Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2023 08:30 Rússar halda áfram að skjóta eldflaugum á mikilvæga innviði í Úkraínu og á sama tíma er hart barist í Bakhmut. AP/Libkos Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. Samkvæmt embættismönnum í Úkraínu voru átta Kalibr-eldflaugar sem skotið var frá skipi Rússa í Svartahafi skotnar niður í morgun en aðrar náðu skotmörkum sínum í norður- og vesturhluta Úkraínu og í Dnipropetrovsk og Kirovograd. Reuters greindi frá því í morgun að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna muni í næstu viku greiða atkvæði um ályktun sem kveður á um nauðsyn þess að aðilar komist að samkomulagi um varanlegan frið í Úkraínu. Atkvæðagreiðslan er sögð munu fara fram sama dag og ár er liðið frá innrás Rússa. Í ályktuninni verður þess meðal annars krafist að hersveitir Rússlands hverfi frá Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Wang Yi, æðsti sendifulltrúi Kína, funduðu í París í gær og ræddu meðal annars áhrif stríðsins á viðkvæm ríki, meðal annars með tilliti til fæðuöryggis. Báðir lýstu yfir sama markmiði um að stuðla að friði en ítarlegar útlistanir á aðgerðum fylgdu ekki. Hugveitan Institute for the Study of War segir Rússa líklega hafa gengið verulega á mannskap og vopnabirgðir sínar. Sérfræðingar hugveitunnar segja þá illa undir það búna að viðhalda stórsókn í austurhluta Úkraínu og vænta ekki stórtíðinda í fyrirhuguðum ávörpum Vladimir Pútín Rússlandsforseta í næstu viku. Russia s costly military campaign in #Ukraine has likely significantly depleted #Russian equipment and manpower reserves necessary to sustain a successful large-scale offensive in eastern Ukraine.https://t.co/VGVhIP3NAd pic.twitter.com/SEFALNrWPw— ISW (@TheStudyofWar) February 16, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Samkvæmt embættismönnum í Úkraínu voru átta Kalibr-eldflaugar sem skotið var frá skipi Rússa í Svartahafi skotnar niður í morgun en aðrar náðu skotmörkum sínum í norður- og vesturhluta Úkraínu og í Dnipropetrovsk og Kirovograd. Reuters greindi frá því í morgun að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna muni í næstu viku greiða atkvæði um ályktun sem kveður á um nauðsyn þess að aðilar komist að samkomulagi um varanlegan frið í Úkraínu. Atkvæðagreiðslan er sögð munu fara fram sama dag og ár er liðið frá innrás Rússa. Í ályktuninni verður þess meðal annars krafist að hersveitir Rússlands hverfi frá Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Wang Yi, æðsti sendifulltrúi Kína, funduðu í París í gær og ræddu meðal annars áhrif stríðsins á viðkvæm ríki, meðal annars með tilliti til fæðuöryggis. Báðir lýstu yfir sama markmiði um að stuðla að friði en ítarlegar útlistanir á aðgerðum fylgdu ekki. Hugveitan Institute for the Study of War segir Rússa líklega hafa gengið verulega á mannskap og vopnabirgðir sínar. Sérfræðingar hugveitunnar segja þá illa undir það búna að viðhalda stórsókn í austurhluta Úkraínu og vænta ekki stórtíðinda í fyrirhuguðum ávörpum Vladimir Pútín Rússlandsforseta í næstu viku. Russia s costly military campaign in #Ukraine has likely significantly depleted #Russian equipment and manpower reserves necessary to sustain a successful large-scale offensive in eastern Ukraine.https://t.co/VGVhIP3NAd pic.twitter.com/SEFALNrWPw— ISW (@TheStudyofWar) February 16, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira