Leggja til að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmálans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2023 16:09 Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði virkjað verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun, 21. febrúar. „Nú hafa bæjarstjórar stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu stigið fram og lýst vilja sínum til endurskoðunar sáttmálans, enda er áætlunargerð í uppnámi og margvíslegar forsendur brostnar hvað varðar fjármögnun,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt flytur tillöguna á morgun. Tillagan felur í sér að óskað verði eftir viðræðum um að ákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, frá 26. september 2019, verði endurskoðuð. Litið verði sérstaklega til framkvæmda- og fjárstreymisáætlunar í því samhengi, en tillagan er lögð fram með það fyrir augum að tryggja farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta í Reykjavík. „Um helgina voru mörkuð ákveðin tímamót þegar formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Vilhjálmur Árnason, kvaðst ætla að beita sér fyrir endurskoðun sáttmálans innan nefndarinnar. Stuðningur við endurskoðun sáttmálans er því víðtækur á sveitarstjórnarstiginu sem og inn á Alþingi,¨ segir Marta enn fremur. „Nú hefur orðið ljóst að tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans er engri þeirra framkvæmda sem aðilar gerðust ásáttir um að flýta, lokið. Sem dæmi mætti nefna gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar, tengingu Arnarnesvegar við Breiðholtsbraut og stafræna umferðarljósastýringu. Jafnframt hefur framkvæmda- og fjárstreymisáætlun ekki staðist og t.d. farið langt umfram verðbættar áætlanir hvað varðar Sæbrautarstokk,“ segir í greinargerð með tillögunni. Jafnframt segir í greinargerð að óvissa sé með fjármögnun og rekstraráætlun. „Enn hefur ekki verið lögð fram rekstraráætlun eða skýrar rekstrarforsendur fyrir Borgarlínu. Mikilvægt er að hvoru tveggja liggi fyrir áður en lengra er haldið með fjárfestinguna.“ Fundur borgarstjórnar á morgun hefst klukkan 12. Borgarlína Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
„Nú hafa bæjarstjórar stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu stigið fram og lýst vilja sínum til endurskoðunar sáttmálans, enda er áætlunargerð í uppnámi og margvíslegar forsendur brostnar hvað varðar fjármögnun,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt flytur tillöguna á morgun. Tillagan felur í sér að óskað verði eftir viðræðum um að ákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, frá 26. september 2019, verði endurskoðuð. Litið verði sérstaklega til framkvæmda- og fjárstreymisáætlunar í því samhengi, en tillagan er lögð fram með það fyrir augum að tryggja farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta í Reykjavík. „Um helgina voru mörkuð ákveðin tímamót þegar formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Vilhjálmur Árnason, kvaðst ætla að beita sér fyrir endurskoðun sáttmálans innan nefndarinnar. Stuðningur við endurskoðun sáttmálans er því víðtækur á sveitarstjórnarstiginu sem og inn á Alþingi,¨ segir Marta enn fremur. „Nú hefur orðið ljóst að tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans er engri þeirra framkvæmda sem aðilar gerðust ásáttir um að flýta, lokið. Sem dæmi mætti nefna gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar, tengingu Arnarnesvegar við Breiðholtsbraut og stafræna umferðarljósastýringu. Jafnframt hefur framkvæmda- og fjárstreymisáætlun ekki staðist og t.d. farið langt umfram verðbættar áætlanir hvað varðar Sæbrautarstokk,“ segir í greinargerð með tillögunni. Jafnframt segir í greinargerð að óvissa sé með fjármögnun og rekstraráætlun. „Enn hefur ekki verið lögð fram rekstraráætlun eða skýrar rekstrarforsendur fyrir Borgarlínu. Mikilvægt er að hvoru tveggja liggi fyrir áður en lengra er haldið með fjárfestinguna.“ Fundur borgarstjórnar á morgun hefst klukkan 12.
Borgarlína Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira