Karius snýr aftur í úrslitum deildarbikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 10:02 Karius á æfingu með Newcastle. Serena Taylor/Getty Images Loris Karius, þýski markvörðurinn sem upplifði martröð allra markvarða í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar Liverpool beið lægri hlut gegn Real Madríd árið 2018, mun standa í marki Newcastle United þegar liðið mætir Manchester United í úrslitum enska deildarbikarsins. Newcastle og Man United mætast á Wembley þann 26. febrúar næstkomandi. Það er komin drykklöng stund síðan annað hvort þessara liða lyfti bikar og eftirvæntingin því mikil. Það er hins vegar ljóst að Nick Pope, aðalmarkvörður Newcastle, mun missa af leiknum. Pope fékk rautt spjald í 2-0 tapi Newcastle gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardag eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs. Spjaldið þýðir að Pope fer í þriggja leikja bann og missir meðal annars af úrslitaleiknum. Martin Dúbravka, varamarkvörður Newcastle, gegn Liverpool má ekki spila úrslitaleikinn þar sem hann lék með Man United – á láni – í keppninni fyrr á þessari leiktíð. Þar sem Karl Darlow er á láni hjá Hull, frá Newcastle, mun það falla í skaut hins 29 ára gamla Karius að verja mark Newcastle á Wembley. Nick Pope: suspended for the League Cup final Backup Martin Dubravka: cup-tied after appearing for Manchester United in the competition Third string: Lloris Karius pic.twitter.com/EWBZxGd6Ru— B/R Football (@brfootball) February 18, 2023 Sá á ekki góðar minningar af úrslitaleikjum en vorið 2018 lék hann með Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar gerði hann sig sekan um tvö skelfileg mistök og Liverpool tapaði leiknum. Skömmu síðar festi félagið kaup á Alisson og Karius var lánaður til Tyrklands. Þar var hann í tvö ár áður en hann fór til Union Berlín í heimalandinu og svo Newcastle á síðasta ári. Hann hefur ekki enn leikið fyrir félagið en nú er ljóst að hann mun allavega spila einn leik á þessari leiktíð. Stuðningsfólk Newcastle krossar eflaust fingur að sá leikur fari betur fyrir Karius heldur en síðasti úrslitaleikur sem hann lék fyrir enskt félag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira
Newcastle og Man United mætast á Wembley þann 26. febrúar næstkomandi. Það er komin drykklöng stund síðan annað hvort þessara liða lyfti bikar og eftirvæntingin því mikil. Það er hins vegar ljóst að Nick Pope, aðalmarkvörður Newcastle, mun missa af leiknum. Pope fékk rautt spjald í 2-0 tapi Newcastle gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardag eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs. Spjaldið þýðir að Pope fer í þriggja leikja bann og missir meðal annars af úrslitaleiknum. Martin Dúbravka, varamarkvörður Newcastle, gegn Liverpool má ekki spila úrslitaleikinn þar sem hann lék með Man United – á láni – í keppninni fyrr á þessari leiktíð. Þar sem Karl Darlow er á láni hjá Hull, frá Newcastle, mun það falla í skaut hins 29 ára gamla Karius að verja mark Newcastle á Wembley. Nick Pope: suspended for the League Cup final Backup Martin Dubravka: cup-tied after appearing for Manchester United in the competition Third string: Lloris Karius pic.twitter.com/EWBZxGd6Ru— B/R Football (@brfootball) February 18, 2023 Sá á ekki góðar minningar af úrslitaleikjum en vorið 2018 lék hann með Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar gerði hann sig sekan um tvö skelfileg mistök og Liverpool tapaði leiknum. Skömmu síðar festi félagið kaup á Alisson og Karius var lánaður til Tyrklands. Þar var hann í tvö ár áður en hann fór til Union Berlín í heimalandinu og svo Newcastle á síðasta ári. Hann hefur ekki enn leikið fyrir félagið en nú er ljóst að hann mun allavega spila einn leik á þessari leiktíð. Stuðningsfólk Newcastle krossar eflaust fingur að sá leikur fari betur fyrir Karius heldur en síðasti úrslitaleikur sem hann lék fyrir enskt félag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira