Sannfærður um að Man City sé saklaust og segir önnur félög standa saman gegn þeim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2023 07:01 Pep stendur þétt við bakið á sínu fólki. Matt McNulty/Getty Images Enska úrvalsdeildin kærði nýverið Englandsmeistara Manchester City fyrir meira 100 brot á fjárhagsreglum deildarinnar frá 2009 til 2018. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, segist fullviss um að félagið sé saklaust. Pep ræddi við blaðamenn fyrir leik Man City og Aston Villa á sunnudag. Hann fór um víðan völl en það verður ekki annað sagt en hann hafi varið vinnuveitanda sinn með kjafti og klóm. "I'm fully convinced we'll be innocent."Pep Guardiola speaks for the first time since Manchester City were charged by the Premier League. pic.twitter.com/5dBDpVt1B5— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 10, 2023 „Mín fyrsta hugsun var að það er þegar búið að dæma okkur,“ sagði Pep sem var að tjá sig í fyrsta sinn síðan málið komst í fréttir. „Við erum heppnir að búa í landi þar sem fólk er saklaust uns sekt er sönnuð. Við fengum ekki það tækifæri, við höfum þegar verið dæmdir.“ „Ég veit ekki hvað gerist. Við erum með góða lögfræðinga og ég veit að við munum verja okkar stöðu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City lendir í málaferli sem þessu og kom Pep inn á það þegar félagið var dæmt í bann frá Evrópukeppnum árið 2020. Það mál fór fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn, CAS, og var City á endanum sýknað. „Þetta er það sama og gerðist með UEFA. Sömu greinarnar og sömu ásakanirnar. Við munum verja okkur líkt og við gerðum þá. Dómskerfið ákveður svo hvað gerist.“ „Ég er handviss um að við séum saklausir. Síðan eigendurnir keyptu félagið hefur þetta verið svona, frá degi eitt.“ Þá er Pep viss um að keppinautar Man City séu saman í samsæri gegn félaginu. „Auðvitað, þetta er enska úrvalsdeildin. Ég veit ekki af hverju. Þú verður að spyrja forstjórana, Daniel Levy og þá,“ sagði Guardiola aðspurður hvort önnur félög vildu að Man City yrði refsað. „Níu lið: Burnley, Wolves, Leicester City, Newcastle United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Manchester United, Liverpool og Chelsea vildu öll að okkur yrði sparkað úr Meistaradeild Evrópu,“ bætti hann við. „Þetta er ekki í fyrsta sinn, þetta er í annað skiptið. Við fórum í gegnum þetta fyrir tveimur eða þremur árum. Þið ásakið okkur, það ætti að sparka okkur út. Á milli þessara níu liða áður fyrr og 19 liða í dag eða því sem fólkið mitt segir þá treysti ég frekar því sem fólkið mitt hefur að segja,“ sagði Pep að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Pep ræddi við blaðamenn fyrir leik Man City og Aston Villa á sunnudag. Hann fór um víðan völl en það verður ekki annað sagt en hann hafi varið vinnuveitanda sinn með kjafti og klóm. "I'm fully convinced we'll be innocent."Pep Guardiola speaks for the first time since Manchester City were charged by the Premier League. pic.twitter.com/5dBDpVt1B5— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 10, 2023 „Mín fyrsta hugsun var að það er þegar búið að dæma okkur,“ sagði Pep sem var að tjá sig í fyrsta sinn síðan málið komst í fréttir. „Við erum heppnir að búa í landi þar sem fólk er saklaust uns sekt er sönnuð. Við fengum ekki það tækifæri, við höfum þegar verið dæmdir.“ „Ég veit ekki hvað gerist. Við erum með góða lögfræðinga og ég veit að við munum verja okkar stöðu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City lendir í málaferli sem þessu og kom Pep inn á það þegar félagið var dæmt í bann frá Evrópukeppnum árið 2020. Það mál fór fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn, CAS, og var City á endanum sýknað. „Þetta er það sama og gerðist með UEFA. Sömu greinarnar og sömu ásakanirnar. Við munum verja okkur líkt og við gerðum þá. Dómskerfið ákveður svo hvað gerist.“ „Ég er handviss um að við séum saklausir. Síðan eigendurnir keyptu félagið hefur þetta verið svona, frá degi eitt.“ Þá er Pep viss um að keppinautar Man City séu saman í samsæri gegn félaginu. „Auðvitað, þetta er enska úrvalsdeildin. Ég veit ekki af hverju. Þú verður að spyrja forstjórana, Daniel Levy og þá,“ sagði Guardiola aðspurður hvort önnur félög vildu að Man City yrði refsað. „Níu lið: Burnley, Wolves, Leicester City, Newcastle United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Manchester United, Liverpool og Chelsea vildu öll að okkur yrði sparkað úr Meistaradeild Evrópu,“ bætti hann við. „Þetta er ekki í fyrsta sinn, þetta er í annað skiptið. Við fórum í gegnum þetta fyrir tveimur eða þremur árum. Þið ásakið okkur, það ætti að sparka okkur út. Á milli þessara níu liða áður fyrr og 19 liða í dag eða því sem fólkið mitt segir þá treysti ég frekar því sem fólkið mitt hefur að segja,“ sagði Pep að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira