Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. febrúar 2023 12:54 Valgerður segir markaðsöflin hafa yfirhöndina og til dæmis mjög blekkjandi að talað sé um að efnið sé hvítt og liti ekki tennurnar. Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýjum þætti Einars Bárðarsonar, Einmitt, þar sem hann ræðir við Valgerði Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Miklar áhyggjur af tíðni munntóbaksfíknar Munntóbaks-æði hefur gripið hefur fjölmennan hluta ungs fólks, sér í lagi íþróttafólks, hér á landi og Valgerður segir notkun nikotínpúða mikið áhyggjuefni, því regluverkið sé afar svifaseint á meðan markaðssetningin er stöðug og mikil. „Það kom bara allt í einu rosa hress Svíi sem kom munntóbaki upp í alla ungu kynslóðina. Bara eins og að hann hefði verið að selja hillur úr IKEA. Hvað er að frétta af því?“ segir Einar í því sambandi og bætir við ef honum dytti í hug að hafa áhyggjur af börnunum sínum þá veit hann að þau geta ekki keypt sígarettur auðveldlega en þau geta valið úr gríðarlegum fjölda tegunda af nikótínpúðum. Mjög ávanabindandi og mikið nikótín Valgerður segir markaðsöflin hafa yfirhöndina og til dæmis mjög blekkjandi að talað sé um að efnið sé hvítt og liti ekki tennurnar. „Í raun er þetta mjög ávanabindandi og mikið nikótín í þessu. Þau sem nota þetta eru með þetta meira og minna allan daginn.“ Einar minnist einnig á sóðaskapinn sem af þessu hlýst. Á sama tíma og sígarettustubbar séu hverfandi á götum úti sjáist nú nikótínpúðar ansi víða. Mestur fíknivandi tengdur löglegum efnum Á Íslandi gilda lög og reglur um reyktóbak og Valgerður bendir á að seint um síðir hafi þau náð yfir rafrettur. Eftir eigi að setja slíkar reglur um nikotínpúða. „Þetta stóra sem snýr að fíkniefnum er þessi pólitíska umgjörð sem skiptir mestu máli. Þegar stundum er verið að tala um afglæpavæðingu og lögleiðingu, en við sjáum að mesti vandinn er tengdur löglegum efnum. Ég er 100% á því að ekki eigi refsa fólki fyrir neyslu eða vera með fíkn og það er yfirleitt ekki gert á Íslandi, þótt við höfum einhver dæmi um slíkt og hægt sé að gera betur. En við höfum ekki náð utan um þennan nýja faraldur sem við vitum ekki hvaða áhrif mun hafa,“ segir Valgerður. Nikótínpúðar Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýjum þætti Einars Bárðarsonar, Einmitt, þar sem hann ræðir við Valgerði Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Miklar áhyggjur af tíðni munntóbaksfíknar Munntóbaks-æði hefur gripið hefur fjölmennan hluta ungs fólks, sér í lagi íþróttafólks, hér á landi og Valgerður segir notkun nikotínpúða mikið áhyggjuefni, því regluverkið sé afar svifaseint á meðan markaðssetningin er stöðug og mikil. „Það kom bara allt í einu rosa hress Svíi sem kom munntóbaki upp í alla ungu kynslóðina. Bara eins og að hann hefði verið að selja hillur úr IKEA. Hvað er að frétta af því?“ segir Einar í því sambandi og bætir við ef honum dytti í hug að hafa áhyggjur af börnunum sínum þá veit hann að þau geta ekki keypt sígarettur auðveldlega en þau geta valið úr gríðarlegum fjölda tegunda af nikótínpúðum. Mjög ávanabindandi og mikið nikótín Valgerður segir markaðsöflin hafa yfirhöndina og til dæmis mjög blekkjandi að talað sé um að efnið sé hvítt og liti ekki tennurnar. „Í raun er þetta mjög ávanabindandi og mikið nikótín í þessu. Þau sem nota þetta eru með þetta meira og minna allan daginn.“ Einar minnist einnig á sóðaskapinn sem af þessu hlýst. Á sama tíma og sígarettustubbar séu hverfandi á götum úti sjáist nú nikótínpúðar ansi víða. Mestur fíknivandi tengdur löglegum efnum Á Íslandi gilda lög og reglur um reyktóbak og Valgerður bendir á að seint um síðir hafi þau náð yfir rafrettur. Eftir eigi að setja slíkar reglur um nikotínpúða. „Þetta stóra sem snýr að fíkniefnum er þessi pólitíska umgjörð sem skiptir mestu máli. Þegar stundum er verið að tala um afglæpavæðingu og lögleiðingu, en við sjáum að mesti vandinn er tengdur löglegum efnum. Ég er 100% á því að ekki eigi refsa fólki fyrir neyslu eða vera með fíkn og það er yfirleitt ekki gert á Íslandi, þótt við höfum einhver dæmi um slíkt og hægt sé að gera betur. En við höfum ekki náð utan um þennan nýja faraldur sem við vitum ekki hvaða áhrif mun hafa,“ segir Valgerður.
Nikótínpúðar Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira