Ward-Prowse skoraði sigurmark Southampton á Brúnni þegar botnlið ensku úrvalsdeildarinnar vann nokkuð óvæntan 1-0 sigur á Chelsea. Um var að ræða 17. mark leikmannsins með skoti beint úr aukaspyrnu.
Aðeins einn leikmaður í sögu deildarinnar hefur skorað fleiri mörk beint úr aukaspyrnu en David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United, skoraði á sínum tíma 18 slík mörk.
The greatest. pic.twitter.com/MOCFMfynRh
— Southampton FC (@SouthamptonFC) February 19, 2023
Það kemur eflaust ekki á óvart að Beckham sé sá leikmaður sem skoraði flest mörk beint úr aukaspyrnum en segja má að hægri fótur hans sé með þeim frægari í fótboltasögunni. Mörkin 18 skoraði hann í 265 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Ward-Prowse hefur spilað töluvert meira af leikjum í ensku úrvalsdeildinni eða 328 talsins til þessa. Hann er hins vegar aðeins 28 ára gamall og á eftir að spila töluvert fleiri af leikjum í deildinni en þó Southampton falli má reikna með að nokkur lið deildarinnar vilji fá hann í sínar raðir. Það er því í raun aðeins spurning um hvenær frekar en hvort hann bæti met Beckham.
15.2% - James Ward-Prowse has scored with 15.2% of his free kick attempts in Premier League history. Since his first DFK attempt in November 2013, the average free kick conversion rate of all other PL players combined is just 5.6%. Ludicrous.https://t.co/YtniaIlbDn
— OptaJoe (@OptaJoe) February 20, 2023
Næstir í röðinni á eftir Beckham og Ward-Prowse eru Thierry Henry, Cristiano Ronaldo og Gianfranco Zola en þeir skoruðu allir 12 mörk beint úr aukaspyrnum á sínum tíma.