Að ýta kerfinu fram yfir þolmörk þess Finnur Th. Eiríksson skrifar 13. febrúar 2023 10:01 Það eru blikur á lofti. Á örfáum árum hefur stóraukin harka færst í samskipti ólíkra samfélagshópa. Háværu raddirnar hafa hlotið mestan hljómgrunn á meðan skynsemisraddirnar hafa verið kaffærðar. Ætlun mín er ekki að gera lítið úr réttmætum kröfum um aukinn samfélagslegan jöfnuð. En þegar harkan er orðin slík að ekki er lengur hægt að setjast við samningaborðið fara að renna á mann tvær grímur. Það læðist að manni sá grunur að meginmarkmiðið sé ekki að krefjast réttlætis fyrir ákveðinn samfélagshóp. Markmiðið virðist öllu heldur vera að ýta kerfinu fram yfir þolmörk þess. Þessar grunsemdir eru ekki úr lausu lofti gripnar. Það er alkunna að öfgafólk starfar innan raða Eflingar. Eðli málsins samkvæmt hafnar öfgafólk öllum lausnum sem byggja á málamiðlunum. Flókinn raunveruleikinn er smættaður í reyfarakennda baráttu góðs og ills. Með því hugarfari er hægt að réttlæta nánast hvað sem er, meðal annars pólitískar hreinsanir og jafnvel stjórnarbyltingar. Í sögulegu samhengi hafa stjórnarbyltingar ekki átt sér stað á einni nóttu. Þær eiga sér skýran aðdraganda þar sem smám saman er grafið undan innviðum samfélagsins, meðal annars með verkfallsaðgerðum. Oft eiga slíkar byltingar sér stað þegar samfélagið er veikt fyrir, til dæmis í efnahagslægð, hungursneyð eða sjúkdómsfaraldri. Þeir sem þekkja söguna vita að flestar stjórnarbyltingar hafa falið í sér miklar hörmungar fyrir alla hlutaðeigandi. Fullkomið réttlæti er ekki til í þessum heimi og þess vegna eru málamiðlanir nauðsynlegar. Vitanlega er eðlilegt að launþegar hafi verkfallsrétt. En þegar útópískar hugsjónir eða byltingarhugmyndir eru settar framar samfélagslegum stöðugleika er mál að linni. Dragist verkfallsaðgerðir á langinn er óhjákvæmilegt að það komi til inngrips stjórnvalda á einn eða annan hátt. Að lokum verða skynsemisraddirnar að yfirgnæfa þær háværu. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti. Á örfáum árum hefur stóraukin harka færst í samskipti ólíkra samfélagshópa. Háværu raddirnar hafa hlotið mestan hljómgrunn á meðan skynsemisraddirnar hafa verið kaffærðar. Ætlun mín er ekki að gera lítið úr réttmætum kröfum um aukinn samfélagslegan jöfnuð. En þegar harkan er orðin slík að ekki er lengur hægt að setjast við samningaborðið fara að renna á mann tvær grímur. Það læðist að manni sá grunur að meginmarkmiðið sé ekki að krefjast réttlætis fyrir ákveðinn samfélagshóp. Markmiðið virðist öllu heldur vera að ýta kerfinu fram yfir þolmörk þess. Þessar grunsemdir eru ekki úr lausu lofti gripnar. Það er alkunna að öfgafólk starfar innan raða Eflingar. Eðli málsins samkvæmt hafnar öfgafólk öllum lausnum sem byggja á málamiðlunum. Flókinn raunveruleikinn er smættaður í reyfarakennda baráttu góðs og ills. Með því hugarfari er hægt að réttlæta nánast hvað sem er, meðal annars pólitískar hreinsanir og jafnvel stjórnarbyltingar. Í sögulegu samhengi hafa stjórnarbyltingar ekki átt sér stað á einni nóttu. Þær eiga sér skýran aðdraganda þar sem smám saman er grafið undan innviðum samfélagsins, meðal annars með verkfallsaðgerðum. Oft eiga slíkar byltingar sér stað þegar samfélagið er veikt fyrir, til dæmis í efnahagslægð, hungursneyð eða sjúkdómsfaraldri. Þeir sem þekkja söguna vita að flestar stjórnarbyltingar hafa falið í sér miklar hörmungar fyrir alla hlutaðeigandi. Fullkomið réttlæti er ekki til í þessum heimi og þess vegna eru málamiðlanir nauðsynlegar. Vitanlega er eðlilegt að launþegar hafi verkfallsrétt. En þegar útópískar hugsjónir eða byltingarhugmyndir eru settar framar samfélagslegum stöðugleika er mál að linni. Dragist verkfallsaðgerðir á langinn er óhjákvæmilegt að það komi til inngrips stjórnvalda á einn eða annan hátt. Að lokum verða skynsemisraddirnar að yfirgnæfa þær háværu. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun