Telur blaðamenn betur setta á taxta Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 14:01 Gunnar Smári Egilsson er ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar. Hann var áður útgefandi Fréttablaðsins og ritstjóri Fréttatímans auk þess sem hann stóð um tíma fyrir blaðaútgáfu í Danmörku. Vísir/Vilhelm Fjölmiðillinn Samstöðin býður blaðamönnum laun samkvæmt taxta Eflingar þrátt fyrir að kjarasamningur Blaðamannafélagsins sé grunnsamningur starfsmanna blaðamanna. Ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar segir laun blaðamanna svo lág að hann reikni með að þeim bjóðist betri kjör hjá sér en ef þeir fengju greitt eftir kjarasamningi blaðamanna. Auglýst var eftir blaðamanni á Facebook-síðu Samstöðvarinnar um helgina. Ábyrgðarmaður hennar er Gunnar Smári Egilsson sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Starfið er sagt fela í sér skrif á vef Samstöðvarinnar og þátttöku í daglegu myndbandshlaðvarpi hennar. Þrátt fyrir að starfsheitið sem Samstöðin auglýsir sé „blaðamaður“ ætlar stöðin ekki að greiða laun eftir kjarasamningi Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins heldur taxta stéttarfélagsins Eflingar. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári að honum hafi fundist við hæfi á svona miðli að miða við taxta láglaunastétta. Til að setja einhver viðmið um kjör hafi verið ákveðið að miða við algengustu laun verkafólks í Reykjavík. Vinnutíminn er sagður „óreglulegur“ í auglýsingunni. Gunnar Smári segir starfshlutfallið nærri sextíu prósentum. Samstöðin sé ekki í aðstöðu til að vera með stimpilklukku og vinnuframlagið sé samkomulagsatriði. „Tíminn er samkomulagsatriði. Þetta er byggt upp á að fólk hafi lifandi áhuga á því sem það er að gera,“ segir Gunnar Smári. Auglýsingin sem birtist á Facebok-síðu Samstöðvarinnar um helgina.Skjáskot Mánaðarlaun fyrir hlutastarf Þrátt fyrir að ekki sé um fullt starf að ræða er ætlunin að greiða full mánaðarlaun samkvæmt sjötta launaflokki kjarasamnings Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þar er kveðið á um 370.891 krónu í byrjunarlaun. „Þar sem laun blaðamanna eru svo lág þá, miðað við vinnuna sem reiknað er með að viðkomandi skili, er þetta samt betur borgað en blaðamenn fá samkvæmt taxta,“ segir Gunnar Smári. Full byrjunarlaun blaðamanna samkvæmt nýjum kjarasamningi við SA frá því í janúar eru 458.316 krónur, rúmum 87 þúsund krónum hærri en mánaðarlaunin sem Samstöðin ætlar að bjóða. Sextíu prósent af grunnbyrjunarlaununum eru 274.989 krónur. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Samkvæmt kjarasamningi Blaðamannafélagsins ætti að greiða allt að tuttugu prósent vaktaálag fyrir óreglulegan vinnutíma. Atvinnurekendur þurfa einnig að standa straum af kostnaði við aukinn veikindarétt, þriggja mánaða leyfi á fjögurra til fimm ára fresti og höfundarréttargreiðslur til blaðamanna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að blaðamenn eigi að njóta kjara samkvæmt kjarasamningi félagsins og „njóta allra þeirra réttinda sem hann felur í sér og barist hefur verið fyrir að halda í áratugi og eru umfram réttindi sem eru í mörgum öðrum samningum.“ Vinna aðallega til að byggja miðilinn upp Gunnar Smári segir að það verði hver að meta kjörin sem Samstöðin bjóði fyrir sig. „Þeir sem vinna á Samstöðinni eru fyrst og fremst að því til að byggja hana upp því hún er mikilvægur miðill í því fjölmiðlaumhverfi sem okkur er boðið upp á þar sem fjölmiðlarnir eru meira eða minna reknir af auðugu fólki eins og á við um Vísi, Morgunblaðið, Fréttablaðið og því miður virðist Ríkisútvarpið eiginlega stjórnað af sama fólki,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Auglýst var eftir blaðamanni á Facebook-síðu Samstöðvarinnar um helgina. Ábyrgðarmaður hennar er Gunnar Smári Egilsson sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Starfið er sagt fela í sér skrif á vef Samstöðvarinnar og þátttöku í daglegu myndbandshlaðvarpi hennar. Þrátt fyrir að starfsheitið sem Samstöðin auglýsir sé „blaðamaður“ ætlar stöðin ekki að greiða laun eftir kjarasamningi Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins heldur taxta stéttarfélagsins Eflingar. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári að honum hafi fundist við hæfi á svona miðli að miða við taxta láglaunastétta. Til að setja einhver viðmið um kjör hafi verið ákveðið að miða við algengustu laun verkafólks í Reykjavík. Vinnutíminn er sagður „óreglulegur“ í auglýsingunni. Gunnar Smári segir starfshlutfallið nærri sextíu prósentum. Samstöðin sé ekki í aðstöðu til að vera með stimpilklukku og vinnuframlagið sé samkomulagsatriði. „Tíminn er samkomulagsatriði. Þetta er byggt upp á að fólk hafi lifandi áhuga á því sem það er að gera,“ segir Gunnar Smári. Auglýsingin sem birtist á Facebok-síðu Samstöðvarinnar um helgina.Skjáskot Mánaðarlaun fyrir hlutastarf Þrátt fyrir að ekki sé um fullt starf að ræða er ætlunin að greiða full mánaðarlaun samkvæmt sjötta launaflokki kjarasamnings Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þar er kveðið á um 370.891 krónu í byrjunarlaun. „Þar sem laun blaðamanna eru svo lág þá, miðað við vinnuna sem reiknað er með að viðkomandi skili, er þetta samt betur borgað en blaðamenn fá samkvæmt taxta,“ segir Gunnar Smári. Full byrjunarlaun blaðamanna samkvæmt nýjum kjarasamningi við SA frá því í janúar eru 458.316 krónur, rúmum 87 þúsund krónum hærri en mánaðarlaunin sem Samstöðin ætlar að bjóða. Sextíu prósent af grunnbyrjunarlaununum eru 274.989 krónur. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Samkvæmt kjarasamningi Blaðamannafélagsins ætti að greiða allt að tuttugu prósent vaktaálag fyrir óreglulegan vinnutíma. Atvinnurekendur þurfa einnig að standa straum af kostnaði við aukinn veikindarétt, þriggja mánaða leyfi á fjögurra til fimm ára fresti og höfundarréttargreiðslur til blaðamanna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að blaðamenn eigi að njóta kjara samkvæmt kjarasamningi félagsins og „njóta allra þeirra réttinda sem hann felur í sér og barist hefur verið fyrir að halda í áratugi og eru umfram réttindi sem eru í mörgum öðrum samningum.“ Vinna aðallega til að byggja miðilinn upp Gunnar Smári segir að það verði hver að meta kjörin sem Samstöðin bjóði fyrir sig. „Þeir sem vinna á Samstöðinni eru fyrst og fremst að því til að byggja hana upp því hún er mikilvægur miðill í því fjölmiðlaumhverfi sem okkur er boðið upp á þar sem fjölmiðlarnir eru meira eða minna reknir af auðugu fólki eins og á við um Vísi, Morgunblaðið, Fréttablaðið og því miður virðist Ríkisútvarpið eiginlega stjórnað af sama fólki,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira