Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 16:52 Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. „Ég met það svo að það væri ekki hjálplegt að drepa málum á dreif með frekari lagaþrætum og að skilja einhvern anga málsins eftir í einhverri óuppgerðri þrætu sé bara til þess að vefjast fyrir okkur við að ná niðurstöðu,“ segir Ástráður í samtali við fréttastofu. Viðtal við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Aðalsteinn Leifsson, þá ríkissáttasemjari í deilunni, krafðist þess fyrir héraðsdómi að Efling afhenti honum félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans, sem lögð var fram 26. janúar síðastliðinn . Féllst héraðsdómur á þá kröfu en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við eftir að Efling hafnaði að afhenda félagatalið og kærði úrskurð héraðsdóms. Áður en úrskurður Landsréttar var kveðinn upp afsöluðu lögmenn ríkissáttasemjara og Eflingar sér rétti til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Slíkt telst óheimilt samkvæmt lögum um meðferð einkamála en í 2. málsgrein 176. greinar laganna segir að afsal á rétti til málskots til Hæstaréttar verði ekki gefið fyrr en dómur er genginn í máli. Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá deilunni eftir að úrskurður Landsréttar féll. „Varasamt fordæmi“ Í ljósi fyrrgreindrar stöðu vaknaði spurning um hvort nýr sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, hygðist freista þess að fá Hæstarétt til að fjalla um úrskurð Landsréttar. Í tilkynningu frá ríkissáttasemjara kemur fram að lögmaður embættisins, Andri Árnason hafi tekið málið til skoðunar og skilað minnisblaði til sáttasemjara. „Að vandlega íhuguðu máli og í ljósi þess sem kemur fram í nefndu minnisblaði er það niðurstaða setts ríkissáttasemjara að hann mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá að kæra nefndan úrskurð til réttarins.“ segir í tilkynningunni. Í minnisblaði lögmanns ríkissáttasemjara er sérstaklega litið til þess að fyrrnefnt ákvæði laga um meðferð einkamála sé fyrst og fremst ætlað til verndar borgurunum en ekki stjórnvöldum og opinberum aðilum, „nema alveg sérstaklega standi á, niðurstaða ríkissáttasemjara hér að lútandi var ekki í formi einhliða yfirlýsingar, heldur sérstakt, gagnkvæmt, upplýst samkomulag og talið til hagsbóta fyrir málefnið.“ Þá segir að borgarar eigi almennt að geta treyst því, á grundvelli sjónarmiða um réttmætar væntingar, að stjórnvöld víki ekki frá fyrri ráðstöfunum nema sérstaklega standi á. „Myndi það mögulega vera varasamt fordæmi af hálfu opinberra aðila,“ segir í lok minnisblaðsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
„Ég met það svo að það væri ekki hjálplegt að drepa málum á dreif með frekari lagaþrætum og að skilja einhvern anga málsins eftir í einhverri óuppgerðri þrætu sé bara til þess að vefjast fyrir okkur við að ná niðurstöðu,“ segir Ástráður í samtali við fréttastofu. Viðtal við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Aðalsteinn Leifsson, þá ríkissáttasemjari í deilunni, krafðist þess fyrir héraðsdómi að Efling afhenti honum félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans, sem lögð var fram 26. janúar síðastliðinn . Féllst héraðsdómur á þá kröfu en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við eftir að Efling hafnaði að afhenda félagatalið og kærði úrskurð héraðsdóms. Áður en úrskurður Landsréttar var kveðinn upp afsöluðu lögmenn ríkissáttasemjara og Eflingar sér rétti til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Slíkt telst óheimilt samkvæmt lögum um meðferð einkamála en í 2. málsgrein 176. greinar laganna segir að afsal á rétti til málskots til Hæstaréttar verði ekki gefið fyrr en dómur er genginn í máli. Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá deilunni eftir að úrskurður Landsréttar féll. „Varasamt fordæmi“ Í ljósi fyrrgreindrar stöðu vaknaði spurning um hvort nýr sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, hygðist freista þess að fá Hæstarétt til að fjalla um úrskurð Landsréttar. Í tilkynningu frá ríkissáttasemjara kemur fram að lögmaður embættisins, Andri Árnason hafi tekið málið til skoðunar og skilað minnisblaði til sáttasemjara. „Að vandlega íhuguðu máli og í ljósi þess sem kemur fram í nefndu minnisblaði er það niðurstaða setts ríkissáttasemjara að hann mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá að kæra nefndan úrskurð til réttarins.“ segir í tilkynningunni. Í minnisblaði lögmanns ríkissáttasemjara er sérstaklega litið til þess að fyrrnefnt ákvæði laga um meðferð einkamála sé fyrst og fremst ætlað til verndar borgurunum en ekki stjórnvöldum og opinberum aðilum, „nema alveg sérstaklega standi á, niðurstaða ríkissáttasemjara hér að lútandi var ekki í formi einhliða yfirlýsingar, heldur sérstakt, gagnkvæmt, upplýst samkomulag og talið til hagsbóta fyrir málefnið.“ Þá segir að borgarar eigi almennt að geta treyst því, á grundvelli sjónarmiða um réttmætar væntingar, að stjórnvöld víki ekki frá fyrri ráðstöfunum nema sérstaklega standi á. „Myndi það mögulega vera varasamt fordæmi af hálfu opinberra aðila,“ segir í lok minnisblaðsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira