„Eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 07:00 Björgvin Páll Gústavsson er klár í slaginn fyrir leik Vals gegn Benidorm í Evrópudeildinni í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég er nú búinn að vera í eitt og hálft ár hérna hjá Val og mér finnst allt einhvernveginn vera úrslitaleikir,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, en liðið mætir Benidorm í mikilvægum leik í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Þetta er bara eitthvað sem er úrslitaleikur fyrir okkur. Við erum komnir í augsýn við þessi16-liða úrslit í keppninni sem væri auðvitað ótrúlegt fyrir félagið og íslenskan handbolta ef það tækist.“ Valsmenn höfðu betur gegn Benidorm í fyrri viðureign liðanna þegar leikið var á Spáni fyrr í vetur. Benidorm stillir mikið upp í sjö á sex og Björgvin segir það að stoppa það vera lykilinn að sigri í kvöld. „Þeir vilja spila þetta mikið og eru með ótrúlega skemmtilegt sjö á sex. Fyrir okkur er það lykillin að því, við skorum átta úr átt yfir völlinn í þeim leik þannig við erum að fara að fókusera á það að ná tökum á því.“ „En þeir spila skemmtilega vörn líka og eru mjög aggressívir. Spila 3:3 vörn og eru að berja okkur villt og galið. Þannig þetta verður blanda af því að díla við 3:3 vörnina þeirra og svo sjö á sex. En þeir eru óútrleiknanlegir og það getur vel verið að þeir sleppi því, þeir eru þannig lið. Þetta er lið með fullt af hæfileikum og mikinn hraða þannig þetta eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast, við og Benidorm.“ Eins og áður segir höfðu Valsmenn betur er liðin mættust á Spáni fyrr í vetur. Valsmenn unnu þá með þremur mörkum, 29-32, en það er sá leikur þar sem Valsmenn hafa fengið á sig fæst mörk í keppninni. „Við byggjum svolítið á þeim leik og þeir eru svolítið að spila sama bolta. En þetta eru margir variantar af ákveðnum kerfum hjá þeim og þetta er þannig lið að þeir eru erfiðir og hættulegir þegar kemur að leikaraskap og fleira. Þannig það er auðvitað stór partur af þessu að leikgreina þá hvort sem það er sjö á sex eða að ná vörninni í gang.“ „Góð vörn skilar okkur hraðaupphlaupunum sem skilar okkur mörkum í tómt markið.“ Þá vakti athygli að Bjrögvin var vafinn um hægri höndina í viðtalinu, en hann fullvissaði alla um það að hún yrði í lagi þegar leikurinn færi í gang. „Þetta verður í lagi á morgun. Læknirinn sagði mér að það væri kannski ekkert skynsamlegt að spila og spurði mig hvnær leikurinn væri. Ég sagði að hann væri á þriðjudaginn þannig hann spurði mig hvnær næsti leikur væri og ég sagði honum að það væri á föstudaginn. Í versta falli þarf ég að mæta aftur til hans á morgun og mögulega aftur á föstudaginn ef allt fer illa. En þetta er ekkert að fara að hamla mér í leiknum eða í framhaldinu og þetta er eitthvað sem verður bara í versta lagi vont og þá díla ég bara við það,“ sagði Björgvin að lokum. Klippa: Björgvin Páll fyrir leik Vals og Benidorm Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Þetta er bara eitthvað sem er úrslitaleikur fyrir okkur. Við erum komnir í augsýn við þessi16-liða úrslit í keppninni sem væri auðvitað ótrúlegt fyrir félagið og íslenskan handbolta ef það tækist.“ Valsmenn höfðu betur gegn Benidorm í fyrri viðureign liðanna þegar leikið var á Spáni fyrr í vetur. Benidorm stillir mikið upp í sjö á sex og Björgvin segir það að stoppa það vera lykilinn að sigri í kvöld. „Þeir vilja spila þetta mikið og eru með ótrúlega skemmtilegt sjö á sex. Fyrir okkur er það lykillin að því, við skorum átta úr átt yfir völlinn í þeim leik þannig við erum að fara að fókusera á það að ná tökum á því.“ „En þeir spila skemmtilega vörn líka og eru mjög aggressívir. Spila 3:3 vörn og eru að berja okkur villt og galið. Þannig þetta verður blanda af því að díla við 3:3 vörnina þeirra og svo sjö á sex. En þeir eru óútrleiknanlegir og það getur vel verið að þeir sleppi því, þeir eru þannig lið. Þetta er lið með fullt af hæfileikum og mikinn hraða þannig þetta eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast, við og Benidorm.“ Eins og áður segir höfðu Valsmenn betur er liðin mættust á Spáni fyrr í vetur. Valsmenn unnu þá með þremur mörkum, 29-32, en það er sá leikur þar sem Valsmenn hafa fengið á sig fæst mörk í keppninni. „Við byggjum svolítið á þeim leik og þeir eru svolítið að spila sama bolta. En þetta eru margir variantar af ákveðnum kerfum hjá þeim og þetta er þannig lið að þeir eru erfiðir og hættulegir þegar kemur að leikaraskap og fleira. Þannig það er auðvitað stór partur af þessu að leikgreina þá hvort sem það er sjö á sex eða að ná vörninni í gang.“ „Góð vörn skilar okkur hraðaupphlaupunum sem skilar okkur mörkum í tómt markið.“ Þá vakti athygli að Bjrögvin var vafinn um hægri höndina í viðtalinu, en hann fullvissaði alla um það að hún yrði í lagi þegar leikurinn færi í gang. „Þetta verður í lagi á morgun. Læknirinn sagði mér að það væri kannski ekkert skynsamlegt að spila og spurði mig hvnær leikurinn væri. Ég sagði að hann væri á þriðjudaginn þannig hann spurði mig hvnær næsti leikur væri og ég sagði honum að það væri á föstudaginn. Í versta falli þarf ég að mæta aftur til hans á morgun og mögulega aftur á föstudaginn ef allt fer illa. En þetta er ekkert að fara að hamla mér í leiknum eða í framhaldinu og þetta er eitthvað sem verður bara í versta lagi vont og þá díla ég bara við það,“ sagði Björgvin að lokum. Klippa: Björgvin Páll fyrir leik Vals og Benidorm
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira