Telur að tillaga um verkbann sé þvingunaraðgerð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 14:30 Magnús M. Norðdahl sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála hjá ASÍ segir að verkbannsvopnið sé ekki til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. Vísir Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar í gær með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt. Vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ segir afar sjaldgæft að atvinnurekendur nýti sér verkbannsvopnið í kjaradeilum til þvingunaraðgerða eins og nú sér gert Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um verkbann á allt félagsfólk Eflingar sem vinnur eftir kjarasamningum sem gerðir hafa verið við Samtökin hófst í gær. Um er að ræða ótímabundið verkbann sem hefst á hádegi fimmtudaginn 2. mars næstkomandi, hafi kjarasamningar ekki náðst eða verkfalli Eflingar aflýst fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun klukkan fjögur. Allir félagsmenn SA, tæplega tvö þúsund, greiða atkvæði. Atkvæðisréttur byggir á atkvæðaskrá SA. Atkvæðamagn byggir því á greiddum félagsgjöldum árið 2022 miðað við stöðuna um áramót samkvæmt upplýsingum frá Samtökum atvinnulífsins. Magnús M. Norðdahl sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála hjá ASÍ segir að verkbannsvopnið sé ekki til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. „Mér skilst að atvinnurekendur hafi notað verkbannsvopnið um fimmtíu sinnum í gegnum tíðina í kjaradeilum við verkafólk en það hefur aldrei náð til eins margra og í þetta skipti eða ríflega tuttugu þúsund þúsund manns. Komi til þess mun það hafa afar gífurleg áhrif á allt samfélagið. Ég tel að þegar verkbanni er beitt með þessum hætti sé það ekki endilega til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. Það hefur jafnan verið hugsað sem vopn til þess að verja atvinnurekendur tjóni í verkföllum, það er að koma í veg fyrir það að þeir þurfi að hafa á launaskrá í fyrirtækjum sínum starfsfólk sem ekki getur gegnt venjulegum störfum sínum vegna þess að hluti starfsfólks er í verkfalli. En með þessum hætti kannast ég ekki við að því hafi verið beitt eða sem þvingunarvopni til að ná fram samningsniðurstöðu, því alla jafna eru það nú verkalýðsfélögin sem eru með kröfur en ekki atvinnurekendur,“ segir Magnús. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um verkbann á allt félagsfólk Eflingar sem vinnur eftir kjarasamningum sem gerðir hafa verið við Samtökin hófst í gær. Um er að ræða ótímabundið verkbann sem hefst á hádegi fimmtudaginn 2. mars næstkomandi, hafi kjarasamningar ekki náðst eða verkfalli Eflingar aflýst fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun klukkan fjögur. Allir félagsmenn SA, tæplega tvö þúsund, greiða atkvæði. Atkvæðisréttur byggir á atkvæðaskrá SA. Atkvæðamagn byggir því á greiddum félagsgjöldum árið 2022 miðað við stöðuna um áramót samkvæmt upplýsingum frá Samtökum atvinnulífsins. Magnús M. Norðdahl sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála hjá ASÍ segir að verkbannsvopnið sé ekki til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. „Mér skilst að atvinnurekendur hafi notað verkbannsvopnið um fimmtíu sinnum í gegnum tíðina í kjaradeilum við verkafólk en það hefur aldrei náð til eins margra og í þetta skipti eða ríflega tuttugu þúsund þúsund manns. Komi til þess mun það hafa afar gífurleg áhrif á allt samfélagið. Ég tel að þegar verkbanni er beitt með þessum hætti sé það ekki endilega til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. Það hefur jafnan verið hugsað sem vopn til þess að verja atvinnurekendur tjóni í verkföllum, það er að koma í veg fyrir það að þeir þurfi að hafa á launaskrá í fyrirtækjum sínum starfsfólk sem ekki getur gegnt venjulegum störfum sínum vegna þess að hluti starfsfólks er í verkfalli. En með þessum hætti kannast ég ekki við að því hafi verið beitt eða sem þvingunarvopni til að ná fram samningsniðurstöðu, því alla jafna eru það nú verkalýðsfélögin sem eru með kröfur en ekki atvinnurekendur,“ segir Magnús.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira