Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson skrifar 18. febrúar 2023 19:01 Það er óhætt að segja að á síðustu mánuðum hafi athygli landsmanna beinst í átt til kjarasamninga og auðvitað full ástæða til, samtalið milli atvinnurekenda og launafólks um réttláta umbun fyrir vinnuframlag er yfirleitt fréttnæmt, þar sem að um er að ræða hagsmuni stórra hópa í hvert sinn. Það hefur verið um margt óvanaleg staða uppi á íslenskum vinnumarkaði síðustu misseri. Stéttarfélög fóru ekki varhluta af þeim doða sem einkenndi marga þætti samskipta þjóðar sem barðist við alheimsfaraldur. Við snerum bökum saman um allt samfélagið til varnar veirunni, óháð öllum ytri þáttum og ýttum mörgu til hliðar sem áður hafði verið ríkur þáttur í okkar lífi. Eitt af því voru samskipti um kaup og kjör á vinnumarkaði og því mátti reikna með að í kjölfarið yrði tími að ná takti á þeim vettvangi. Kannski var það ástæða þess að um skeið mátti greina óeiningu í okkar röðum, það í okkar kröfugerð sem við vorum ekki sammála um varð kjarni fréttaflutnings og því miður féllum við í þá gryfju að bera ósætti okkar á borð almennings í fjölmiðlum. Á meðan á þessu stóð hölluðu atvinnurekendur sér líklega aftur, pússuðu sennilega aðeins af gamalli hugmyndafræði um að sundra og sigra (divide and conquer) og gáfu upp boltann um að fram undan væri tími þar sem að úr litlu væri að moða og allir yrðu að sætta sig við það sama. Auðvitað er það svo að í litlu hagkerfi sem býr við sífelldan óstöðugleika í efnahagslífi sínu að það getur verið naumt skammtað, nema jú kannski til stórfyrirtækja, sem stefnir í að skili methagnaði til hluthafa sinna fyrir árið 2022 og vissulega hafa fyrirtæki, samkvæmt könnun BHM, náð að auka hagnað sinn um 60% nú á þeim tímum sem verðbólgan hefur höggvið stöðugt í kaupmátt almennings. Hin almenna umræða hefur þó ekki farið hátt um þessi atriði. Hún hefur verið um ótraust efnahagsástand og ábyrgð launafólks á þeirri stöðu sem uppi er. Á síðustu dögum var svo dregin upp enn ein gömul sundrunargrýla á bræðra- og systralagssamkomu Félags atvinnurekenda. Þar kynntu þau til leiks æðra mikilvægi hins almenna markaðar þar sem verðandi ráðherra hélt eitt aðalerindið um ofvaxið opinbert kerfi. Þar leyfði þingmaðurinn sér að spyrja hvort að verðmæti yrðu til í skúffum embættismanna! Væntanlega hefur þessi ágæti þingmaður bara gleymt því að stærstum hluta opinberra starfsmanna var jú skipað til vinnu með stjórnvaldsákvörðunum á tímum COVID19 – til að verja lífsgæði samfélagsins. Grínsketsinum þeirra var meðal annars beint að forsvarsfólki opinberra samtaka sem hafa í vetur ákveðið að vinna saman að mörgum sameiginlegum hagsmunum okkar félagsfólks. Hugmyndafræðin um að skipta samtökum launafólks upp skín sterkt í gegn. Viðbrögðin sem birtust þegar Efling, eitt stærsta stéttarfélag landsins, ákvað að ný rétt sinn til kjaraviðræðna og óska annarra kjara en þegar hafði verið samið um komu ekki á óvart. Hvað þá þegar forsvarsmaður stéttarfélagsins leyfði sér að viðhafa stór orð um mikilvægi síns fólks og mótmæla samningatækni mótaðilans í viðræðunum. Fulltrúar hans misstu andann yfir þeirri óskammfeilni að Efling hygðist boða til verkfalls, sem er jú skýlaus réttur stéttarfélags í vinnudeilum, og hrósuðu sigri þegar miðlunartillaga var lögð fram. Umræðunni í samfélaginu var snúið á þann stað að Efling væri að „ógna stöðugleikanum“ og grátklökkir stjórnendur stórfyrirtækja, með milljónir í mánaðarlaun, lýstu megnri óánægju. Sem betur fer ýtti þessi umræða við íslenskum stéttarfélögum og vonandi öllu launafólki. Það ber að þakka Eflingarfólki, óháð öllum öðrum þáttum kjaradeilunnar, fyrir að taka að sér hlutverk Ólivers Twist úr matsalnum þar sem allir sátu hnípnir og svangir og þáðu sinn nauma grautarskammt úr hendi yfirvaldsins. Efling ákvað að grauturinn sem átti að skipta jafnt milli allra dygði ekki og viðbrögð þeirra krafna voru nákvæmlega þau sömu og yfirvaldsins hjá Dickens. Harmakvein og öskur um frekju og óforskömmugheit sem gæti ógnað heimsmynd þeirra sem ráða. Stéttarfélög gegna lykilhlutverki í að viðhalda gangverki samfélags. Á næstu vikum og mánuðum er gríðarlega mikilvægt að við komum saman og snúum við umræðu byggðri á hugmyndafræði þess að launafólk beri stærstu byrðarnar af ótryggu efnahagsástandi. Við verðum að þrýsta á umræðu um stóru málin í samfélaginu. Mál eins og réttlátara skattkerfi, húsnæðiskerfi sem gefur öllum möguleika á að koma þaki yfir höfuðið og stöðugleiki gjaldmiðilsins má nefna sem erindi sem við eigum við stjórnvöld, félagsmönnum okkar til heilla. Við verðum að standa vörð um réttindi launafólks í umhverfi kjaraviðræðna og kjarasamninga. Umræðan um breytingu á vinnulöggjöf, sem byggist meðal annars á ummælum lögmanna sem áttu traust stéttarfélaga áður fyrr eða þeirra sem þreytast ekki á því að telja völd embættismanna ganga framar almannarétti, er beinlínis hættuleg launafólki þessa lands. Við verðum því að snúa bökum saman, standa upp og fylgja Eflingu í grautarröðina. Íslensk stéttarfélög hafa ólík einkenni sem byggjast á mismunandi áherslum félagsmanna sinna. Við höfum öll það sameiginlega markmið að stuðla að réttlátari skiptingu auðæfanna og það er mun líklegra að með öflugri samstöðu fáum við meiri graut fyrir okkar félagsfólk. Saman verðum við sterkari! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að á síðustu mánuðum hafi athygli landsmanna beinst í átt til kjarasamninga og auðvitað full ástæða til, samtalið milli atvinnurekenda og launafólks um réttláta umbun fyrir vinnuframlag er yfirleitt fréttnæmt, þar sem að um er að ræða hagsmuni stórra hópa í hvert sinn. Það hefur verið um margt óvanaleg staða uppi á íslenskum vinnumarkaði síðustu misseri. Stéttarfélög fóru ekki varhluta af þeim doða sem einkenndi marga þætti samskipta þjóðar sem barðist við alheimsfaraldur. Við snerum bökum saman um allt samfélagið til varnar veirunni, óháð öllum ytri þáttum og ýttum mörgu til hliðar sem áður hafði verið ríkur þáttur í okkar lífi. Eitt af því voru samskipti um kaup og kjör á vinnumarkaði og því mátti reikna með að í kjölfarið yrði tími að ná takti á þeim vettvangi. Kannski var það ástæða þess að um skeið mátti greina óeiningu í okkar röðum, það í okkar kröfugerð sem við vorum ekki sammála um varð kjarni fréttaflutnings og því miður féllum við í þá gryfju að bera ósætti okkar á borð almennings í fjölmiðlum. Á meðan á þessu stóð hölluðu atvinnurekendur sér líklega aftur, pússuðu sennilega aðeins af gamalli hugmyndafræði um að sundra og sigra (divide and conquer) og gáfu upp boltann um að fram undan væri tími þar sem að úr litlu væri að moða og allir yrðu að sætta sig við það sama. Auðvitað er það svo að í litlu hagkerfi sem býr við sífelldan óstöðugleika í efnahagslífi sínu að það getur verið naumt skammtað, nema jú kannski til stórfyrirtækja, sem stefnir í að skili methagnaði til hluthafa sinna fyrir árið 2022 og vissulega hafa fyrirtæki, samkvæmt könnun BHM, náð að auka hagnað sinn um 60% nú á þeim tímum sem verðbólgan hefur höggvið stöðugt í kaupmátt almennings. Hin almenna umræða hefur þó ekki farið hátt um þessi atriði. Hún hefur verið um ótraust efnahagsástand og ábyrgð launafólks á þeirri stöðu sem uppi er. Á síðustu dögum var svo dregin upp enn ein gömul sundrunargrýla á bræðra- og systralagssamkomu Félags atvinnurekenda. Þar kynntu þau til leiks æðra mikilvægi hins almenna markaðar þar sem verðandi ráðherra hélt eitt aðalerindið um ofvaxið opinbert kerfi. Þar leyfði þingmaðurinn sér að spyrja hvort að verðmæti yrðu til í skúffum embættismanna! Væntanlega hefur þessi ágæti þingmaður bara gleymt því að stærstum hluta opinberra starfsmanna var jú skipað til vinnu með stjórnvaldsákvörðunum á tímum COVID19 – til að verja lífsgæði samfélagsins. Grínsketsinum þeirra var meðal annars beint að forsvarsfólki opinberra samtaka sem hafa í vetur ákveðið að vinna saman að mörgum sameiginlegum hagsmunum okkar félagsfólks. Hugmyndafræðin um að skipta samtökum launafólks upp skín sterkt í gegn. Viðbrögðin sem birtust þegar Efling, eitt stærsta stéttarfélag landsins, ákvað að ný rétt sinn til kjaraviðræðna og óska annarra kjara en þegar hafði verið samið um komu ekki á óvart. Hvað þá þegar forsvarsmaður stéttarfélagsins leyfði sér að viðhafa stór orð um mikilvægi síns fólks og mótmæla samningatækni mótaðilans í viðræðunum. Fulltrúar hans misstu andann yfir þeirri óskammfeilni að Efling hygðist boða til verkfalls, sem er jú skýlaus réttur stéttarfélags í vinnudeilum, og hrósuðu sigri þegar miðlunartillaga var lögð fram. Umræðunni í samfélaginu var snúið á þann stað að Efling væri að „ógna stöðugleikanum“ og grátklökkir stjórnendur stórfyrirtækja, með milljónir í mánaðarlaun, lýstu megnri óánægju. Sem betur fer ýtti þessi umræða við íslenskum stéttarfélögum og vonandi öllu launafólki. Það ber að þakka Eflingarfólki, óháð öllum öðrum þáttum kjaradeilunnar, fyrir að taka að sér hlutverk Ólivers Twist úr matsalnum þar sem allir sátu hnípnir og svangir og þáðu sinn nauma grautarskammt úr hendi yfirvaldsins. Efling ákvað að grauturinn sem átti að skipta jafnt milli allra dygði ekki og viðbrögð þeirra krafna voru nákvæmlega þau sömu og yfirvaldsins hjá Dickens. Harmakvein og öskur um frekju og óforskömmugheit sem gæti ógnað heimsmynd þeirra sem ráða. Stéttarfélög gegna lykilhlutverki í að viðhalda gangverki samfélags. Á næstu vikum og mánuðum er gríðarlega mikilvægt að við komum saman og snúum við umræðu byggðri á hugmyndafræði þess að launafólk beri stærstu byrðarnar af ótryggu efnahagsástandi. Við verðum að þrýsta á umræðu um stóru málin í samfélaginu. Mál eins og réttlátara skattkerfi, húsnæðiskerfi sem gefur öllum möguleika á að koma þaki yfir höfuðið og stöðugleiki gjaldmiðilsins má nefna sem erindi sem við eigum við stjórnvöld, félagsmönnum okkar til heilla. Við verðum að standa vörð um réttindi launafólks í umhverfi kjaraviðræðna og kjarasamninga. Umræðan um breytingu á vinnulöggjöf, sem byggist meðal annars á ummælum lögmanna sem áttu traust stéttarfélaga áður fyrr eða þeirra sem þreytast ekki á því að telja völd embættismanna ganga framar almannarétti, er beinlínis hættuleg launafólki þessa lands. Við verðum því að snúa bökum saman, standa upp og fylgja Eflingu í grautarröðina. Íslensk stéttarfélög hafa ólík einkenni sem byggjast á mismunandi áherslum félagsmanna sinna. Við höfum öll það sameiginlega markmið að stuðla að réttlátari skiptingu auðæfanna og það er mun líklegra að með öflugri samstöðu fáum við meiri graut fyrir okkar félagsfólk. Saman verðum við sterkari! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun