Lögreglan á Vestfjörðum segir að meiðsl þeirra hafi ekki reynst lífshættuleg.
Eldurinn varð mjög mikill og var þjóðveginum við húsnæðið lokað vegna mikillar sprengihættu sem myndaðist, þar sem nokkrir gasfylltir gámar eru á svæðinu.

Allt tiltækt slökkvilið í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi var kallað til vegna eldsins og þar að auki fóru sex slökkviliðsmenn á tveimur bílum frá Ísafirði. Björgunarsveitir á sunnanverðum Vestfjörðum aðstoðuðu einnig.
„Slökkvistarfið í dag hefur verið krefjandi. En slökkviliðinu tókst að verja nærliggjandi byggingar og tanka. Því er nú að mestu lokið og ástandið orðið tryggt,“ segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar.
Þar segir að rannsóknarlögreglumaður sé kominn á vettvang til að rannsaka eldsvoðann og að Lögreglan á Vestfjörðum muni einnig njóta aðstoðar tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsóknina.
Lögreglan segir ljóst að tjón ið sé mjög mikið. Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish, sagði í viðtali við fréttastofu fyrr í dag að húsnæðið ætti að kosta um fjóra milljarða króna.
Hér að neðan má sjá fleiri myndir af vettvangi.



