Þingmaður vill kljúfa Bandaríkin í tvennt Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 09:05 Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkona Repúblikanaflokksins, þegar hún gerði hróp að Joe Biden forseta á meðan á stefnuræðu hans stóð fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Umdeildur fulltrúadeildarþingmaður með vaxandi áhrif innan Repúblikanaflokksins kallaði eftir því að Bandaríkjunum yrði skipt í tvennt í annars vegar ríki þar sem meirihluti kýs repúblikana og hins vegar þar sem flestir kjósa demókrata. Þá vill hún banna þeim sem flytja frá síðarnefndu ríkjunum til þeirra fyrrnefndu að kjósa tímabundið. Yfirlýsingar Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkonu repúblikana frá Georgíu, um að svonefnd rauð og blá ríki ættu að halda hvor í sína áttinu voru ekki nýjar af nálinni. Hún hélt sambærilegum hugmyndum á lofti þegar hún var yst á hægri jaðri Repúblikanaflokksins og aðhylltist vitstola samsæriskenningar sem kenndar eru við Qanon undanfarin ár. Áhrif hennar hafa hins vegar aðeins farið vaxandi og er hún nú talin náin Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, og framvarðarsveit þingmeirihlutans í fulltrúadeildinni. Í tísti á forsetadaginn í Bandaríkjunum kallaði Taylor Greene eftir „þjóðarskilnaði“. Ástæðuna sagði hún landráð demókrata og „viðbjóðsleg“ menningartengd málefni sem væri troðið ofan í kokið á fólki. Taylor Greene lét ekki staðar numið þar. Í viðtali á Fox News-sjónvarpsstöðinni lagði hún til að fólki sem flytti frá ríkjum sem kjósa yfirleitt demókrata til ríkja sem kjósa repúblikana yrði bannað að kjósa í fimm ár. Ekki væri hægt að sætta grundvallarágreining á milli flokkanna tveggja. „Það síðasta sem ég vil sjá í Bandaríkjunum er borgarastríð, enginn vill það, að minnsta kosti enginn sem ég þekki, en það stefnir í þá átt og við verðum að gera eitthvað í því,“ sagði þingkonan. Marjorie Taylor Greene: "The last thing I ever want to see in America is a civil war ... but it's going that direction." pic.twitter.com/vqguBA58FZ— Aaron Rupar (@atrupar) February 22, 2023 Meirihluti kjósenda í Georgíu, heimaríki Taylor Greene, kaus Joe Biden forseta árið 2020 og báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins eru demókratar. Af fjórtán fulltrúadeildarþingmönnum þess eru níu repúblikanar en fimm demókratar. Repúblikanar fara með völdin á ríkisþingi Georgíu. Óljós er því hvort að Georgía teldist blátt eða rautt ríki samkvæmt skilgreiningu Taylor Greene. „Sjúk“ og „ill“ ummæli Viðbrögð við ummælum Taylor Greene létu ekki á sér standa. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah og repúblikani, sagði tillögu þingkonunnar „illa“. Bandaríkin þyrftu ekki á þjóðarskilnaði heldur hjónabandsráðgjöf að halda. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, sagði hugmyndina sturlaða. Robyn Patterson, talsmaður Hvíta hússins, sagði ummæli Taylor Greene „sjúk, sundrandi og ógnvekjandi“ þar sem þau kæmu frá þingmanni sem ætti meðal annars sæti í eftirlits- og heimavarnanefndum fulltrúadeildarinnar. Bandaríkjamenn háðu blóðugt borgarastríð frá 1861 til 1865 sem talið er að hafi kostað fleiri en 800.000 manns lífið. Stríðið hófst eftir að hópur suðurríkja sagði sig frá ríkjasambandinu vegna andstöðu þeirra við að afnema þrælahald. Bandaríkin Tengdar fréttir Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30 Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Yfirlýsingar Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkonu repúblikana frá Georgíu, um að svonefnd rauð og blá ríki ættu að halda hvor í sína áttinu voru ekki nýjar af nálinni. Hún hélt sambærilegum hugmyndum á lofti þegar hún var yst á hægri jaðri Repúblikanaflokksins og aðhylltist vitstola samsæriskenningar sem kenndar eru við Qanon undanfarin ár. Áhrif hennar hafa hins vegar aðeins farið vaxandi og er hún nú talin náin Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, og framvarðarsveit þingmeirihlutans í fulltrúadeildinni. Í tísti á forsetadaginn í Bandaríkjunum kallaði Taylor Greene eftir „þjóðarskilnaði“. Ástæðuna sagði hún landráð demókrata og „viðbjóðsleg“ menningartengd málefni sem væri troðið ofan í kokið á fólki. Taylor Greene lét ekki staðar numið þar. Í viðtali á Fox News-sjónvarpsstöðinni lagði hún til að fólki sem flytti frá ríkjum sem kjósa yfirleitt demókrata til ríkja sem kjósa repúblikana yrði bannað að kjósa í fimm ár. Ekki væri hægt að sætta grundvallarágreining á milli flokkanna tveggja. „Það síðasta sem ég vil sjá í Bandaríkjunum er borgarastríð, enginn vill það, að minnsta kosti enginn sem ég þekki, en það stefnir í þá átt og við verðum að gera eitthvað í því,“ sagði þingkonan. Marjorie Taylor Greene: "The last thing I ever want to see in America is a civil war ... but it's going that direction." pic.twitter.com/vqguBA58FZ— Aaron Rupar (@atrupar) February 22, 2023 Meirihluti kjósenda í Georgíu, heimaríki Taylor Greene, kaus Joe Biden forseta árið 2020 og báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins eru demókratar. Af fjórtán fulltrúadeildarþingmönnum þess eru níu repúblikanar en fimm demókratar. Repúblikanar fara með völdin á ríkisþingi Georgíu. Óljós er því hvort að Georgía teldist blátt eða rautt ríki samkvæmt skilgreiningu Taylor Greene. „Sjúk“ og „ill“ ummæli Viðbrögð við ummælum Taylor Greene létu ekki á sér standa. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah og repúblikani, sagði tillögu þingkonunnar „illa“. Bandaríkin þyrftu ekki á þjóðarskilnaði heldur hjónabandsráðgjöf að halda. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, sagði hugmyndina sturlaða. Robyn Patterson, talsmaður Hvíta hússins, sagði ummæli Taylor Greene „sjúk, sundrandi og ógnvekjandi“ þar sem þau kæmu frá þingmanni sem ætti meðal annars sæti í eftirlits- og heimavarnanefndum fulltrúadeildarinnar. Bandaríkjamenn háðu blóðugt borgarastríð frá 1861 til 1865 sem talið er að hafi kostað fleiri en 800.000 manns lífið. Stríðið hófst eftir að hópur suðurríkja sagði sig frá ríkjasambandinu vegna andstöðu þeirra við að afnema þrælahald.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30 Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30
Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32