Innlent

Fór húsa­villt og kallað var til lög­reglu

Árni Sæberg skrifar
Nóttin var róleg hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Nóttin var róleg hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Í nótt var tilkynnt um mann sem var að reynast komast inn í hús í umdæmi lögreglustöðvar tvö. Fljótlega kom í ljós að maðurinn hafði einfaldlega farið húsavillt.

Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóttina. Þar segir einungis að maðurinn hafi farið húsavillt í hverfi sem er í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem þjónustar Hafnarfjörð og Garðabæ.

Engar skemmdir urðu af ruglingi mannsins og þeir sem tilkynntu ferðir hans hafa engar kröfur gert.

Mikið um ölvunarakstur

Að öðru leyti virðist nóttin hafa farið rólega fram hjá lögreglunni ef frá eru talin nokkuð mörg atvik þar sem ökumenn voru stöðvaðir við akstur. 

Alls voru sex stöðvaðir vegna gruns um undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Enginn þeirra gistir fangageymslur og öllum þeirra var sleppt að lokinni sýnatöku. Einn þeirra reyndist á ökuréttinda.

Þá var einn ökumaður stöðvaður án ökuréttinda og á ótryggðu ökutæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×