Þingmenn úr öllum flokkum styðja tillögu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 09:00 Úkraínumenn voru sveltir til undirgefni undir stjórn Sovétríkjanna, nú á að berja þá til hlýðni Í þessari viku verður ár liðið frá því Rússland gerði innrás í Úkraínu, fullvalda og sjálfstætt ríki í Evrópu. Ár verður liðið frá því Rússar hófu stríð í Evrópu. Það var því viðeigandi að þingsályktunartillaga um að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu, eða Holodomor, sem hópmorð, hafi verið sett á dagskrá Alþingis í gær. Hungursneyðin í Úkraínu stóð yfir frá 1932 til 1933 og var af völdum alræðisstjórnar Stalíns. Hún dró milljónir Úkraínumanna til dauða. Rússar hafa þó alla tíð neitað því að um hópmorð, stundum kallað þjóðarmorð, hafi verið að ræða. Það hafa þó fleiri en þeir neitað voðaverkum Stalíns í nafni kommúnisma. Jafnvel hér á Íslandi tóku kommúnistar og nokkrir aðrir til varna þegar fréttir bárust af hungursneyðinni á sínum tíma. Flutningsmenn tillögunnar, sem koma úr öllum flokkum, vilja bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungursneyðin hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafa þegar brugðist við ákallinu. Um það er líka breið samstaða hér á Alþingi. Með þessu færi hungursneyðin á lista yfir þá ómannúðlegu alþjóðaglæpi alræðiskerfa sem útrýmdu milljónum mannslífa á fyrri hluta 20. aldar. Fólk víðs vegar um Úkraínu varð fyrir miklum áhrifum af hungri og kúgun alræðisstjórnar Stalíns. Örvænting fólks var slík að fólk greip til mannáts og hlutu fjölmargir dóm fyrir. Hungursneyðin var bein afleiðing þvingaðrar stefnu Sovétríkjanna um samyrkjubúskap. Auk þess var svelti kerfisbundið beitt sem refsingu, m.a. ef bændur gátu ekki uppfyllt tilskilið afhendingarmagn afurða. Svæðin sem urðu verst úti í þessum aðgerðum voru girt af til að koma í veg fyrir að hungraðir íbúar gætu flúið á milli svæða og til að koma í veg fyrir flutning matvæla til svæðanna. Markmið sovéskra stjórnvalda með sveltinu var enn fremur að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, að þvinga Úkraínumenn til undirgefni. Þeir voru því vísvitandi sveltir í pólitískum tilgangi. Þessi þjóðarharmleikur Úkraínumanna varð milljónum manna að bana. Þrátt fyrir afneitun Rússa, uppfyllir hungursneyðin öll skilyrði til að vera skilgreind sem hópmorð. Það er mat okkar þingmanna sem stöndum að tillögunni að mikilvægt sé að senda skýr skilaboð um þessa hörmulegu atburði í mannkynssögunni og vekja á þeim athygli til að koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig. Slík skilaboð um voðaverk fyrri tíma sem mega ekki gleymast geta styrkt viðleitni alþjóðasamfélagsins til að tryggja framgang og vernd grundvallarmannréttinda og frelsis um allan heim. Og auðvitað er innrás Rússlands í Úkraínu og stríðsglæpir rússneska hersins alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta núna. Sporin hræða svo sannarlega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Rússland Úkraína Utanríkismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Úkraínumenn voru sveltir til undirgefni undir stjórn Sovétríkjanna, nú á að berja þá til hlýðni Í þessari viku verður ár liðið frá því Rússland gerði innrás í Úkraínu, fullvalda og sjálfstætt ríki í Evrópu. Ár verður liðið frá því Rússar hófu stríð í Evrópu. Það var því viðeigandi að þingsályktunartillaga um að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu, eða Holodomor, sem hópmorð, hafi verið sett á dagskrá Alþingis í gær. Hungursneyðin í Úkraínu stóð yfir frá 1932 til 1933 og var af völdum alræðisstjórnar Stalíns. Hún dró milljónir Úkraínumanna til dauða. Rússar hafa þó alla tíð neitað því að um hópmorð, stundum kallað þjóðarmorð, hafi verið að ræða. Það hafa þó fleiri en þeir neitað voðaverkum Stalíns í nafni kommúnisma. Jafnvel hér á Íslandi tóku kommúnistar og nokkrir aðrir til varna þegar fréttir bárust af hungursneyðinni á sínum tíma. Flutningsmenn tillögunnar, sem koma úr öllum flokkum, vilja bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungursneyðin hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafa þegar brugðist við ákallinu. Um það er líka breið samstaða hér á Alþingi. Með þessu færi hungursneyðin á lista yfir þá ómannúðlegu alþjóðaglæpi alræðiskerfa sem útrýmdu milljónum mannslífa á fyrri hluta 20. aldar. Fólk víðs vegar um Úkraínu varð fyrir miklum áhrifum af hungri og kúgun alræðisstjórnar Stalíns. Örvænting fólks var slík að fólk greip til mannáts og hlutu fjölmargir dóm fyrir. Hungursneyðin var bein afleiðing þvingaðrar stefnu Sovétríkjanna um samyrkjubúskap. Auk þess var svelti kerfisbundið beitt sem refsingu, m.a. ef bændur gátu ekki uppfyllt tilskilið afhendingarmagn afurða. Svæðin sem urðu verst úti í þessum aðgerðum voru girt af til að koma í veg fyrir að hungraðir íbúar gætu flúið á milli svæða og til að koma í veg fyrir flutning matvæla til svæðanna. Markmið sovéskra stjórnvalda með sveltinu var enn fremur að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, að þvinga Úkraínumenn til undirgefni. Þeir voru því vísvitandi sveltir í pólitískum tilgangi. Þessi þjóðarharmleikur Úkraínumanna varð milljónum manna að bana. Þrátt fyrir afneitun Rússa, uppfyllir hungursneyðin öll skilyrði til að vera skilgreind sem hópmorð. Það er mat okkar þingmanna sem stöndum að tillögunni að mikilvægt sé að senda skýr skilaboð um þessa hörmulegu atburði í mannkynssögunni og vekja á þeim athygli til að koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig. Slík skilaboð um voðaverk fyrri tíma sem mega ekki gleymast geta styrkt viðleitni alþjóðasamfélagsins til að tryggja framgang og vernd grundvallarmannréttinda og frelsis um allan heim. Og auðvitað er innrás Rússlands í Úkraínu og stríðsglæpir rússneska hersins alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta núna. Sporin hræða svo sannarlega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun