„Axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 18:22 Vísir „Á meðan það er verið að tala saman þá er það gott mál,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað með Ástráði Haraldssyni settum sáttasemjara frá því klukkan níu í morgun. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. „Ég vil segja það eitt, og hitt er það líka, við erum loksins farin að ræða þá hluti sem voru lagðir á borð í janúar. Við hefðum gjarnan vilja ræða nánar um þá við Eflingu,“ segir Eyjólfur Árni í samtali við fréttastofu. Aðspurður um innkomu nýs ríkissáttasemjara segir Eyjólfur gott að vinna með Ástráði. Hann sé „hreinn og beinn“ í sínu starfi. Finnið þið fyrir aukinni pressu vegna verkfallsaðgerða sem eru hafnar og farnar að hafa ákveðin áhrif? „Ég vil ekki orða það þannig að það sé auka pressa. Við erum bara að horfa fram á það að allt samfélagið verður fyrir tjóni á hverjum einasta degi núna og það er bara að fara að aukast með þeim verkföllum sem hófust í dag. Og það viljum við sem samfélag stöðva sem allra fyrst, það er enginn sem græðir á þeim til lengri tíma litið.“ Eyjólfur bætir því við að verið sé að leggja af stað inn í þennan dag með von um það að geta fundið grunn til að ræða mögulegan kjarasamning í framhaldinu. Þá vill hann ekkert gefa upp um hvort viðræður muni halda áfram á morgun eða hvort hann telji þokast nær í átt að grundvelli að frekara samtali. Aðspurður um hvort mögulegt sé að grafa stríðsöxina eftir yfirlýsingar undanfarinna vikna kveðst Eyjólfur engar áhyggjur hafa. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem setið er við kjarasamningsborð. Þannig að axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar.“ Þá sagði hann að fyrri yfirlýsingar, um að ekki yrði brotinn trúnaður við þá aðila sem búið er að semja við, myndu standa. „Sú yfirlýsing sem var sögð áður stendur enn þá. Við munum ekki gera það. Við stöndum ætíð við okkar samninga.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Sjá meira
Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað með Ástráði Haraldssyni settum sáttasemjara frá því klukkan níu í morgun. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. „Ég vil segja það eitt, og hitt er það líka, við erum loksins farin að ræða þá hluti sem voru lagðir á borð í janúar. Við hefðum gjarnan vilja ræða nánar um þá við Eflingu,“ segir Eyjólfur Árni í samtali við fréttastofu. Aðspurður um innkomu nýs ríkissáttasemjara segir Eyjólfur gott að vinna með Ástráði. Hann sé „hreinn og beinn“ í sínu starfi. Finnið þið fyrir aukinni pressu vegna verkfallsaðgerða sem eru hafnar og farnar að hafa ákveðin áhrif? „Ég vil ekki orða það þannig að það sé auka pressa. Við erum bara að horfa fram á það að allt samfélagið verður fyrir tjóni á hverjum einasta degi núna og það er bara að fara að aukast með þeim verkföllum sem hófust í dag. Og það viljum við sem samfélag stöðva sem allra fyrst, það er enginn sem græðir á þeim til lengri tíma litið.“ Eyjólfur bætir því við að verið sé að leggja af stað inn í þennan dag með von um það að geta fundið grunn til að ræða mögulegan kjarasamning í framhaldinu. Þá vill hann ekkert gefa upp um hvort viðræður muni halda áfram á morgun eða hvort hann telji þokast nær í átt að grundvelli að frekara samtali. Aðspurður um hvort mögulegt sé að grafa stríðsöxina eftir yfirlýsingar undanfarinna vikna kveðst Eyjólfur engar áhyggjur hafa. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem setið er við kjarasamningsborð. Þannig að axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar.“ Þá sagði hann að fyrri yfirlýsingar, um að ekki yrði brotinn trúnaður við þá aðila sem búið er að semja við, myndu standa. „Sú yfirlýsing sem var sögð áður stendur enn þá. Við munum ekki gera það. Við stöndum ætíð við okkar samninga.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Sjá meira
Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16
„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07
Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent