Eldur kviknaði í húsnæði í eigu fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish í morgun. Húsið var í uppbyggingu og að sögn Daníels Jakobssonar, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Arctic Fish, átti að taka það í notkun í næstkomandi júní.
„Það er alelda húsið en slökkviliðið er búið að ná stjórn á aðstæðum. Það voru tveir sem sóttu sjúkrahús með minniháttar brunasár. Sem betur fer fór allt vel með fólk og fisk,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu.
Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir því að bygging hússins kosti um fjóra milljarða króna. Þó er ekki vitað hversu miklar skemmdir urðu á húsnæðinu en ljóst er að þetta er mikið tjón. Sem betur fer barst eldurinn ekki í nærliggjandi byggingar sem einnig eru í eigu Arctic Fish.
„Eins og þetta lýtur út núna virðast þeir hafa náð stjórn á því. það er bil á milli húsa þarna og það virðist sem að brunavarnir hafi haldið og hinar byggingarnar séu óhuldar,“ segir Daníel.

