Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 19:04 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. vísir/egill Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. Þetta sagði Halldór Benjamín í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skömmu fyrr var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar með um 94 prósent greiddra atkvæða. Það hefst að óbreyttu 2. mars og munu þá rúmlega 20 þúsund félagsmenn stéttarfélagsins ekki sækja vinnu, fá greidd laun eða önnur réttindi á meðan banninu stendur. „Ég lít á þetta sem algjöra nauðvörn í þessari hörðu kjaradeilu og lít svo á að við séum með þessu að bera hönd fyrir höfuð okkar og okkar félagsmenn,“ segir Halldór Benjamín. Viðtalið við hann hefst þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar af fréttinni: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti í dag að beðið verði með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstaða um verkbann SA liggi fyrir. Verkfallsboðun félagsmanna Eflingar í öryggisgæslu, hjá ræstingarfyrirtækjum og hótelstarfsfólks, sem til stóð að hefjist 28. febrúar, barst ekki ríkissáttasemjara og SA með lögbundnum sjö daga fyrirvara. Halldór var spurður hvort SA þurfi að ráðast í verkbann í ljósi þess að Efling hafi ákveðið að fresta næstu verkfallsboðun. „Þau hafa ekki ákveðið að fresta boðun, þau einfaldlega boðuðu þessi verkföll með röngum hætti. Þau hafa ekki afhent Samtökum atvinnulífsins og ríkissáttasemjara þau gögn sem eru tilskilin og ef þau halda sig við þessa lagatúlkun þá geri ég ráð fyrir að við munum stefna þeim fyrir félagsdóm strax á morgun,“ sagði Halldór Benjamín að lokum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja næstu verkfallsboðun Eflingar ekki koma til framkvæmda Samtök atvinnulífsins segja Eflingu ekki hafa staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um verkfallið sem hefði átt að hefjast 28. febrúar. Verkfallið hafi ekki verið boðað með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara og komi því ekki til framkvæmda. 22. febrúar 2023 12:53 Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þetta sagði Halldór Benjamín í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skömmu fyrr var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar með um 94 prósent greiddra atkvæða. Það hefst að óbreyttu 2. mars og munu þá rúmlega 20 þúsund félagsmenn stéttarfélagsins ekki sækja vinnu, fá greidd laun eða önnur réttindi á meðan banninu stendur. „Ég lít á þetta sem algjöra nauðvörn í þessari hörðu kjaradeilu og lít svo á að við séum með þessu að bera hönd fyrir höfuð okkar og okkar félagsmenn,“ segir Halldór Benjamín. Viðtalið við hann hefst þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar af fréttinni: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti í dag að beðið verði með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstaða um verkbann SA liggi fyrir. Verkfallsboðun félagsmanna Eflingar í öryggisgæslu, hjá ræstingarfyrirtækjum og hótelstarfsfólks, sem til stóð að hefjist 28. febrúar, barst ekki ríkissáttasemjara og SA með lögbundnum sjö daga fyrirvara. Halldór var spurður hvort SA þurfi að ráðast í verkbann í ljósi þess að Efling hafi ákveðið að fresta næstu verkfallsboðun. „Þau hafa ekki ákveðið að fresta boðun, þau einfaldlega boðuðu þessi verkföll með röngum hætti. Þau hafa ekki afhent Samtökum atvinnulífsins og ríkissáttasemjara þau gögn sem eru tilskilin og ef þau halda sig við þessa lagatúlkun þá geri ég ráð fyrir að við munum stefna þeim fyrir félagsdóm strax á morgun,“ sagði Halldór Benjamín að lokum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja næstu verkfallsboðun Eflingar ekki koma til framkvæmda Samtök atvinnulífsins segja Eflingu ekki hafa staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um verkfallið sem hefði átt að hefjast 28. febrúar. Verkfallið hafi ekki verið boðað með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara og komi því ekki til framkvæmda. 22. febrúar 2023 12:53 Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Segja næstu verkfallsboðun Eflingar ekki koma til framkvæmda Samtök atvinnulífsins segja Eflingu ekki hafa staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um verkfallið sem hefði átt að hefjast 28. febrúar. Verkfallið hafi ekki verið boðað með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara og komi því ekki til framkvæmda. 22. febrúar 2023 12:53
Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31