkun lyfja á borð við Ozempic og Saxenda hefur tífaldast á síðustu árum en Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka um líkamsvirðingu, er meðal þeirra sem hafa talað gegn notkun þeirra. Hún sagði á dögunum frá því að hafa verið beitt þrýstingi af heimilislækni að fara á lyf. Kári segir lækninn hins vegar einfaldlega hafa verið að sinna skyldu sinni. Þegar læknir sér einstakling sem er í áhættu af alvarlegum sjúkdómi þá er skylda hans að reyna að koma í veg fyrir að áhættan af sjúkdómnum verði sjúkdómur, þannig að hann var bara að vinna vinnuna sína,“ segir hann. Kári segist sjálfur hafa megnustu fyrirlitningu á þeim sem vanvirða fólk fyrir það eitt að vera of feitt; það sé eins og að vanvirða einhvern fyrir að vera með of háan blóðþrýsting. Offita sé hins vegar ein mesta ógnin við heilsufar Íslendinga og annarra þjóða á Vesturlöndum. „Á sama máta þá má ekki standa hjá og láta eins og ekkert hafi í skorist þegar samfélagið er allt að verða offeitt. Við getum ekki staðið hjá og horft á það að fólk sé að vega að heilsu sinni ljóst og leynt og linnulaust með því að þyngjast svona mikið.“ Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Frá þessu greinir Fréttablaðið en tilefnið eru ummæli næringarfræðingsins Vilborgar Kolbrúnar Vilmundardóttir, sem jafnframt situr í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu, um að skilgreiningin á offitu sem sjúkdómi byggði ekki á vísindalegum grunni. „Offitu fylgir gífurlega aukin hætta á hjartabilun, lifrarskemmdum, sykursýki fullorðinna, kæfisvefni, slitgigt hjá ungu fólki og allskonar krabbameinum. Það sem meira er að það er bókstaflega línulegt samband milli offitunnar og þeirra mælikvarða sem eru notaðir á offitu og hættunnar af þessum sjúkdómum. Þannig það fylgir þessu gífurleg áhætta,“ segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Hann segir lyfin hjálpa fólki að léttast og með þyngdartapinu dragi úr áhættunni á fyrrnefndum sjúkdómum. Kári segir lyfin sem Vilborg sé að „henda skít í“ séu íhaldssamari leið en hjáveituaðgerðir og þá sé algjör firra að halda því fram að það sé verið að sýna fólki lítilsvirðingu með því að vara við hættum af völdum offitu. Notkun lyfja á borð við Ozempic og Saxenda hefur tífaldast á síðustu árum en Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka um líkamsvirðingu, er meðal þeirra sem hafa talað gegn notkun þeirra. Hún sagði á dögunum frá því að hafa verið beitt þrýstingi af heimilislækni að fara á lyf. Kári segir lækninn hins vegar einfaldlega hafa verið að sinna skyldu sinni. Þegar læknir sér einstakling sem er í áhættu af alvarlegum sjúkdómi þá er skylda hans að reyna að koma í veg fyrir að áhættan af sjúkdómnum verði sjúkdómur, þannig að hann var bara að vinna vinnuna sína,“ segir hann. Kári segist sjálfur hafa megnustu fyrirlitningu á þeim sem vanvirða fólk fyrir það eitt að vera of feitt; það sé eins og að vanvirða einhvern fyrir að vera með of háan blóðþrýsting. Offita sé hins vegar ein mesta ógnin við heilsufar Íslendinga og annarra þjóða á Vesturlöndum. „Á sama máta þá má ekki standa hjá og láta eins og ekkert hafi í skorist þegar samfélagið er allt að verða offeitt. Við getum ekki staðið hjá og horft á það að fólk sé að vega að heilsu sinni ljóst og leynt og linnulaust með því að þyngjast svona mikið.“
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira