Tala látinna komin í 45 þúsund Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2023 08:05 Hakan Yasinoglu er einn þeirra þriggja sem bjargað var úr rústum í Tyrklandi í gær. Hann hafði þraukað í 248 klukkstundir í rústunum. Mustafa Yilmaz/Getty Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. Skjálftinn öflugi reið yfir fyrir ellefu dögum við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Í Tyrklandi stendur tala látinna í 39.672 en í Sýrlandi í ríflega 5.800. Sú tala hefur ekki verið uppfærð svo dögum skiptir. Stríðsátök hófust á ný í Sýrlandi en uppreisnarmenn gegn stjórnvöldum Bashars Al-Assad Sýrlandsforseta, fara með völd í norðurhluta landsins, þar sem skjálftinn olli eyðileggingu. Í frétt Reuters um málið segir að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á bæinn Antareb, sem er á valdi uppreisnarsinna og fór illa út í jarðskjálftanum. Þá segir að þúsundir Sýrlendinga, sem flúð höfðu átökin til Tyrklands, séu komnir aftur til Sýrlands í kjölfar skjálftans. Reiði vegna illa byggðra húsa Mikil reiði ólgar í Tyrklandi um þessar mundir vegna þess gríðarlega fjölda íbúðarbygginga sem hrundi í skjálftanum. Byggingar sem sagðar voru öruggar í jarðskjálftanum hrundu eins og spilaborgir þegar slíkur reið yfir. Hamza Alpaslan missti bróður sinn sem hafði búið í blokk sem hrundi í Antakya. Íbúar blokkarinnar voru hundruð talsins. „Húsið var sagt öruggt í jarðskjálftum en maður getur séð hvað gerðist. Það er í hræðilegu ástandi. Það var hvorki sement né almennilegar járnabindingar í því. Þetta er hreint helvíti,“ hefur Reuters eftir honum. Gríðarlegur fjöldi bygginga hrundi í jarðskjálftanum.Yavuz Ozden/Getty Stjórnvöld hafa heitið því að rannsaka hvern þann sem grunaður er um að bera ábyrgð á hruni bygginga og hafa þegar hneppt rúmlega eitt hundrað manns í varðhald. Unglingi og nýbökuðum föður bjargað Mikill fjöldi alþjóðlegra leitarflokki hefur snúið aftur til sinna heimalanda enda segja sérfræðingar að mestar líkur séu á að bjarga fólki úr rústum innan sólarhrings frá jarðskjálfta. Meðal þeirra er seinni hluti íslenska hópsins, sem sneri heim í gær. Þó er ekki enn öll von úti líkt og björgunaraðgerðir gærdagsins bera vitni. Yfirvöld í Tyrklandi tilkynntu í gær að þremur hefði verið bjargað úr rústum þann daginn. Það voru þeir Hakan Yasinoglu á fimmtugsaldri, Osman Halebiye fjórtán ára og Mustafa Avci nýbakaður faðir á fertugsaldri. „Ég hafði glatað allri vonarglætu. Þetta er sannkallað kraftaverk, þau gáfu mér son minn aftur. Ég sá rústirnar og hugsaði með mér að engum yrði bjargað úr þeim,“ er haft eftir föður Avci. Á meðan verið var að bera Avci úr rústunum hringdu foreldrar í hann í myndsímtali og sýndu honum nýfæddan son sinn og eiginkonu hans, sem lágu enn á fæðingardeild. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Íslendingar erlendis Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Skjálftinn öflugi reið yfir fyrir ellefu dögum við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Í Tyrklandi stendur tala látinna í 39.672 en í Sýrlandi í ríflega 5.800. Sú tala hefur ekki verið uppfærð svo dögum skiptir. Stríðsátök hófust á ný í Sýrlandi en uppreisnarmenn gegn stjórnvöldum Bashars Al-Assad Sýrlandsforseta, fara með völd í norðurhluta landsins, þar sem skjálftinn olli eyðileggingu. Í frétt Reuters um málið segir að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á bæinn Antareb, sem er á valdi uppreisnarsinna og fór illa út í jarðskjálftanum. Þá segir að þúsundir Sýrlendinga, sem flúð höfðu átökin til Tyrklands, séu komnir aftur til Sýrlands í kjölfar skjálftans. Reiði vegna illa byggðra húsa Mikil reiði ólgar í Tyrklandi um þessar mundir vegna þess gríðarlega fjölda íbúðarbygginga sem hrundi í skjálftanum. Byggingar sem sagðar voru öruggar í jarðskjálftanum hrundu eins og spilaborgir þegar slíkur reið yfir. Hamza Alpaslan missti bróður sinn sem hafði búið í blokk sem hrundi í Antakya. Íbúar blokkarinnar voru hundruð talsins. „Húsið var sagt öruggt í jarðskjálftum en maður getur séð hvað gerðist. Það er í hræðilegu ástandi. Það var hvorki sement né almennilegar járnabindingar í því. Þetta er hreint helvíti,“ hefur Reuters eftir honum. Gríðarlegur fjöldi bygginga hrundi í jarðskjálftanum.Yavuz Ozden/Getty Stjórnvöld hafa heitið því að rannsaka hvern þann sem grunaður er um að bera ábyrgð á hruni bygginga og hafa þegar hneppt rúmlega eitt hundrað manns í varðhald. Unglingi og nýbökuðum föður bjargað Mikill fjöldi alþjóðlegra leitarflokki hefur snúið aftur til sinna heimalanda enda segja sérfræðingar að mestar líkur séu á að bjarga fólki úr rústum innan sólarhrings frá jarðskjálfta. Meðal þeirra er seinni hluti íslenska hópsins, sem sneri heim í gær. Þó er ekki enn öll von úti líkt og björgunaraðgerðir gærdagsins bera vitni. Yfirvöld í Tyrklandi tilkynntu í gær að þremur hefði verið bjargað úr rústum þann daginn. Það voru þeir Hakan Yasinoglu á fimmtugsaldri, Osman Halebiye fjórtán ára og Mustafa Avci nýbakaður faðir á fertugsaldri. „Ég hafði glatað allri vonarglætu. Þetta er sannkallað kraftaverk, þau gáfu mér son minn aftur. Ég sá rústirnar og hugsaði með mér að engum yrði bjargað úr þeim,“ er haft eftir föður Avci. Á meðan verið var að bera Avci úr rústunum hringdu foreldrar í hann í myndsímtali og sýndu honum nýfæddan son sinn og eiginkonu hans, sem lágu enn á fæðingardeild.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Íslendingar erlendis Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira