Það er hægt að semja til langs tíma á íslenskum vinnumarkaði Jón Ingi Hákonarson skrifar 15. febrúar 2023 13:00 Geta aðilar á vinnumarkaði gert langtíma kjarasamning? Svarið er já, hluti atvinnulífsins býr við þann stöðugleika að geta horft áratug fram í tímann. Aftur á móti býr stór hluti atvinnulífsins við þær aðstæður að geta ekki einu sinni séð ár fram í tímann. Við erum að upplifa merkilegt tímabil því á sama augnabliki eru uppi þrjár ólíkar stöður í kjarabaráttunni. Stór hluti stéttarfélaga hefur samið til mjög skamms tíma vegna óvissunnar í efnahagsmálum, Efling hefur boðað til verkfalla og samningsviðræður við atvinnulífið eru við frostmark. Sjómenn hafa aftur á móti samið til tíu ára vegna stöðugleika og þess fyrirsjáanleika sem þar ríkir. Erum við ekki öll á sama báti, er þetta ekki eitt efnahagskerfi sem við búum við, eða hvað? Einn þessara hópa býr við þá gæfu að fá að gera upp í evru, hinir í íslenskum krónum. Kostir þess að vera utan krónuhagkerfisins hafa líklega aldrei verið jafn augljósir. Krónan ýkir óstöðugleika efnahagslífsins á meðan evran ýtir undir stöðugleika. Krónan er dýr gjaldmiðill og kostar megin þorra launafólks hvítuna úr augunum. Mesta kjarabót íslensks launafólks er gjaldmiðill sem heldur verðgildi sínu. Það að íslenskt launafólk borgi húsnæði sitt allt að þrisvar sinnum á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu borgi það einu og hálfu sinni er ekki boðlegt. Það að íslenskt launafólk hafi ekki efni á öðru en 40 ára löngu verðtryggðu húsnæðisláni er fátæktargildra efri áranna. Nú er svo komið að fasteignaverð og vextir á fasteignalánum eru komin út fyrir þolmörk og verkfæri efnahagsstjórnunar eru orðin bitlaus. Hinir skuldlausu þola krónuhagkerfið, við sem burðumst með fasteignalán gerum það ekki. Við verðum bara að hlaupa hraðar. Mér sýnist að flest launafólk sé búið að hlaupa of hratt of lengi. Er ekki bara komið nóg? Er ekki bara best að taka upp nothæfan gjaldmiðil? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Jón Ingi Hákonarson Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Geta aðilar á vinnumarkaði gert langtíma kjarasamning? Svarið er já, hluti atvinnulífsins býr við þann stöðugleika að geta horft áratug fram í tímann. Aftur á móti býr stór hluti atvinnulífsins við þær aðstæður að geta ekki einu sinni séð ár fram í tímann. Við erum að upplifa merkilegt tímabil því á sama augnabliki eru uppi þrjár ólíkar stöður í kjarabaráttunni. Stór hluti stéttarfélaga hefur samið til mjög skamms tíma vegna óvissunnar í efnahagsmálum, Efling hefur boðað til verkfalla og samningsviðræður við atvinnulífið eru við frostmark. Sjómenn hafa aftur á móti samið til tíu ára vegna stöðugleika og þess fyrirsjáanleika sem þar ríkir. Erum við ekki öll á sama báti, er þetta ekki eitt efnahagskerfi sem við búum við, eða hvað? Einn þessara hópa býr við þá gæfu að fá að gera upp í evru, hinir í íslenskum krónum. Kostir þess að vera utan krónuhagkerfisins hafa líklega aldrei verið jafn augljósir. Krónan ýkir óstöðugleika efnahagslífsins á meðan evran ýtir undir stöðugleika. Krónan er dýr gjaldmiðill og kostar megin þorra launafólks hvítuna úr augunum. Mesta kjarabót íslensks launafólks er gjaldmiðill sem heldur verðgildi sínu. Það að íslenskt launafólk borgi húsnæði sitt allt að þrisvar sinnum á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu borgi það einu og hálfu sinni er ekki boðlegt. Það að íslenskt launafólk hafi ekki efni á öðru en 40 ára löngu verðtryggðu húsnæðisláni er fátæktargildra efri áranna. Nú er svo komið að fasteignaverð og vextir á fasteignalánum eru komin út fyrir þolmörk og verkfæri efnahagsstjórnunar eru orðin bitlaus. Hinir skuldlausu þola krónuhagkerfið, við sem burðumst með fasteignalán gerum það ekki. Við verðum bara að hlaupa hraðar. Mér sýnist að flest launafólk sé búið að hlaupa of hratt of lengi. Er ekki bara komið nóg? Er ekki bara best að taka upp nothæfan gjaldmiðil? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar