Setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 21:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Borgin geti ekkert aðhafst á meðan engin lög séu til um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Hún skorar á ráðherra að bregðast við. Málefni áfangaheimila hafa komist í hámæli eftir að eldsvoði varð í einu slíku, úrræði undir merkjum Betra lífs í Vatnagörðum á föstudag. Fulltrúar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu fóru inn á brunavettvang við Vatnagarða í morgun. Lögregla gefur ekkert upp í bili um rannsókn brunans en eigandi húsnæðisins telur að eldsupptök hafi verið af mannavöldum. Ekkert lögbundið eftirlit er með starfsemi áangaheimila. „Og við höfum reyndar kallað eftir því aðsettur verði rammi utan um rekstur áfangaheimila. Þannig verði til einhver lög eða rammi sem við gætum þá vísað til eða fylgt eftir,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hefur tekið of langan tíma Hún setur spurningamerki við það að hver sem er geti stofnað áfangaheimili, sérstaklega þar sem þau séu markaðssett til fólks í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að því hafi ítrekað verið vísað til ráðherra félagsmála hverju sinni að þörf sé á lagasetningu. Er þetta ekki búið að taka of langan tíma? „Jú, þetta hefur bara tekið mjög langan tíma. Og auðvitað er fullt af áfangaheimilum sem hefur gengið gríðarlega vel og bjargað mannslífum. Og kannski mættu þau þá fá meiri stuðning,“ segir Heiða. Ábendingar um slæman aðbúnað á áfangaheimilinu höfðu borist Heiðu og öðrum borgarfulltrúum fyrir brunann. En hendur þeirra eru bundnar. „Við höfum í rauninni ekkert meira um það að segja heldur en bara ef það væri óhreint heima hjá þér. En þegar fólk er í svona viðkvæmri stöðu og þegar þú ert að leigja og kannski býst við ákveðnum stuðningi þá er held ég mikilvægt að það sé meiri og þéttari rammi utan um það. Og nú veit ég ekkert hvort þetta heimili var frábrugðnara öðrum en ég held að þarna gætum við sem samfélag gert betur og ég held að við ættum að gera það.“ Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slökkvilið Félagsmál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Málefni áfangaheimila hafa komist í hámæli eftir að eldsvoði varð í einu slíku, úrræði undir merkjum Betra lífs í Vatnagörðum á föstudag. Fulltrúar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu fóru inn á brunavettvang við Vatnagarða í morgun. Lögregla gefur ekkert upp í bili um rannsókn brunans en eigandi húsnæðisins telur að eldsupptök hafi verið af mannavöldum. Ekkert lögbundið eftirlit er með starfsemi áangaheimila. „Og við höfum reyndar kallað eftir því aðsettur verði rammi utan um rekstur áfangaheimila. Þannig verði til einhver lög eða rammi sem við gætum þá vísað til eða fylgt eftir,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hefur tekið of langan tíma Hún setur spurningamerki við það að hver sem er geti stofnað áfangaheimili, sérstaklega þar sem þau séu markaðssett til fólks í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að því hafi ítrekað verið vísað til ráðherra félagsmála hverju sinni að þörf sé á lagasetningu. Er þetta ekki búið að taka of langan tíma? „Jú, þetta hefur bara tekið mjög langan tíma. Og auðvitað er fullt af áfangaheimilum sem hefur gengið gríðarlega vel og bjargað mannslífum. Og kannski mættu þau þá fá meiri stuðning,“ segir Heiða. Ábendingar um slæman aðbúnað á áfangaheimilinu höfðu borist Heiðu og öðrum borgarfulltrúum fyrir brunann. En hendur þeirra eru bundnar. „Við höfum í rauninni ekkert meira um það að segja heldur en bara ef það væri óhreint heima hjá þér. En þegar fólk er í svona viðkvæmri stöðu og þegar þú ert að leigja og kannski býst við ákveðnum stuðningi þá er held ég mikilvægt að það sé meiri og þéttari rammi utan um það. Og nú veit ég ekkert hvort þetta heimili var frábrugðnara öðrum en ég held að þarna gætum við sem samfélag gert betur og ég held að við ættum að gera það.“
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slökkvilið Félagsmál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17