Íslenskir veitingamenn gera það gott á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. febrúar 2023 21:05 Níels Hafsteinsson segir frábært að vera með veitingastað og bari á Tenerife. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskir veitingamenn hafa meira en nóg að gera á Tenerife við að þjóna ferðamönnum og heimamönnum. Íslendingum finnst líka frábært að geta farið á íslenska veitingastaði þó kjötsúpa sé ekki í boði. Vitað er um að minnsta kosti fjóra íslenska veitingamenn, sem eru með veitingastaði eða bari á Tenerife. Níels Hafsteinsson er einn af þeim en hann er með tvo bari og einn veitingastað, sem heitir „Smoke Bros“, sem nýtur mikilla vinsæla. Níels er með um 45 starfsmenn í vinnu og hann er að fara að flytja veitingastaðinn í nýtt og stærra húsnæði vegna vinsældar staðarins. Og hvað ertu helst að bjóða upp á, er það kjötsúpa eða? „Nei, ég er ekki komin með hana á seðilinn, það verður örugglega næsti staðurinn. Nei, nei, hérna erum við með mikið af hægelduðum mat og erum með reykofn þar sem við erum að elda allskonar vöðva, sem eru ekki venjulega á veitingahúsum. Það er engin annar staður að gera þetta, sem við erum að gera hér á Tenerife, sem er bara gaman,“ segir Níels. Níels segist fá mikið af Íslendingum til sín. „Já, já, eins og í kvöld, þá eru þrjú Íslendingaborð af einhverjum tíu borðum hérna og það er bara gaman.“ Níels segir að Spánverjar séu allt öðruvísi en Íslendingar þegar kemur að daglegu lífi. Mikið af Íslendingum koma við á „Smoke Bros“ hjá Níelsi á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér gerast hlutirnir mjög hægt. Ég til dæmis ætlaði að opna þennan stað hérna 6. september í haust en ég opnaði 24. desember. Það er bara eðlilegt hérna. Hér er allt „Mani ana“, sem þýðir á morgun,“ segir hann og skellir upp úr. „Já, hér gerist allt rosalega hægt og það er mikið pappírsflóð hérna. Ég get sagt ykkur það að ég til dæmis sendi fax í fyrra af því að það er ein ábyrg skrifstofa hérna, sem vill bara fá alla hluti á faxi. Ég hef ekki sent fax síðan á síðustu öld fyrr en ég gerði þetta,“ bætir Níels við og hlær enn meira. Íslendingar eru mjög ánægðir með veitingastaðinn hjá Níels og finnst gott og traustvekjandi að fara á stað þar sem Íslendingur er allt í öllu. Hamborgari með öllu tilheyrandi á „Smoke Bros“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara eins og að mæta í sunnudagshádegismat hjá ömmu, það vantar reyndar rabarbarasultuna en þetta er frábær matur hjá Níels,“ segir Ásgeir Ingólfsson gestur á veitingastaðnum „Smoke Bros“ „Heyrðu, þetta er fínn staður, mjög fínn, góður matur, maður á að prófa allt svona hér á Tenirife,“ segir Ólöf Ingibergsdóttir gestur á staðnum. Veitingastaðir Íslendingar erlendis Spánn Kanaríeyjar Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Vitað er um að minnsta kosti fjóra íslenska veitingamenn, sem eru með veitingastaði eða bari á Tenerife. Níels Hafsteinsson er einn af þeim en hann er með tvo bari og einn veitingastað, sem heitir „Smoke Bros“, sem nýtur mikilla vinsæla. Níels er með um 45 starfsmenn í vinnu og hann er að fara að flytja veitingastaðinn í nýtt og stærra húsnæði vegna vinsældar staðarins. Og hvað ertu helst að bjóða upp á, er það kjötsúpa eða? „Nei, ég er ekki komin með hana á seðilinn, það verður örugglega næsti staðurinn. Nei, nei, hérna erum við með mikið af hægelduðum mat og erum með reykofn þar sem við erum að elda allskonar vöðva, sem eru ekki venjulega á veitingahúsum. Það er engin annar staður að gera þetta, sem við erum að gera hér á Tenerife, sem er bara gaman,“ segir Níels. Níels segist fá mikið af Íslendingum til sín. „Já, já, eins og í kvöld, þá eru þrjú Íslendingaborð af einhverjum tíu borðum hérna og það er bara gaman.“ Níels segir að Spánverjar séu allt öðruvísi en Íslendingar þegar kemur að daglegu lífi. Mikið af Íslendingum koma við á „Smoke Bros“ hjá Níelsi á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér gerast hlutirnir mjög hægt. Ég til dæmis ætlaði að opna þennan stað hérna 6. september í haust en ég opnaði 24. desember. Það er bara eðlilegt hérna. Hér er allt „Mani ana“, sem þýðir á morgun,“ segir hann og skellir upp úr. „Já, hér gerist allt rosalega hægt og það er mikið pappírsflóð hérna. Ég get sagt ykkur það að ég til dæmis sendi fax í fyrra af því að það er ein ábyrg skrifstofa hérna, sem vill bara fá alla hluti á faxi. Ég hef ekki sent fax síðan á síðustu öld fyrr en ég gerði þetta,“ bætir Níels við og hlær enn meira. Íslendingar eru mjög ánægðir með veitingastaðinn hjá Níels og finnst gott og traustvekjandi að fara á stað þar sem Íslendingur er allt í öllu. Hamborgari með öllu tilheyrandi á „Smoke Bros“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara eins og að mæta í sunnudagshádegismat hjá ömmu, það vantar reyndar rabarbarasultuna en þetta er frábær matur hjá Níels,“ segir Ásgeir Ingólfsson gestur á veitingastaðnum „Smoke Bros“ „Heyrðu, þetta er fínn staður, mjög fínn, góður matur, maður á að prófa allt svona hér á Tenirife,“ segir Ólöf Ingibergsdóttir gestur á staðnum.
Veitingastaðir Íslendingar erlendis Spánn Kanaríeyjar Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira