Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Máni Snær Þorláksson skrifar 15. febrúar 2023 21:10 Háskóli Íslands Vísir/Vilhelm Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. Til stendur að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands. Um er að ræða bílastæði á malarplani við háskólann en hingað til hefur fólk ekki þurft að borga fyrir að leggja bílnum þar. Óhætt er að segja að þessi mögulega gjaldskylda sé umdeild. Viðmælendur sem ræddu við Ísland í dag voru til dæmis ekki allir á sama máli þegar þeir voru spurðir út í málið í síðustu viku. Hreyfingin sé ekki að verja hagsmuni stúdenta Á fundi stúdentaráðs í gær lagði Dagur Kárason, oddviti Vöku og fulltrúi í Stúdentaráði, fram ályktunartillögu gegn gjaldskyldu á bílastæðum Háskóla Íslands. Samkvæmt yfirlýsingu frá Vöku lagði fulltrúi Röskvu til að ályktunartillögunni yrði vísað frá þegar hún var tekin upp á fundinum. „Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktun Vöku, en fulltrúar Vöku kusu gegn frávísuninni. Efni tillögunnar sjálfrar var ekki einu sinni tekið til umræðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til færslu sem Röskva birti á Instagram-síðu í kjölfar fundarins. Í færslunni er fullyrt að óhjákvæmilegt sé að háskólinn komi á gjaldskyldu á bílastæðin. Í yfirlýsingu Vöku er þessi fullyrðing gagnrýnd: „Fulltrúar Röskvu firra sig þar með ábyrgð sinni til að standa gegn auknum álögum á stúdenta. Í yfirlýsingunni benda þau einnig á U-passann sem lausn fyrir þá sem keyra þurfa. Staðreyndin er sú, eins og Vaka hefur bent á áður, að strætókerfið hentar einfaldlega ekki þörfum stórs hluta stúdenta jafnvel þó að verðið væri lækkað. Það á til að mynda við um stúdenta sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða á landsbyggðinni, eru foreldrar eða sinna skyldum með skóla eins og vinnu.“ Að lokum segir Vaka að með þessu hafi Röskva skýrt afstöðu sína í verki. Með þessu sé hreyfingin ekki að verja beina hagsmuni stúdenta. Mikilvægt að leita lausna Í svörum frá Rebekku Karlsdóttir, forseta Stúdentaráðs, við fyrirspurnum fréttastofu, segir hún að samkvæmt samþykktri stefnu Stúdentaráðs sé eitt helsta málefni ráðsins framtíð háskólasvæðisins sem felur í sér samþjöppun á starfsemi háskólans, þéttara skipulag og bættar almenningssamgöngur. „Þá er lögð áhersla á grunnþjónustukjarna í Vatnsmýrinni sem skuli þjónusta stúdenta, starfsfólk og nærliggjandi svæði, fleiri stúdentaíbúðir og eflingu vistvænna samgöngukosta, til að mynda með innleiðingu samgöngukorts á hagstæðu verði, líkt og Stúdentaráð hefur þegar talað um sem U-passa og Háskóli Íslands tekið tillit til. Passinn er að fyrirmynd U-pass sem þekkist erlendis og veitir aðgang að fjölmörgum samgöngukostum.“ Þá segir hún að allt frá því að áform Háskóla Íslands um að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum skólans komu fyrst upp hafi skrifstofa Stúdentaráðs ítrekað við háskólayfirvöld að U-passinn skuli verða að veruleika samhliða þeim áformum og að mikilvægt sé að leitað verði lausna fyrir þá stúdenta sem þurfa að reiða sig á bíl. „Stúdentaráð hefur jafnframt beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir auknu fjármagni til almenningssamgangna til þess að hægt sé að innleiða U-passa, sjá yfirlýsingu ráðsins hér. Háskólayfirvöld hafa tekið vel í kröfur Stúdentaráðs og bindur skrifstofan miklar vonir við að útfærsla og framkvæmd á téðum áformum verði vel ígrunduð, sem og að farsælar lausnir verði fundnar fyrir stúdenta og starfsfólk.“ Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Til stendur að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands. Um er að ræða bílastæði á malarplani við háskólann en hingað til hefur fólk ekki þurft að borga fyrir að leggja bílnum þar. Óhætt er að segja að þessi mögulega gjaldskylda sé umdeild. Viðmælendur sem ræddu við Ísland í dag voru til dæmis ekki allir á sama máli þegar þeir voru spurðir út í málið í síðustu viku. Hreyfingin sé ekki að verja hagsmuni stúdenta Á fundi stúdentaráðs í gær lagði Dagur Kárason, oddviti Vöku og fulltrúi í Stúdentaráði, fram ályktunartillögu gegn gjaldskyldu á bílastæðum Háskóla Íslands. Samkvæmt yfirlýsingu frá Vöku lagði fulltrúi Röskvu til að ályktunartillögunni yrði vísað frá þegar hún var tekin upp á fundinum. „Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktun Vöku, en fulltrúar Vöku kusu gegn frávísuninni. Efni tillögunnar sjálfrar var ekki einu sinni tekið til umræðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til færslu sem Röskva birti á Instagram-síðu í kjölfar fundarins. Í færslunni er fullyrt að óhjákvæmilegt sé að háskólinn komi á gjaldskyldu á bílastæðin. Í yfirlýsingu Vöku er þessi fullyrðing gagnrýnd: „Fulltrúar Röskvu firra sig þar með ábyrgð sinni til að standa gegn auknum álögum á stúdenta. Í yfirlýsingunni benda þau einnig á U-passann sem lausn fyrir þá sem keyra þurfa. Staðreyndin er sú, eins og Vaka hefur bent á áður, að strætókerfið hentar einfaldlega ekki þörfum stórs hluta stúdenta jafnvel þó að verðið væri lækkað. Það á til að mynda við um stúdenta sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða á landsbyggðinni, eru foreldrar eða sinna skyldum með skóla eins og vinnu.“ Að lokum segir Vaka að með þessu hafi Röskva skýrt afstöðu sína í verki. Með þessu sé hreyfingin ekki að verja beina hagsmuni stúdenta. Mikilvægt að leita lausna Í svörum frá Rebekku Karlsdóttir, forseta Stúdentaráðs, við fyrirspurnum fréttastofu, segir hún að samkvæmt samþykktri stefnu Stúdentaráðs sé eitt helsta málefni ráðsins framtíð háskólasvæðisins sem felur í sér samþjöppun á starfsemi háskólans, þéttara skipulag og bættar almenningssamgöngur. „Þá er lögð áhersla á grunnþjónustukjarna í Vatnsmýrinni sem skuli þjónusta stúdenta, starfsfólk og nærliggjandi svæði, fleiri stúdentaíbúðir og eflingu vistvænna samgöngukosta, til að mynda með innleiðingu samgöngukorts á hagstæðu verði, líkt og Stúdentaráð hefur þegar talað um sem U-passa og Háskóli Íslands tekið tillit til. Passinn er að fyrirmynd U-pass sem þekkist erlendis og veitir aðgang að fjölmörgum samgöngukostum.“ Þá segir hún að allt frá því að áform Háskóla Íslands um að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum skólans komu fyrst upp hafi skrifstofa Stúdentaráðs ítrekað við háskólayfirvöld að U-passinn skuli verða að veruleika samhliða þeim áformum og að mikilvægt sé að leitað verði lausna fyrir þá stúdenta sem þurfa að reiða sig á bíl. „Stúdentaráð hefur jafnframt beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir auknu fjármagni til almenningssamgangna til þess að hægt sé að innleiða U-passa, sjá yfirlýsingu ráðsins hér. Háskólayfirvöld hafa tekið vel í kröfur Stúdentaráðs og bindur skrifstofan miklar vonir við að útfærsla og framkvæmd á téðum áformum verði vel ígrunduð, sem og að farsælar lausnir verði fundnar fyrir stúdenta og starfsfólk.“
Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira