Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Kristján Már Unnarsson skrifar 11. febrúar 2023 22:00 Garðar Svavarsson er formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Sigurjón Ólason Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. Fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2 að fiskimjölsverksmiðjur hafa undanfarnar vikur mátt þola skerðingar á raforku, þó minnst yfir nóttina. „Við erum núna að keyra bæði á rafmagni og olíu. Við erum ennþá að kljást við einhverjar skerðingar,“ segir Garðar Svavarsson, formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Verksmiðjurnar, sem eru tíu talsins í landinu, hafa einkum verið að vinna úr kolmunna síðustu vikur en eru núna að sigla inn í loðnuvertíðina. Úlfar Linnet er forstöðumaður viðskiptaþjónustu Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Álagið er búið að vera svo mikið á kerfið, svona yfir daginn, þá hefur þurft að skerða skerðanlega notendur. Þannig að þetta er staðreynd. En við vonum nú að það sé að draga úr þessu,“ segir Úlfar Linnet, forstöðumaður viðskiptaþjónustu Landsvirkjunar. -Eru það vonbrigði að þurfa að keyra á olíu? „Það eru alltaf vonbrigði að þurfa að keyra á olíu,“ svarar Garðar. Í fyrra var ástandið skýrt með lélegri vatnsstöðu í lónum. Núna er staðan þar allt önnur og betri. Samt þarf að skerða. „Það er búið að vera mikil eftirspurn eftir raforku á Íslandi. Og eins og staðan er núna, þá erum við allavega mjög nálægt því að vera uppseld,“ segir Úlfar. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim fiskimjölsverksmiðju.Skjáskot/Stöð 2 Talsmaður fiskimjölsframleiðenda treystir sér ekki til að nefna tölur um hve mikilli olíu sé verið að brenna. „Þegar verksmiðjurnar þurfa að keyra á fullu á olíu, þá fer gríðarlegt magn. En við erum að ná að nýta rafmagnið með núna. Þannig að þetta er ekki eins og það var í fyrra,“ segir Garðar. Viðskiptastjóri Landsvirkjunar bendir á að rafvæðing fiskimjölsverksmiðjanna hafi til þessa sparað gríðarlega olíunotkun. „Við höfum afhent, held ég, fjórar teravattstundir frá aldamótum, sem held ég að samsvari 277 þúsund tonnum af olíu, sem hafa þá sparast. Maður getur svolítið horft á þetta eins og tvinnbíl. Þannig að bræðslurnar eru svolítið eins og tvinnbíll sem hefur keyrt meira en níu af hverjum tíu ferðum á rafmagni,“ segir Úlfar. Frá Norðfirði. Séð yfir fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar.Einar Árnason -En er þetta komið til með að vera, svona ástand, að þið þurfið alltaf að skipta yfir í olíuna? „Nei. Við erum að vinna að breyttu fyrirkomulagi með Landsvirkjun, sem á að tryggja það að verksmiðjurnar geti verið með rafmagnið, fyrst og fremst,“ svarar formaður félags fiskimjölsframleiðenda. -Er kjarni málsins kannski sá að það þarf að virkja meira? „Eftirspurnin er að aukast. Þannig að ef við ætlum að mæta henni, þá er það leiðin sem þarf að fara,“ svarar forstöðumaður viðskiptaþjónustu Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Sjávarútvegur Vatnsaflsvirkjanir Bensín og olía Vopnafjörður Fjarðabyggð Langanesbyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Vestmannaeyjar Akranes Loðnuveiðar Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa til öflunar meiri orku til að geta staðið við markmið um orkuskipti. Olíubrennsla að undanförnu vegna skorts á umfram raforku þurrki út árangur rafknúinna bifreiða í loftslagsmálum frá árinu 2010. 1. febrúar 2022 19:20 „Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19 Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. 18. desember 2021 22:44 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2 að fiskimjölsverksmiðjur hafa undanfarnar vikur mátt þola skerðingar á raforku, þó minnst yfir nóttina. „Við erum núna að keyra bæði á rafmagni og olíu. Við erum ennþá að kljást við einhverjar skerðingar,“ segir Garðar Svavarsson, formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Verksmiðjurnar, sem eru tíu talsins í landinu, hafa einkum verið að vinna úr kolmunna síðustu vikur en eru núna að sigla inn í loðnuvertíðina. Úlfar Linnet er forstöðumaður viðskiptaþjónustu Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Álagið er búið að vera svo mikið á kerfið, svona yfir daginn, þá hefur þurft að skerða skerðanlega notendur. Þannig að þetta er staðreynd. En við vonum nú að það sé að draga úr þessu,“ segir Úlfar Linnet, forstöðumaður viðskiptaþjónustu Landsvirkjunar. -Eru það vonbrigði að þurfa að keyra á olíu? „Það eru alltaf vonbrigði að þurfa að keyra á olíu,“ svarar Garðar. Í fyrra var ástandið skýrt með lélegri vatnsstöðu í lónum. Núna er staðan þar allt önnur og betri. Samt þarf að skerða. „Það er búið að vera mikil eftirspurn eftir raforku á Íslandi. Og eins og staðan er núna, þá erum við allavega mjög nálægt því að vera uppseld,“ segir Úlfar. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim fiskimjölsverksmiðju.Skjáskot/Stöð 2 Talsmaður fiskimjölsframleiðenda treystir sér ekki til að nefna tölur um hve mikilli olíu sé verið að brenna. „Þegar verksmiðjurnar þurfa að keyra á fullu á olíu, þá fer gríðarlegt magn. En við erum að ná að nýta rafmagnið með núna. Þannig að þetta er ekki eins og það var í fyrra,“ segir Garðar. Viðskiptastjóri Landsvirkjunar bendir á að rafvæðing fiskimjölsverksmiðjanna hafi til þessa sparað gríðarlega olíunotkun. „Við höfum afhent, held ég, fjórar teravattstundir frá aldamótum, sem held ég að samsvari 277 þúsund tonnum af olíu, sem hafa þá sparast. Maður getur svolítið horft á þetta eins og tvinnbíl. Þannig að bræðslurnar eru svolítið eins og tvinnbíll sem hefur keyrt meira en níu af hverjum tíu ferðum á rafmagni,“ segir Úlfar. Frá Norðfirði. Séð yfir fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar.Einar Árnason -En er þetta komið til með að vera, svona ástand, að þið þurfið alltaf að skipta yfir í olíuna? „Nei. Við erum að vinna að breyttu fyrirkomulagi með Landsvirkjun, sem á að tryggja það að verksmiðjurnar geti verið með rafmagnið, fyrst og fremst,“ svarar formaður félags fiskimjölsframleiðenda. -Er kjarni málsins kannski sá að það þarf að virkja meira? „Eftirspurnin er að aukast. Þannig að ef við ætlum að mæta henni, þá er það leiðin sem þarf að fara,“ svarar forstöðumaður viðskiptaþjónustu Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Sjávarútvegur Vatnsaflsvirkjanir Bensín og olía Vopnafjörður Fjarðabyggð Langanesbyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Vestmannaeyjar Akranes Loðnuveiðar Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa til öflunar meiri orku til að geta staðið við markmið um orkuskipti. Olíubrennsla að undanförnu vegna skorts á umfram raforku þurrki út árangur rafknúinna bifreiða í loftslagsmálum frá árinu 2010. 1. febrúar 2022 19:20 „Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19 Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. 18. desember 2021 22:44 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa til öflunar meiri orku til að geta staðið við markmið um orkuskipti. Olíubrennsla að undanförnu vegna skorts á umfram raforku þurrki út árangur rafknúinna bifreiða í loftslagsmálum frá árinu 2010. 1. febrúar 2022 19:20
„Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19
Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41
Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. 18. desember 2021 22:44
Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28
Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10