Dramatískur sigur PSG sem missti tvo menn af velli vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 14:00 Skoraði tvö í dag. EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Frakklandsmeistarar París Saint-Germain virtust hafa hent frá sér tveggja marka forystu gegn Lille í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 4-3 sigri PSG sem missti bæði Nuno Mendes og Neymar af velli vegna meiðsla. Heimamenn töpuðu á dögunum naumlega fyrir Bayern München fyrir í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þá kom Mbappé inn af bekknum þar sem hann var að jafna sig af meiðslum en hann byrjaði leik dagsins og átti eftir að koma mikið við sögu. The only way to stop Kylian Mbappé pic.twitter.com/0ZHj6kIXwc— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Á 11. mínútu fékk Mbappé boltann frá Neymar og lék sér að varnarmönnum Lille áður en hann kom PSG 1-0 yfir. Mbappé back after injury and doing what he does best That cheeky nutmeg pic.twitter.com/UQZ7pAI8A0— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2023 Aðeins sex mínútum síðar kom Neymar heimaliðinu 2-0 yfir og virtist sem sigurinn væri einfaldlega í höfn. Bafode Diakite minnkaði hins vegar muninn skömmu síðar og staðan 2-1 þegar Nuno Mendes, vinstri bakvörður PSG, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í upphafi síðari hálfleik missti PSG aftur mann af velli vegna meiðsla. Að þessu sinni var það Neymar en hann var borinn af velli. Neymar is stretchered off of PSG's game against Lille with an ankle injury the second leg of their Champions League tie with Bayern Munich is on March 8 pic.twitter.com/uimu68CjZX— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Ekki löngu eftir það var staðan orðin 2-2 en Marco Veratti fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Jonathan David skoraði örugglega úr. Gestirnir komust svo yfir á 69. mínútu þegar Jonathan Bamba skoraði eftir góða sendingu Angel Gomes, önnur stoðsending hans í leiknum. Mbappé var þó ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og jafnaði metin á 87. mínútu. Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Lionel Messi tryggði PSG vægast sagt dramatískan sigur með glæsilegu marki úr aukaspyrnu. Um er að ræða 699. mark hans fyrir félagslið á ferlinum. Lokatölur á Parc des Princes-vellinum í París 4-3 heimamönnum í vil. PSG er nú á toppi deildarinnar með 57 stig, átta meira en Marseille sem kemur þar á eftir með leik til góða. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Heimamenn töpuðu á dögunum naumlega fyrir Bayern München fyrir í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þá kom Mbappé inn af bekknum þar sem hann var að jafna sig af meiðslum en hann byrjaði leik dagsins og átti eftir að koma mikið við sögu. The only way to stop Kylian Mbappé pic.twitter.com/0ZHj6kIXwc— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Á 11. mínútu fékk Mbappé boltann frá Neymar og lék sér að varnarmönnum Lille áður en hann kom PSG 1-0 yfir. Mbappé back after injury and doing what he does best That cheeky nutmeg pic.twitter.com/UQZ7pAI8A0— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2023 Aðeins sex mínútum síðar kom Neymar heimaliðinu 2-0 yfir og virtist sem sigurinn væri einfaldlega í höfn. Bafode Diakite minnkaði hins vegar muninn skömmu síðar og staðan 2-1 þegar Nuno Mendes, vinstri bakvörður PSG, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í upphafi síðari hálfleik missti PSG aftur mann af velli vegna meiðsla. Að þessu sinni var það Neymar en hann var borinn af velli. Neymar is stretchered off of PSG's game against Lille with an ankle injury the second leg of their Champions League tie with Bayern Munich is on March 8 pic.twitter.com/uimu68CjZX— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Ekki löngu eftir það var staðan orðin 2-2 en Marco Veratti fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Jonathan David skoraði örugglega úr. Gestirnir komust svo yfir á 69. mínútu þegar Jonathan Bamba skoraði eftir góða sendingu Angel Gomes, önnur stoðsending hans í leiknum. Mbappé var þó ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og jafnaði metin á 87. mínútu. Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Lionel Messi tryggði PSG vægast sagt dramatískan sigur með glæsilegu marki úr aukaspyrnu. Um er að ræða 699. mark hans fyrir félagslið á ferlinum. Lokatölur á Parc des Princes-vellinum í París 4-3 heimamönnum í vil. PSG er nú á toppi deildarinnar með 57 stig, átta meira en Marseille sem kemur þar á eftir með leik til góða.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira