Segir hrýfi aukast í borginni eftir því sem skógurinn vex Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2023 07:07 Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, starfaði áður á Veðurstofu Íslands. Egill Aðalsteinsson Vaxandi trjágróður er farinn að hafa merkjanleg áhrif á veðurfar á Reykjavíkursvæðinu. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að vegna skógarins í Heiðmörk sé iðulega meira skjól í úthverfum borgarinnar en annars væri. Eflaust eru margir orðnir langþreyttir á lægðaganginum með tilheyrandi umhleypingum og hvassviðri. Mannfólkið ræður kannski lítið við rokið. Og þó. Eitt ráðið gæti verið að rækta skóg. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sýnir framkvæmdastjórinn, Auður Kjartansdóttir, okkur vindakort Veðurstofunnar frá 7. febrúar. Kortið sýnir mikinn vindhraða allt í kringum borgina en mun minni vind inni í byggðinni. Þannig segir hún 40 metra hviður á sekúndu sjást í Bláfjöllum meðan hviðurnar nái aðeins 14 metrum í efri hverfum Reykjavíkur. Það skýrir hún með skjólinu í Heiðmörk. Auður bendir á skjólpollinn í borginni á sama tíma og mun hvassara er í kringum borgina.Egill Aðalsteinsson Gamlar myndir sýna hvað borgin var áður berangursleg. Núna er trjágróður víða vaxinn upp fyrir húsþökin. „Bara iðulega sér maður í suðlægum og austlægum áttum bremsun vindsins yfir höfuðborginni,“ segir Auður, sem áður starfaði hjá Veðurstofunni. Hún segir að þar noti menn hugtakið hrýfi, með ypsíloni, um áhrifin. Það sé leitt af orðinu hrjúfur. Vindur ferðist hraðar yfir sjó heldur en land en þetta er einnig skýrt á vef Skógræktarfélagsins. „Og mismunandi landslagsgerðir bremsa í raun og veru vindinn þegar hann ferðast yfir.“ Séð yfir skógarreiti í Heiðmörk. Efst til hægri sést í Vatnsendahverfi í Kópavogi.Arnar Halldórsson Auður varpar því fram hvort mætti ekki skýla Leifsstöð betur með trjám. „Hvort að gestir geti farið auðveldar út úr landgöngum og flugvélar myndu ekki færast úr stað, og allt hvað eina, sem maður hefur heyrt í fréttum.“ Hún segir áhrif skógar á hrýfi geta verið þrítugfalt. „Og með aukinni skógrækt, þá eykst hrýfi, og við upplifum meira skjól,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Veður Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Eflaust eru margir orðnir langþreyttir á lægðaganginum með tilheyrandi umhleypingum og hvassviðri. Mannfólkið ræður kannski lítið við rokið. Og þó. Eitt ráðið gæti verið að rækta skóg. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sýnir framkvæmdastjórinn, Auður Kjartansdóttir, okkur vindakort Veðurstofunnar frá 7. febrúar. Kortið sýnir mikinn vindhraða allt í kringum borgina en mun minni vind inni í byggðinni. Þannig segir hún 40 metra hviður á sekúndu sjást í Bláfjöllum meðan hviðurnar nái aðeins 14 metrum í efri hverfum Reykjavíkur. Það skýrir hún með skjólinu í Heiðmörk. Auður bendir á skjólpollinn í borginni á sama tíma og mun hvassara er í kringum borgina.Egill Aðalsteinsson Gamlar myndir sýna hvað borgin var áður berangursleg. Núna er trjágróður víða vaxinn upp fyrir húsþökin. „Bara iðulega sér maður í suðlægum og austlægum áttum bremsun vindsins yfir höfuðborginni,“ segir Auður, sem áður starfaði hjá Veðurstofunni. Hún segir að þar noti menn hugtakið hrýfi, með ypsíloni, um áhrifin. Það sé leitt af orðinu hrjúfur. Vindur ferðist hraðar yfir sjó heldur en land en þetta er einnig skýrt á vef Skógræktarfélagsins. „Og mismunandi landslagsgerðir bremsa í raun og veru vindinn þegar hann ferðast yfir.“ Séð yfir skógarreiti í Heiðmörk. Efst til hægri sést í Vatnsendahverfi í Kópavogi.Arnar Halldórsson Auður varpar því fram hvort mætti ekki skýla Leifsstöð betur með trjám. „Hvort að gestir geti farið auðveldar út úr landgöngum og flugvélar myndu ekki færast úr stað, og allt hvað eina, sem maður hefur heyrt í fréttum.“ Hún segir áhrif skógar á hrýfi geta verið þrítugfalt. „Og með aukinni skógrækt, þá eykst hrýfi, og við upplifum meira skjól,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Veður Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04
Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21
Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53