Sakar varaformann sinn um vesældóm og sjúka þörf fyrir athygli Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2023 11:59 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur lengi eldað grátt silfur saman með varaformanninum. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Agniezku Ewu Ziolkowsku, varaformann félagsins, þjakaða „vesældómi“ og haldna „sjúkri þörf fyrir athygli“. Tilefnið er ummæli varaformannsins um að hún telji að félagsmenn Eflingar ættu að fá greitt úr verkfallssjóði ef kemur til verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Forysta Eflingar hefur lýst því yfir að félagsmenn fái ekki greitt úr vinnudeilusjóði í verkbanni sem aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins samþykktu í gær. Verkbannið á að hefjast í næstu viku. Agniezka benti á í Facebook-færslu í gærkvöldi að reglur um sjóðinn gerðu ráð fyrir að hann væri nýttur í verkföllum í verkbönnum. Það væri alfarið ákvörðun Sólvegar Önnu formanns að gera það ekki. „Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást,“ skrifaði Agniezka, varaformaður Eflingar. Sólveig Anna brást ókvæða við í tveimur Facebook-færslum sem hún birti annars vegar í gærkvöldi og hins vegar í morgun. Þar vænir hún varaformann sinn um að „breiða út boðskap fagnaðarerindis“ Samtaka atvinnulífsins um að Efling skuli hlýða „trylltri auðstétt“ og tæma verkfallssjóð félagsins „einfaldlega vegna þess að sturlaður lénsherran[n] skipar henni það.“ Spyrðir hún Agniezku saman við Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, sem hafi ætlað að stýra Eflingu og Alþýðusambandi Íslands með stuðningi „hirðar“ Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, íslensks auðvalds og Morgunblaðsins. „Tvær konur, aðeins með hæfileika til eins, að láta etja sér á forðaðið. Aftur og aftur,“ skrifaði Sólveig Anna í gærkvöldi og vísaði til fréttar um ummæli Agniezku á mbl.is. Facebook-færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur frá því í gærkvöldi.Skjáskot Vitfirringur og strengjabrúða Formanninum virtist ekki runnin reiðin í morgun og hélt áfram að gagnrýna Agniezku og fréttaflutning af ummælum hennar. Sagði hún að „vesældómi“ einnar manneskju væri slegið upp sem merkilegri frétt. Agniezka eigi ekki sæti í stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar. „Sem betur fer er stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar ekki mönnuð vitfirringum og strengjabrúðum sturlaðrar yfirs[t]éttar heldur fullorðnu fólki sem skilur ábyrgð sína í grafalvarlegu ástandi,“ skrifaði Sólveig Anna. Þá dró hún vitsmuni varaformannsins og ritarans í efa. „Agniezka Ewa og Ólöf Helga hafa það sem einhverskonar afsökun að vitið er ekki meira en guð gaf; hver er afsökun fjölmiðla að taka þátt í þessu aumkunarverða rugli?“ sagði Sólveig Anna um umfjöllun fjölmiðla um afstöðu næstráðanda hennar. Facebook-færsla Sólvegar Önnu Jónsdóttur frá því í morgun.Skjáskot Kjaraviðræður 2022-23 Ólga innan Eflingar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Forysta Eflingar hefur lýst því yfir að félagsmenn fái ekki greitt úr vinnudeilusjóði í verkbanni sem aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins samþykktu í gær. Verkbannið á að hefjast í næstu viku. Agniezka benti á í Facebook-færslu í gærkvöldi að reglur um sjóðinn gerðu ráð fyrir að hann væri nýttur í verkföllum í verkbönnum. Það væri alfarið ákvörðun Sólvegar Önnu formanns að gera það ekki. „Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást,“ skrifaði Agniezka, varaformaður Eflingar. Sólveig Anna brást ókvæða við í tveimur Facebook-færslum sem hún birti annars vegar í gærkvöldi og hins vegar í morgun. Þar vænir hún varaformann sinn um að „breiða út boðskap fagnaðarerindis“ Samtaka atvinnulífsins um að Efling skuli hlýða „trylltri auðstétt“ og tæma verkfallssjóð félagsins „einfaldlega vegna þess að sturlaður lénsherran[n] skipar henni það.“ Spyrðir hún Agniezku saman við Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, sem hafi ætlað að stýra Eflingu og Alþýðusambandi Íslands með stuðningi „hirðar“ Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, íslensks auðvalds og Morgunblaðsins. „Tvær konur, aðeins með hæfileika til eins, að láta etja sér á forðaðið. Aftur og aftur,“ skrifaði Sólveig Anna í gærkvöldi og vísaði til fréttar um ummæli Agniezku á mbl.is. Facebook-færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur frá því í gærkvöldi.Skjáskot Vitfirringur og strengjabrúða Formanninum virtist ekki runnin reiðin í morgun og hélt áfram að gagnrýna Agniezku og fréttaflutning af ummælum hennar. Sagði hún að „vesældómi“ einnar manneskju væri slegið upp sem merkilegri frétt. Agniezka eigi ekki sæti í stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar. „Sem betur fer er stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar ekki mönnuð vitfirringum og strengjabrúðum sturlaðrar yfirs[t]éttar heldur fullorðnu fólki sem skilur ábyrgð sína í grafalvarlegu ástandi,“ skrifaði Sólveig Anna. Þá dró hún vitsmuni varaformannsins og ritarans í efa. „Agniezka Ewa og Ólöf Helga hafa það sem einhverskonar afsökun að vitið er ekki meira en guð gaf; hver er afsökun fjölmiðla að taka þátt í þessu aumkunarverða rugli?“ sagði Sólveig Anna um umfjöllun fjölmiðla um afstöðu næstráðanda hennar. Facebook-færsla Sólvegar Önnu Jónsdóttur frá því í morgun.Skjáskot
Kjaraviðræður 2022-23 Ólga innan Eflingar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira