Klitschko segir Bach spila leik við Rússa Valur Páll Eiríksson skrifar 23. febrúar 2023 11:01 Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kíev, kallar eftir harðari aðgerðum og vill fá Thomas Bach í heimsókn. Markus Schreiber/AP Bræðurnir Vitali og Vladimir Klitschko kalla eftir harðari aðgerðum Alþjóðaólympíunefndarinnar gegn Rússum. Sá fyrrnefndi hefur boðið forseta nefndarinnar, Thomasi Bach, í heimsókn til Kiev. Vitali Klitschko er borgarstjóri Kiev og hefur boðið Bach til höfuðborgarinnar. Ástæða boðsins eru hugmyndir Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um að leyfa Rússum að taka þátt undir hlutlausum fána á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Ísland var á meðal 34 ríkja sem skrifaði til IOC þar sem áformunum er mótmælt og frekari skilgreiningar á því hverjir flokkist sem hlutlausir íþróttamenn í því samhengi. „Ég mun glaður taka á móti Thomasi Bach í Kiev, að fá hann til Úkraínu svo hann geti séð með eigin augum þau þorp og borgir sem hafa verið lögð í rúst, til að sjá hversu margir hafa verið drepnir,“ segir borgarstjórinn Vitali Klitschko. „Hann virðist ekki skilja stöðuna, eða er að spila einhvern leik með Rússum,“ bætir hann við. Bróðir Vitali, Vladimir Klitschko, varð Ólympíumeistari í hnefaleikum í Atlanta árið 1996. Hann deildi færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann gagnrýndi nafna sinn Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. „Rússar eru leiddir af glæpamanni sem lifir í furðuheimi. En þessi falski veruleiki getur af sér raunveruleg fórnarlömb,“ segir meðal annars í færslunni. Báðir bræður hafa gagnrýnt rússneskt íþróttafólk sem hefur sinnt herskyldu eða látið sjá sig á fjöldafundum til stuðnings stríðinu. Þá hafa einhverjir rússneskir íþróttamenn sýnt svokallað Z-merki sem er talið vera stuðningsyfirlýsing við innrás Rússa. Rússneski fimleikakappinn Ivan Kuliak var dæmdur í ársbann frá íþróttaiðkun fyrir að bera Z-merkið við verðlaunaafhendingu á móti í fyrra.Skjáskot Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Vitali Klitschko er borgarstjóri Kiev og hefur boðið Bach til höfuðborgarinnar. Ástæða boðsins eru hugmyndir Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um að leyfa Rússum að taka þátt undir hlutlausum fána á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Ísland var á meðal 34 ríkja sem skrifaði til IOC þar sem áformunum er mótmælt og frekari skilgreiningar á því hverjir flokkist sem hlutlausir íþróttamenn í því samhengi. „Ég mun glaður taka á móti Thomasi Bach í Kiev, að fá hann til Úkraínu svo hann geti séð með eigin augum þau þorp og borgir sem hafa verið lögð í rúst, til að sjá hversu margir hafa verið drepnir,“ segir borgarstjórinn Vitali Klitschko. „Hann virðist ekki skilja stöðuna, eða er að spila einhvern leik með Rússum,“ bætir hann við. Bróðir Vitali, Vladimir Klitschko, varð Ólympíumeistari í hnefaleikum í Atlanta árið 1996. Hann deildi færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann gagnrýndi nafna sinn Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. „Rússar eru leiddir af glæpamanni sem lifir í furðuheimi. En þessi falski veruleiki getur af sér raunveruleg fórnarlömb,“ segir meðal annars í færslunni. Báðir bræður hafa gagnrýnt rússneskt íþróttafólk sem hefur sinnt herskyldu eða látið sjá sig á fjöldafundum til stuðnings stríðinu. Þá hafa einhverjir rússneskir íþróttamenn sýnt svokallað Z-merki sem er talið vera stuðningsyfirlýsing við innrás Rússa. Rússneski fimleikakappinn Ivan Kuliak var dæmdur í ársbann frá íþróttaiðkun fyrir að bera Z-merkið við verðlaunaafhendingu á móti í fyrra.Skjáskot
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira