Sigmar vill verða ritari Viðreisnar Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2023 13:45 Í samþykktum fyrir Landsþing Viðreisnar er að finna tillögu um að komið verði á fót sérstöku embætti ritara í skipulagi flokksins. Sigmar Guðmundsson þingmaður hefur sent út bréf til flokksmanna og bíður sig fram. Hann segir að allt eins megi kalla embættið stækkunarstjóra því hann það eru sóknarfæri fyrir Viðreisn að mati Sigmars. vísir/vilhelm Landsþing Viðreisnar hefst í dag klukkan fjögur. Fyrir liggur tillaga um að stofnað verði embætti ritara innan flokksskipulagsins og hefur Sigmar Guðmundsson alþingismaður ákveðið að gefa kost á sér í það. Sigmar hefur sent stutt bréf til félaga sinna í Viðreisn þar sem hann hvetur alla til að mæta og greinir þrá því að hann muni sækjast eftir embætti ritara ef tillaga um að þetta nýja embætti verði sett á fót verður samþykkt. Eftir því sem Vísir kemst næst eru engar líkur á öðru. „Hugsunin á bak við embættið er að efla innra starf flokksins okkar. Þótt margt sé vel gert hjá okkur í starfinu er alltaf hægt að gera betur. Reyndar er það eilífðarverkefni að efla innra starf í stjórnmálaflokki og sú vinna þarf því að vera virk á öllum tímum. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að stækka Viðreisn, efla grasrótina og breikka forystuna,“ segir í bréfi Sigmars. Þá segir Sigmar að það þurfi að gerast miklu meira í samtali á milli flokksmanna, félaga innan flokksins og svæða. „Ég hef tekið eftir því að það vantar ekki hugmyndirnar, heldur miklu fremur að koma þeim í farveg og til framkvæmda. Það hlýtur svo að vera sérstakt kappsmál hjá okkur að efla flokkinn utan höfuðborgarsvæðisins. Það er hlutverk ritara sem mætti allt eins kalla stækkunarstjóra að leiða þessa vinnu og umfram allt að virkja flokksmenn og þann kraft sem í þeim býr til að rödd Viðreisnar heyrist sem víðast.“ Sigmar segist hafa óbilandi trú á að mikil tækifæru séu til staðar í íslensku samfélagi og eftirspurn eftir frjálslyndum flokki meðal kjósenda. „Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi.“ Viðreisn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Sigmar hefur sent stutt bréf til félaga sinna í Viðreisn þar sem hann hvetur alla til að mæta og greinir þrá því að hann muni sækjast eftir embætti ritara ef tillaga um að þetta nýja embætti verði sett á fót verður samþykkt. Eftir því sem Vísir kemst næst eru engar líkur á öðru. „Hugsunin á bak við embættið er að efla innra starf flokksins okkar. Þótt margt sé vel gert hjá okkur í starfinu er alltaf hægt að gera betur. Reyndar er það eilífðarverkefni að efla innra starf í stjórnmálaflokki og sú vinna þarf því að vera virk á öllum tímum. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að stækka Viðreisn, efla grasrótina og breikka forystuna,“ segir í bréfi Sigmars. Þá segir Sigmar að það þurfi að gerast miklu meira í samtali á milli flokksmanna, félaga innan flokksins og svæða. „Ég hef tekið eftir því að það vantar ekki hugmyndirnar, heldur miklu fremur að koma þeim í farveg og til framkvæmda. Það hlýtur svo að vera sérstakt kappsmál hjá okkur að efla flokkinn utan höfuðborgarsvæðisins. Það er hlutverk ritara sem mætti allt eins kalla stækkunarstjóra að leiða þessa vinnu og umfram allt að virkja flokksmenn og þann kraft sem í þeim býr til að rödd Viðreisnar heyrist sem víðast.“ Sigmar segist hafa óbilandi trú á að mikil tækifæru séu til staðar í íslensku samfélagi og eftirspurn eftir frjálslyndum flokki meðal kjósenda. „Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi.“
Viðreisn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira