Gera megi ráð fyrir mjög öflugum hviðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 23:21 Gert er ráð fyrir mjög öflugum vindhviðum á morgun og fólk er hvatt til að fylgjast vel með. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun vegna hvassviðris. Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir og samhæfingarstöð verður virkjuð klukkan 12:00 á morgun. Veðurfræðingur biður fólk um að sýna aðgát. Gera má ráð fyrir töluverðri úrkomu víðsvegar á landinu í nótt. Í fyrramálið tekur að hvessa allhressilega og gert er ráð fyrir því að lægðin láti finna almennilega fyrir sér um hádegisbil. Viðvaranir taka gildi á landinu öllu upp úr klukkan níu á morgun og eru þær í gildi fram á kvöld. Svona lítur spá Veðurstofunnar út klukkan 12:00 á morgun.Veðurstofan „Það kemur lægð vestan við landið á morgun og það verður suðvestan stormur og rok á stöku stað, 20-28 metrar á sekúndu. Með því fylgir einhver rigning og skúrir en þegar kólnar seinnipartinn og annað kvöld þá verður þetta éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið verði verst á Vesturlandi og austur eftir Norðurlandi. Gert er ráð fyrir því að hviður fari upp í fjörutíu metra á sekúndu, eða um 150 kílómetra hraða. Á „allra verstu hviðustöðunum,“ gætu þær náð fimmtíu metrum á sekúndu. Færð við fjöll gæti því verið varasöm og þá sér í lagi þegar kólnar. Éljagangur gæti spillt skyggni. Á Vesturlandi verður sunnan og suðvestan stormur með snörpum vindhviðum.Veðurstofan Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular en gert er ráð fyrir suðvestan 18 til 23 metrum á sekúndu víðast hvar. Í höfuðborginni má gera ráð fyrir því að mesti vindhraðinn verði á svæðinu vestanverðu, meðfram sjónum, og í úthverfum Hafnarfjarðar. Í yfirlýsingu frá Almannavörnum fyrr í dag voru vegfarendur beðnir um að sýna varúð og vera ekki á ferðinni að óþörfu á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst. Miklar líkur séu á að veðrið hafi áhrif á samgöngur og hætta er á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni. Veður Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á norðanverðu landinu: Hætta á foktjóni Appelsínugul viðvörun er nú í gildi vegna veðurs á norðanverðu landinu. Spáð er sunnan og suðvestan stormi á svæðinu. 10. febrúar 2023 14:23 Næsta vika gæti orðið fjögurra lægða vika Mögulegt er að fjórar lægðir skelli á landsmönnum í næstu viku. 10. febrúar 2023 10:25 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Gera má ráð fyrir töluverðri úrkomu víðsvegar á landinu í nótt. Í fyrramálið tekur að hvessa allhressilega og gert er ráð fyrir því að lægðin láti finna almennilega fyrir sér um hádegisbil. Viðvaranir taka gildi á landinu öllu upp úr klukkan níu á morgun og eru þær í gildi fram á kvöld. Svona lítur spá Veðurstofunnar út klukkan 12:00 á morgun.Veðurstofan „Það kemur lægð vestan við landið á morgun og það verður suðvestan stormur og rok á stöku stað, 20-28 metrar á sekúndu. Með því fylgir einhver rigning og skúrir en þegar kólnar seinnipartinn og annað kvöld þá verður þetta éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið verði verst á Vesturlandi og austur eftir Norðurlandi. Gert er ráð fyrir því að hviður fari upp í fjörutíu metra á sekúndu, eða um 150 kílómetra hraða. Á „allra verstu hviðustöðunum,“ gætu þær náð fimmtíu metrum á sekúndu. Færð við fjöll gæti því verið varasöm og þá sér í lagi þegar kólnar. Éljagangur gæti spillt skyggni. Á Vesturlandi verður sunnan og suðvestan stormur með snörpum vindhviðum.Veðurstofan Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular en gert er ráð fyrir suðvestan 18 til 23 metrum á sekúndu víðast hvar. Í höfuðborginni má gera ráð fyrir því að mesti vindhraðinn verði á svæðinu vestanverðu, meðfram sjónum, og í úthverfum Hafnarfjarðar. Í yfirlýsingu frá Almannavörnum fyrr í dag voru vegfarendur beðnir um að sýna varúð og vera ekki á ferðinni að óþörfu á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst. Miklar líkur séu á að veðrið hafi áhrif á samgöngur og hætta er á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni.
Veður Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á norðanverðu landinu: Hætta á foktjóni Appelsínugul viðvörun er nú í gildi vegna veðurs á norðanverðu landinu. Spáð er sunnan og suðvestan stormi á svæðinu. 10. febrúar 2023 14:23 Næsta vika gæti orðið fjögurra lægða vika Mögulegt er að fjórar lægðir skelli á landsmönnum í næstu viku. 10. febrúar 2023 10:25 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Appelsínugul viðvörun á norðanverðu landinu: Hætta á foktjóni Appelsínugul viðvörun er nú í gildi vegna veðurs á norðanverðu landinu. Spáð er sunnan og suðvestan stormi á svæðinu. 10. febrúar 2023 14:23
Næsta vika gæti orðið fjögurra lægða vika Mögulegt er að fjórar lægðir skelli á landsmönnum í næstu viku. 10. febrúar 2023 10:25