Háhyrning rak á land á Reykjanesskaga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2023 22:17 Um er að ræða kvendýr sem er um sex metrar að lengd. Sölvi R. Vignisson Háhyrning rak á land á Reykjanesskaga á dögunum. Líffræðingur segir ekki sérstaklega algengt að slík dýr finnist í fjörum landsins. Um er að ræða um það bil sex metra langt kvendýr, sem hefur verið dautt í nokkra daga, að sögn Sölva R. Vignissonar, líffræðings hjá þekkingarsetri Suðurnesja. Hann fór og skoðaði dýrið og myndaði fyrr í dag. „Ég fékk meldingu frá manni sem er staðkunnugur þarna. Þetta var í Ósabotnum, sem er norðan Hafna á Reykjanesi. Ég fór og tékkaði á þessu og lét Hafrannsóknarstofnun vita en hún vaktar hvalreka á Íslandi,“ segir Sölvi í samtali við fréttastofu. „Það var engin sjáanleg dánarorsök en dýrið var búið að veltast eitthvað um í fjörunni og líklega rekið á land fyrir nokkrum dögum. En það var frekar ferskt.“ Sölvi segir háhyrninga af og til reka á land, en það sé ekki sérstaklega algengt. Síðasta tilvik sem hann muni eftir hafi verið 2019, þegar háhyrning rak á land við Þórshöfn. Sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun fóru í dag og tóku sýni úr dýrinu til ýmiskonar rannsókna. Live from the field pic.twitter.com/evGBGxCslE— Sölvi R.Vignisson (@solvirunar) February 14, 2023 Víðförul dýr Sölvi nefnir einnig verkefni sem rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum stendur fyrir, þar sem fylgst er með ferðum einstakra dýra við Íslandsstrendur sem og annars staðar. „Það eru einstaklingar sem eru úr þessum íslenska stofni, aðallega dýr sem éta íslenska síld við strendur landsins. Þá eru bæði teymi þar og svo um borð í hvalaskoðunarskipum, sem taka myndir af bakugga og mynstri á baki dýranna til að geta greint einstaklingana og ferðir þeirra um heiminn,“ segir Sölvi og bætir við að vitað sé að háhyrningafjölskyldur sem hafi étið síld við strendur Íslands hafi einnig veitt seli við Skotlandsstrendur. Dýr Reykjanesbær Hvalir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Um er að ræða um það bil sex metra langt kvendýr, sem hefur verið dautt í nokkra daga, að sögn Sölva R. Vignissonar, líffræðings hjá þekkingarsetri Suðurnesja. Hann fór og skoðaði dýrið og myndaði fyrr í dag. „Ég fékk meldingu frá manni sem er staðkunnugur þarna. Þetta var í Ósabotnum, sem er norðan Hafna á Reykjanesi. Ég fór og tékkaði á þessu og lét Hafrannsóknarstofnun vita en hún vaktar hvalreka á Íslandi,“ segir Sölvi í samtali við fréttastofu. „Það var engin sjáanleg dánarorsök en dýrið var búið að veltast eitthvað um í fjörunni og líklega rekið á land fyrir nokkrum dögum. En það var frekar ferskt.“ Sölvi segir háhyrninga af og til reka á land, en það sé ekki sérstaklega algengt. Síðasta tilvik sem hann muni eftir hafi verið 2019, þegar háhyrning rak á land við Þórshöfn. Sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun fóru í dag og tóku sýni úr dýrinu til ýmiskonar rannsókna. Live from the field pic.twitter.com/evGBGxCslE— Sölvi R.Vignisson (@solvirunar) February 14, 2023 Víðförul dýr Sölvi nefnir einnig verkefni sem rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum stendur fyrir, þar sem fylgst er með ferðum einstakra dýra við Íslandsstrendur sem og annars staðar. „Það eru einstaklingar sem eru úr þessum íslenska stofni, aðallega dýr sem éta íslenska síld við strendur landsins. Þá eru bæði teymi þar og svo um borð í hvalaskoðunarskipum, sem taka myndir af bakugga og mynstri á baki dýranna til að geta greint einstaklingana og ferðir þeirra um heiminn,“ segir Sölvi og bætir við að vitað sé að háhyrningafjölskyldur sem hafi étið síld við strendur Íslands hafi einnig veitt seli við Skotlandsstrendur.
Dýr Reykjanesbær Hvalir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira